Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 14

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 14
Leilcið og lært í Laugarnesskóla Á Iistahátfð æskunnar sýndu nokkrir nemendur úr 7. bekk Laugarnesskóla leikritið Bóndadæturnar en það sömdu þeir ásamt leikstjóra sínum, Þórunni Pálsdóttur, upp úr þjóðsögu í safni Jóns Árnason- ar. Þeir höfðu verið á leiklistar- námskeiði í vetur ásamt fleiri krökkum. Þátttakendum á námskeiðinu var skipt f tvo hópa. Hinn hópurinn sýndi leikrit á vorhátíð skólans. Þessi þjóðsaga varð fyrir val- inu af því að hún þótti ævin- týraleg og margir koma við sögu, ekki síst konur. Það þótti kostur af því að í leikhópnum voru sjö stúlkur en aðeins einn drengur. ^ -0 ^ Sýningin á stóra sviðinu f Borgarleikhúsinu gekk vel - um það get ég dæmt af því að ég sá hana - en það var f fyrsta sinn sem leikendurnir stigu á það svið! Sviðið var ekki laust fyrir æfingar, ekki einu sinni aðalæfingu. Hún fór fram í Laugalækjarskóla. Eg brá mér í Laugarnesskóla, smellti mynd af leikurunum, og fékk þá til að segja mér hver fór með hvaða hlutverk og örlítið af sjálfum sér. Ebba Schram lék Vilhjálm konungsson og skóara kon- ungs. Áhugamál hennar eru sund, knattspyrna og gæludýr. Hún hefur dálæti á gárum og á nokkra slíka. Einn hefur hún átt í fimm ár en hina í fjögur. Sigurjón Örn Arnarson var í hlutverki konungs og bónda. Hann á einn gára en hefur einnig mætur á hestum og hundum enda hefur hann ver- ið tvö sumur í sveit. Hann hef- ur lært píanóieik í fjögur ár. Stefanía Stefánsdóttir túlkaði drottningu og gamlan mann. Hún hefur leikið á klarinett í eitt ár, æft tennis í vetur og ballett í fimm ár. Hún hefur líka gaman af knattspyrnu, körfuknattleik og sundi. Sigríður Sunna Aradóttir var sögumaður. Hún var ekki f leiklistarhópnum en var kölluð til leiks til að vera sögumaður. Hún hefur æft skíðaíþróttir í vetur, verið í ballett og dansi og lært á píanó í fjögur ár. Guðrún Jónsdóttir lék systur drottningar og fugl. Hún hefur gaman af íþróttum og hefur æft fimleika, djassballett og dans. Núna æfir hún knatt- spyrnu og fer gjarna á skíði. Hildur Imma Jónsdóttir kom fram sem Sigurður kóngssonur og skrifari. Hún hefur æft djassballett, fimleika og dans. Nú hefur hún mest dálæti á skíðamennsku og skemmtilegu fólki - auk íþrótta almennt. Agnes Helga Maríudóttir var prins og vegfarandi í leikritinu. Hún tekur hestamennsku fram yfir flest annað. Hún á hest og getur haft hann í húsi ekki ýkja langt frá heimili sínu í Mos- fellsbæ. Hún hefur líka áhuga á ýmsum íþróttagreinum og æfði djassballett í eitt ár. M 4 * u r* íf Guðrún Linda Guðmunds- dóttir lék Helgu konungsdóttur og sendisvein. Hún hefur æft frjálsar íþróttir, djassballet og dans og hefur líka yndi af að vera skíðum. Bbba, Sigurjón Örn, Stefania, Sigríbur Sunna, Gubrún, Hildur Imma, Agnes Helga, Gubrún Linda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.