Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1989, Side 30

Æskan - 01.03.1989, Side 30
V r Fiska- landi eftir Báru Þórarinsdóttur Litlu fiskarnir vildu fara upp á land. Þeir vildu allt í einu ekki vera lengur að synda. Þeir vildu fara í bíó. Fiskamamma skildi þetta ekki. Þeir höfðu aldrei verið svona óþægir fyrr. Þeir urðu að skilja að þeir gátu ekki labbað á þurru landi. Fiskapabbi, hann Flandri gamli, nennti ekki að hlusta á lætin í fiskabörnunum. Hann var næstum aldrei heima. Alltaf var hann einhvers staðar á flandri. Þess vegna hafði hann fengið þetta nafn. Og litlu fiskarnir héldu áfram að suða í mömmu sinni. - Kemur ekki til mála, sagði fiskamamma. - En ég skal bara segja ykkur sögu í staðinn. Hún er um það hvernig umhorfs var í Fiskalandi í gamla daga. Þá sletti fiskapabbi til sporðin- um og sagði að þá hefðu verið brúnir þaraskógar svo langt sem augað eygði og engan hefði langað í bíó. Fiskamamma, sem hét Finna, setti sig í stellingar, lagaði til svuntuna sína og byrjaði: 30 ÆSKMT - Einu sinni var voldugur kóngur ríkjandi í Fiskalandi. Hann hét Skellur og þegar hann skellti til stóra sporðinum skvett- ust litlu öldurnar í allar áttir. En honum Skelli fiskakóngi datt í hug einn góðan veðurdag að nú langaði hann í súkkulaði. En það var bara ekkert súkkulaði til í Fiskalandi. Skellur fiskakóngur vissi að súkkulaði var brúnt á lit- inn og þá hlaut hann að geta búið það til sjálfur. Því næst kallaði hann á hákarlana og bað þá um að brytja niður nokkrar ekrur af þaraskógi því að hann þóttist al- veg viss um að geta búið til súkkulaði ef hann hefði nóg af þara. Þarinn er nefnilega brúnn. En þá vantaði nógu stóra kvörn til að mala þarann í. Allt í einu hug- kvæmdist honum hvað hann gæti notað. Stóru lúðurnar og flyðr- urnar lágu alltaf niðri á sandbotn- inum og það væri tilvalið að láta þær leggjast á þarann og snúa sér í hring. Þá myndi hann malast í duft. Og þá væri bara eftir að búa til súkkulaðið, fá það til að tolla saman. „Jamm,“ sagði kóngurinn við sjálfan sig, „ég sýð bara svolítinn grængróður og safinn úr honum heldur þessu saman og þá er kom- ið súkkulaði.“ En hvernig sem hann reyndi tolldi súkkulaðið ekki saman. Það eina sem hafðist upp úr þessu var að allt of mikið eyddist af þara- skóginum og betra hefði verið fyr- ir Skell fiskakóng að borða bara hollan og góðan mat og láta súkkulaðigerðina vera því að þa hefði umhverfið hér verið miklu skemmtilegra en það er núna. Og fiskamamma lyngdi aftur augunum og fékk sér „tyggjó“- Henni fannst það allt í lagi því að það var búið til úr þanginu sem var svo fljótt að vaxa þó að af þvi væri tekið.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.