Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 47

Æskan - 01.03.1989, Blaðsíða 47
Ó, ó, allar þessar hurðir og löngu §angar. En hvar er allt fólkið? Enginn einia eða hvað? Á einni hurð innarlega hi vinstri stendur með stórum, svörtum stöfum á hvanngrænu spjaldi: KE ~ KENNARASTOFA. Nú, þarna eru Pa blessaðir mennirnir. En hrifning Somlu konunnar breytist í undrun og e^ki litla er hún lítur þar einungis konur a störfum. Hvar er jafnréttið nú? hugs- ar hún. Þetta sem allir eru að fárast yfír í andsmálablöðunum og gamla, góða út- VarPÍnu. Höfðu nú konur loks látið Verða af því að taka öll völd í sínar hend- Ur ^er á jörðu? Ekki boðar það gott. Nú, nú, þarna kemur þá loks einn arlmaður, vígalegur á velli, þrammandi e tir langa ganginum. Henni þykir hann arennilegur svo að hún heilsar upp á ann og segir til sín, kveðst vera komin u að líta á dýrðina. Hann tekur henni Vei og segir henni sé ekki of gott að litast UlT11 vistarverum skólans. Kveðst skulu utvega henni góðan fylgdarmann. Fer nú vænkast hagur þeirrar gömlu. Alls aðar vinna í fullum gangi og hugur í uamsmönnum. »í*etta líkar mér dável.“ ^arna srtur drengur og rembist við a þræða nál í splunkunýrri saumavél. ‘tthvað varð að hjálpa upp á greyið. e Ur hún nú yfir töfraþulu er hún taut- ar °fan í bringu sér: ”Verði nú hratt - verði nú skjótt ~ við ósk minni fljótt.“ Og mikil ósköp; gegnum augað renn- ur þráðurinn í sama bili. En drengurinn situr agndofa eftir með spurn í björtum svip. Næsta hurð, næsta stofa. Þar situr stúlka og paufast með spýtubút, hamar og nagla. „Ósköp eru að sjá þessi klaufalegu handtök.“ Ekki dugir að horfa upp á þetta með hendur í kjöltu. Hefur hún nú þuluna yfir á nýjan leik og allt endurtekur sig sem fyrr. Nú gefur að sjá verkfærin og efniviðinn leika listilega í höndum þeirr- ar litlu og gleðibros færist yfir barnsleg- an svipinn. í næstu stofu eru krakkar að vinna að svo kölluðu hópverkefni. „Svona á þá að læra, hjálpast að. Þetta líkar mér,“ hugsar hún. En tíminn æðir áfram. í dag eins og endranær því að nú glymur klukka í eyr- um og kallar hana til baka, til fyrri starfa. En bókasafnið á hún alveg eftir að sjá. Hún litast nú um innan um ótrúlegan fíölda bóka. Margar eru með fallegum myndum. Hún er næstum búin að gleyma stund og stað. „Hér þarf ekki nokkur sála að svelta úr andlegum fóðurskorti.“ Það er hennar skoðun. „Hérna hljóta bókabéusarnir að dveljast löngum stundum.“ Mikið kann hún ljómandi vel við sig í bókasafni skólans. Hún getur alveg hugsað sér að eiga þarna heima. Aftur hringja klukkur og nú er mál að flýta sér. En þreytan er farin að segja til sín og heim vill hún komast til að hvíla lúin bein. Nú vildi hún vera komin heim. Og einmitt þess vegna hefur hún að lokum yfír litlu töfraþuluna og hún bregst ekki frekar en fyrri daginn. Með þuluna á vörum sést sú gamla líða út um anddyrið. í hópinn slást fugl- ar himins. Þeim hefur fíölgað. Þeir fagna gömlu konunni sem svífur á braut í fylgd litlu vinanna sinna. Henni er ekkert að vanbúnaði. Nú þarf hún engin skíði. Gagnsæir vængir halda henni uppi. Og þarna hverfur hóp- urinn á braut. Og skíðin, þau hanga í löngu bandi og láta fara vel um sig. Svona endar sagan. Hvernig fínnst ykkur ævintýrið um hana ömmu sem kom í heimsókn niður til jarðarinnar? Nú skuluð þið útvega ykkur pappír og penna og semja ykkar eigið ævintýri. . . Leikir fyrir stóra og smáa Kristín Steinsdóttir tók saman BliKKIeikur Tilvalið er að fara í þennan leik í afmælum, á niðjamótum eða ann- ars staðar þar sem margt fólk er saman komið. Stólum er raðað í hring á gólf- inu og sest í alla stóla nema einn. Fyrir aftan hvern stól stendur maður og gætir þess sem á stóln- um situr. Hann má samt ekki halda honum föstum. Sá sem stendur fyrir aftan auða stólinn reynir að fá einhvern til að koma til sín á sinn stól. Það gerir hann með því að blikka þá sem sitja á hinum stólunum. Þeir sem sitja verða að fylgjast vel með blikkar- anum, grípa í sinn mann og halda honum niðri á stólnum þegar hann reynir flytja sig yfir á auða stólinn. Það getur tekið langan tíma fyrir þann sem blikkar að ná sér í mann ef þeir sem standa fyrir aftan fylgjast vel með og gæta að sínum stól. Ef þeim sem blikkar gengur af- ar illa að ná einhverjum til sín á stólinn má hann kalla eldur, eld- ur. Þá verða allir að hlaupa upp og skipta um stóla. Og sem fyrr verður einn stóll auður og sá sem stendur fyrir aftan hann á þá að blikka næst. Góða skemmtun! ÆSKATT 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.