Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1989, Side 41

Æskan - 01.03.1989, Side 41
Rickshaw tilboð um girnilegan plötu- samning. Þegar þetta er fest á blað eru all- ar líkur á að Iiðsmenn Rickshaw taki þeim samningi og telji sig með því vera komna með annan fótinn inn fyrir þröskuld heimsfrægðarinnar. • . . að breskir blaðamenn gerðu góðan róm að hljómleikum Ragnhildar Gisla- dóttur og Strax í Englandi nýlega. Blaða- mennirnir líktu músík Ragnhildar og fé- laga við Tínu Turner og kvennahljóm- sveitina Go Go’s. Þórður Bogason ■ ■ .að Þórður Bogason, fyrrverandi söngvari Þrcks, Raddarinnar og Rickshaw og núverandi söngvari Foringjanna og Hins liðsins, hefur sett á laggirnar nýja bárujárnsrokksveit. Ekki var búið að gefa henni nafn síðast er við fréttum. . . • ■ • að einhverjir fyrrverandi liðsmenn hljómsveitanna Tregablandinnar lífsgleði °g Sogbletta hafa komið saman harð- rokksveit sem þeir kalla Dýrið gengur Iaust. Yfirlysing frá Popp- þættinum Fulltrúi plötufyrirtækis og íleiri hafa kvartað undan því að Bubba og Gramm- inu sé gert óeðlilega hátt undir höfði í Poppþættinum. Vegna þessara kvartana fór ég yfir fyrstu sjö tölublöð Æskunnar 1988 og mældi Poppþáttinn. Niðurstaðan er þessi: Mest var skrifað um skemmtikrafta Skífunnar (á fjórða hundrað dálksentí- metra), næst mest um skemmtikrafta Steina hf. (á þriðja hundrað dsm), en minnst um skemmtikrafta Grammsins (innan við hálft annað hundrað dsm, þar af var tæpur helmingur spjall við Björk í Sykurmolunum. Það viðtal var tekið 'vegna eindreginna óska frá ritstjórum Æskunnar). Ef önnur poppskrif í Æskunni eru með- talin er niðurstaðan þessi: Um skemmtikrafta Skífunnar var skrif- að jafngildi hátt á sjöundu blaðsíðu (texti án mynda). Um skemmtikrafta Steina hf. voru skrifaðar tæpar sex blaðsíður. Um skemmtikrafta Grammsins voru skrifaðar innan við tvær blaðsíður. Til samanburðar er vert að hafa í huga hlutföll þessara fyrirtækja á íslenska plötumarkaðnum í fyrra. Steinar hf. var með 18 plötur á sínum snærum, Grammið með 16 og Skífan með 14. Hvað skrif um Bubba varðar kom nafn { i Danskættaða bárujárnssveitin White Lion leggur Bandaríkjamarkað að fótum sér. hans fyrir þar sem fjallað var um almenna lista, s.s. „Plötur ársins“ að mati hlust- enda Rásar 2, „Vinsældaval lesenda Æsk- unnar“, „Bestu íslensku lögin“ að mati hluscnda Bylgjunnar o.þ.h., svo og í les- endabréfum. Vinsældir Bubba eru ein- faldlega svo miklar að Poppþátturinn yrði að sniðganga alla íslenska poppvinsælda- lista og mörg lesendabréf ef nafn Bubba mætti hvergi sjást. Það væri svipað og að ætla sér að fjalla um íslensk stjórnmál án þess að nefna Steingrím Hermannsson og Framsóknarflokkinn. Hvernig halda menn að bandarískir poppskrifarar af- greiði Brúsa Springsteen eða breskir U2? Bubbi pr vinsælli á íslandi en þessi tvö fyrirbæri í heimahögum sínum. Nokkrar plötur hans hafa selst í 20 þúsund eintök- um hver. Síðustu 8 árin hefur Bubbi kom- ið við sögu á fjórum tugum hljómplatna sem hafa til samans selst í nokkur hundr- uð þúsund eintökum hérlendis. Á einni hljómleikaferð um ísland nær Bubbi 20- 30 þúsunda manna aðsókn. Vinsældalistar útvarpsstöðvanna skarta oft þrem, fjórum og jafnvel fimm lögum mcð Bubba sam- tímis. Þegar þetta er skrifað á Bubbi vin- sælasta lagið hjá þessum stöðvum. Hann á jafnframt söluhæstu plötuna. Þó að Bubbi hafi þesa yfirburðarstöðu birtist aðeins ein stök og sjálfstæð grein um hann í fyrstu 7. tbl. Æskunnar á þessu ári. Sú grcin var sléttir tveir dálksenti- metrar og aðeins tvær setningar. Þær greindu frá væntanlegri dúettplötu Bubba og Megasar. Á sama tíma hefur verið fjallað um Ragnhildi Gísla (tvær greinar), Stuð- kompaníið, Bjarna Ara, Mosa frænda, Sverri Stormsker, Síðan skein sól, Eftirlit- ið o.fl., í greinum sem þekja hálfar og heilar blaðsíður og allt upp í heilar opnur. Enginn þessara ágætu skemmtikrafta kemst með tærnar þar sem Bubbi hefur hælana hvað varðar plötusölu, aðsókn að hljómleikum o.s.frv. Þcir cru hins vegar á snærum Steina hf. og Skífunnar svo að umfjöllun um þá er ekki varhugaverð. Bubbi er aftur á móti tcngdur Gramminu, eins og Sykurmolarnir, Langi Seli & Skuggarnir, Megas, Svart-hvítur draum- ur, Þursaflokkurinn og fleiri virtir og vin- sælir popparar sem ekki má fjalla um hér- lendis. Þetta eru þó þeir popparar sem er- lendir blaðamenn, erlendir plötuútgefend- ur og erlendir plötukaupendur sýna meiri áhuga en öðrum íslenskum. Æskan er ekki eini fjölmiðillinn sem hefur verið sakaður um að hampa Bubba og Gramminu óeðlilega mikið en gefa plötum annarra útgefenda of lítinn gaum. Flestir fjölmiðlar, sem fjalla um poppmús- ík, eru sakaðir um þetta. Sumir þeirra, þ.á.m. Morgunblaðið, hafa séð ástæðu til að hrckja þær ásakanir opinberlega. Flest- ir líta þó á ásakanirnar þeim augum sem ber: Léttvægt nöldur! Ath.: Greinin var skrifuð haustið 1988. - JKG ÆSKAJST 41

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.