Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Síða 39

Æskan - 01.03.1989, Síða 39
lÓPþhólfÍÓ Kim Wilde Kæra Popphólf! Okkur, tvær stúlkur, langar til að fá lúnmiða, veggmynd og heimilisfang Kim Wilde. Með fyrirfram þökkum, s.o.s. Svar: Kim Wilde, P.O.Box 202, Welwyn Garden City, Herts AL6 OLT - U.S.A. Bon Jovi Kæra Popphólf! Getur þú sagt mér hvernig ég kemst í aðdáendaklúbb Bon Jovi? Er hægt að fá veggmynd af hljómsveitinni? Þakka gott blað, 007 Ed.G. Svar: Skrifaðu umsókn á ensku til: Bon Jovi Secret Society, P.O.Box 4843, San Fransisco, California 94101 - U.S.A. Ekki er ljóst hvort þessi bandaríska báru- larnssveit nýtur nægilegra vinsælda hér- lendis til þess að komast á veggmynd. Berist margar óskir um það frá lesendum má gera ráð fyrir að við þeim verði orðið. Ozzy Osborne Kæra Popphólf! Ég ætla að biðja um pistil og veggmynd af Ozzy Osborne. Birna Guðrún. Svar: Ozzy vakti fyrst athygli sem söngvari breska kvartettsins Black Sabbath fyrir tveimur áratugum. Bandaríski blökku- maðurinn, Jimi Hendrix, hafði þá nokkru áður, 1966, komið fram á sjónarsviðið með nýtt afbrigði af blúsmúsík. Hendrix not- aði síendurtekin gítarstef (frasa) í stíl við þá útsetningu sem breska rokksveitin Kinks notaði í laginu You Really Got Me. Auk þess „óhreinkaði" hann gítarhljóðið með urgandi rafmagnsbjögun svo mjög að tónarnir runnu hver inn í annan með gíf- urlegum drunum, eins og þúsund þunga- vinnuvélar væru að vinna í grjótnámu. Austur-þýski söngvarinn, Jón Kay, kall- aði þennan músíkstíl „þungamálm" (hea- vy metal) í lagi sem kanadíska hljómsveit- in hans, Steppenwolf, samdi um þetta fyr- irbæri 1967. Born to be Wild hét lagið og er í hópi sígildra rokklaga. Þrjár breskar hljómsveitir lögðu sinn stílinn hver í sköpun þungamálmsrokks- ins eða bárujárnsins eins og fyrirbærið er nú oftast kallað. Led Zeppelin hélt sig eins nálægt blúsforminu og mögulegt var og stóð því næst Jimi Hendrix innan báru- járnsdeildarinnar. Skrækur söngstíll Ró- berts Plants og þunglamalegur trommu- leikur Jóns Bonhams í Led Zeppelin var þó frábrugðinn djúpri og dimmri söng- rödd Hendrix og hraðanum og látunum í hljómsveit hans. Deep Purple byggði samt á mestum hraða af þessum hljómsveitum. Aftur á móti var yfirbragð bárujárnsrokks Deep Purples léttara en hjá t.a.m. Led Zeppelin. Auk þess greindi lipur orgel- leikur Jóns Lords í Deep Purple þá hljómsveit frá hinum bárujárnssveitunum sem lögðu einkum áherslu á einleik á gít- ar. Þó að orgelhljóðin hans Jóns Lords væru vel rafmögnuð mynduðu þau heldur mildari tónblæ en rafmögnuðu gítarhljóð- in. Black Sabbath lagði til óhemju drungalegan hljóðfæraleik undir skæran en fágaðan söngstíl Ozzy Osbornes. Ozzy hafði stundað söngnám. Hann þurfti því hvorki að skrækja né öskra til að halda söngnum jafnkröftugum á háum sem lág- um tónum. Söngtextar hans voru frekar óhugnanlegar hugleiðingar um dauðann, villimennsku hernaðar, kjarnorkuógnina, djöflamessur o.þ.h. Fyrir áratug kom Ozzy á fót nýrri báru- járnssveit, Blizzard of Ozz, með trymblin- um Lee Kerslake úr Uriah Heep. Með þeirri sveit flutti Ozzy heldur harðara rokk en með Black Sabbath. Á þeim árum börðust pönkarar og nýrokkarar gegn hvers konar sýndarmennsku í poppmúsík. Ozzy varð skotspónn þeirra vegna kjána- legra uppátækja sem áttu að magna upp óhug á hljómleikum. Hann aflífaði dýr á sviði og braut brúður. Hann var einnig orðinn ofdrykkjumaður. Allt lagðist á eitt. Gítarleikari hans fórst í flugslysi og hljóm- sveitin leystist upp eftir illdeilur. Ozzy mannaði þá nýja hljómsveit og 1982 end- urflutti hann vinsælustu dægurlög Black Sabbath á tvöfaldri hljómleikaplötu, Talk of the Devil. Hann réði förðunarmeistara og greiddi honum rúmar 60.000 krónur á tímann. Starfið hefur verið álitið mikil- vægt! Einhverra hluta vegna átti Ozzy nú í fyrsta skipti lög meðal hinna þrjátíu sölu- hæstu í heimalandi sínu, Englandi. Það voru lögin Bark at the Moon og So Tired - 1983. Þó að honum hafi haldist ótrúlega illa á hljóðfæraleikurum hefur hann haldið stöðu sinni sem einn vinsælasti bárujárns- rokkarinn allt frá því ári. Póstáritun hans er: Ozzy Osborne Fan Club, 1801 Century Park West, Los Angeles, CA 90067. ÆSKAJST 39

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.