Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1989, Side 28

Æskan - 01.03.1989, Side 28
VíSINDA ÞÁTTUR Umsjón: Þór Jakobsson himalayafjöllin stæhka enn Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að hæstu fjöll í heimi hækka enn. Átt er við Himalayja-fjallgarðinn nyrst í Indlandi. Hækkunin er sums staðar hálfur sentímetri á ári. Þetta lætur lítið yfir sér á prenti. En í rauninni samsvarar þetta mikilli hækkun á einni öld eða þá þúsund árum þegar haft er í huga hve gífurlega mikil og þung slík feiknafjöll eru. Það eru því miklir kraftar sem valda þess- ari lyftingu. Heimsálfurnar fljóta hægt og rólega um á yfirborði jarðar með 50 sentímetra hraða á ári. Þetta kallast landrek. Á landakorti sést sums staðar ótrúlega vel hvar lönd hefur rekið hvort frá öðru á milljónum ára. T.d. falla Suður- Ameríka og Afríka hvor að ann- arri. Ekki er þó langt síðan menn viðurkenndu hina vísindalegu kenningu um landrek. Þegar ég var í barnaskóla þótti sá bara fyndinn sem furðaði sig á hve vel Suður-Ameríka féll að Afríku. Nú vita menn að það er engin til- viljun. Víkjum sögunni aftur að Him- alayafjöllum. Endur fyrir löngu var Indland eyja „á siglingu“ norður í átt til meginlands Asíu. Þessi hægfara sigling stóð í 30 milljón ár þar til þessi forna Ind- landseyja rakst á Asíu. Það gerð- ist fyrir 50 milljónum ára. Við áreksturinn stakkst eyjan inn undir meginlandið. Hluti megin- landsins lyftist því upp og varð að Himalayafjöllum. Átök þessi standa enn yfir og fjöllin hækka. En þess ber að gæta að önnur náttúruöfl vinna á fjallatindunum jafnóðum og slípa í sífellu kúfinn af. Öfl þessi eru vindar, úrkoma (rigning og snjór), ár og jöklar en áhrif þess- ara náttúrufyrirbæra kallast einu nafni veðrun. Jarðfræðingar ætla að veðrunin vinni á fjöllunum jafnfljótt og þau hækka. Feikna- mikill jarðvegur skolast burt og alla leið til hafs. Hið mikla Indus- fljót flytur daglega fimm milljón tonn af jarðvegi og mulningi frá veðruðum fjöllum Himalaya suð- ur í Indlandshaf. En allt um það verða Him- alayafjöll áfram hæstu fjöll í heimi um margar milljónir ára. Geimferð til Mars Fyrr í vetur var sagt frá því hér i Vísindaþætti Æskunnar að Sovét- menn hefðu sent tvö geimför til reikistjörnunnar Mars. Þau áttu einkum að kanna tungl sem svíf- ur umhverfis Mars og kallast Fó- bos. Geimförin tvö hétu reyndar Fóbos 1 og Fóbos 2. Því miður slitnaði sambandið við þann fyrr- nefnda, sennilega vegna mistaka tæknimanns sem fór ekki að ströngum tæknilegum fyrirmæl' um um fjarskipti við geimförin- Síðarnefnda geimfarið er hins vegar í lagi og eru vonir um góð' an árangur þessara rannsókna þ° að þessi bilun yrði í Fóbosi 1. Ætlun Sovétmanna er að senda fleiri geimför til Mars næsta ára- tuginn. Það verður 1994 og 1998- Talið er að þeir ætli að notfæra sér hentuga afstöðu jarðar til Mars árið 2001 og freista þess að senda geimfara í hringferð til reikistjörnunnar án þess að lenda- Geimfararnir legðu af stað 9. mars árið 2001, flygju fram hja Mars 20. ágúst og kæmu síðan heim til Jarðar sigri hrósandi 25- maí 2002 eftir rúmlega 14 mánaða ferð. En meginmarkmið allra þessara rannsókna er þó undir- búningur að lendingu manna a Mars árið 2015. Það verður talið merkisár í mannkynssögunni og mikið um dýrðir. Hvað verðið þið gömul það árið? Könnunar- leiðangurinn til Mars á að standa í tvö ár. (Ofangreindar fréttir úr heimi vísind' anna eru að mestu endursagðar ur blaðinu Illustreret Videnskab) 28 ÆSKAH

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.