Æskan - 01.03.1989, Side 33
Búum til betri heim
Mér finnst að hver maður verði að
byrja á sjálfum sér til að gera veröld-
ina betri en hún er því að það veldur
sundrung ef maður fer að reyna að
breyta fólkinu í kringum sig. Það er
ekki hægt að breyta öðrum en sjálf-
um sér en það er hægt að hjálpa fólki
að tileinka sér góðar dyggðir, s.s.
kurteisi, hjálpsemi og fleira. Þar
þurfa foreldrar að koma til. Þeir
þurfa að hjálpa börnum sínum að til-
einka sér góðar dyggðir og losa þau
við fordóma og ala þau upp sem
ábyrga einstaklinga svo að þau verði
tilbúin til að taka við ábyrgð og glíma
við vandamál en varpi þeim ekki frá
sér.
Þetta er allt þáttur í að búa til betri
heim. En það þarf meira til, til að
mynda algjört jafnrétti, bæði milli
kynja og kynþátta. Minnka verður
bilið á milli ríkra og fátækra, draga úr
hernaðarumsvifum og stöðva her-
gagnaframleiðslu. Einnig mætti koma
á ráðstefnu þar sem einn fulltrúi væri
frá hverju ríki; þar væri ráðgast um
heimsvandamálin. Það sem ég á við
með að ráðgast er að allir komi fram
með skoðanir sínar, síðan verði tillög-
ur settar fram og ef til vill einhverjum
þeirra blandað saman svo að út komi
tillaga sem meirihluti samþykkir. All-
ir verða að hlýða því sem samþykkt
er.
Þetta má ekki verða þessi sand-
kassaleikur sem kallast stjórnmál eða
pólitík þar sem hver flokkur hefur
sínar hugmyndir sem ekki verður
hvikað frá hvort sem þær eru réttar
eða rangar.
Það væri líka gott ráð að koma á
einu alheimstungumáli og einum al-
heimsgjaldmiðli. Og svo gerir hver
sitt besta og við sjáum hvað setur.
Matthías Pétur Einarsson,
Garðarsbraut 30, Húsavík.
Þakka þér fyrir þennan ágœta pist-
il, Matthías.
Vonandi hafa fleiri en þú hugleitt
þetta efni í framhaldi af frásögn um
alþjóðlegt samstarf um betri heim en
við lifum í. (10. tbl. 1988, jólablað,
bls. 24) Við birtum með ánœgju hug-
renningar lesenda tengdar henni.
Arnaldur
og aðrir góðir
Kæra Æska!
Um leið og ég þakka gott blað ætla
ég að biðja um eitthvað um leikarana
Arnold Schwarzenegger, Dolph
Lundgren, Tim Dalton og hljóm-
sveitina The Proclaimers.
Jón Eysteinn Bjarnason,
Brœðrabrekku.
Kæra Æska!
Ég dái Arnold Schwarzenegger og
langar til að biðja um að sagt verði frá
honum í blaðinu og birt veggmynd.
Erla
Svar:
Poppþœttinum er látið eftir að segja
frá þeim „yfirlýsingaglöðu“ (Procla-
im: lýsa yfir, gera kunnugt)
Arnaldur er austurrískur að upp-
runa. Hann iðkaði líkamsrœkt af
ákafa frá unga aldri og varð meðal
hinna fremstu í þeirri grein - vann í
margri keppni. Hann hélt til Banda-
ríkjanna og reyndi fyrír sér sem leik-
ari. Hann fékk mörg hlutverk, síðar
aðalhlutverk, vegna kraftalegs vaxtar
síns og varð frœgur. Hann þótti og
leika harla vel og er nú boðið að túlka
ýmsar persónur án þess að sýna fyrst
og fremst álitlega vöðva. . . Meðal
kvikmynda, er hann nýlega hefur
leikið í, má nefna „Red Heat“.
í nýlegu viðtali kvaðst Arnaldur
aldrei hafa notað neins konar vaxtar-
örvandi lyf, hann hefði byggt upp vöxt
sinn hœgt og bítandi, með erfiði, ein-
beittur og ákveðinn. Hann kvaðst
styðja aukið eftirlit með lyfjanotkun í
öllum löndum og öllum íþróttagrein-
um.
Hann hefur látið sig málefni fatl-
aðra barna miklu skipta og segir að
hann dáist að dugnaði þeirra og
þrautseigju. „Þau þarfnast stuðnings
okkar og umhyggju en ekki vorkunn-
semi,“ segir hann.
Kona Arnalds er María, fœdd Ser-
gent-Shríver, systurdóttir Kennedy-
brœðra. Hún starfar við þáttagerð
fyrir NBC-sjónvarpsstöðina og þykir
ágœt af því. Þegar Arnaldur var
spurður hvort þau hygðust ekki eign-
ast börn hið nœsta svaraði hann að
ekki liti út fyrir það, kona sín helgaði
sig starfinu og vildi ekki binda sig
með barneignum, sjálfur vœri hann
barnelskur. . .
Hann viðurkenndi fúslega að hann
hefði miklar mœtur á móður sinni og
sagði að það vœri skylda hvers
manns. Hann útvegaði henni lítil
hlutverk í „Conan“-myndunum - en
þar fór hann með aðalhlutverk.
„Móðir mín heitir Árelía. Það er
afar fallegt nafn,“ sagði hann. „Hún
var nýlega hjá mér í Bandaríkjunum
og við komum fram í þœttinum Mœð-
ur frcegs fólks. Hún hafði mikinn
leiksviðsgeig. . .“
(Frásögn af öllum þeim sem þú
nefndir, Jón Eysteinn, tceki of mikið
rými. . . Von er til þess að sagt verði
frá þeim síðar í þcettinum Leikara-
kynning)
ÆSKALT 33