Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 49

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 49
Álftaver í Vestur-Slccif taf elBssýslii* Kirkjan á Þykkvabæjarklaustri og minnisvarbi, stublabergs- súla, til minningar um klaustrib. Ljósmynd: Jón Ögmundur Þormóbsson. Okkur sem gönguni frá efni Æsk- unnar finnsl ekki einleikiö hvernig meinleg villa gat komist í spurn- ingaleikinn í 4. tbl. 1991 - og farió fram hjá okkur. Spurt var hvar Álftaver væri, falleg sveit í Vestur- Skaftafellssýslu. Hins vegar var sú sýsla ekki nefnd á nafn í leiknuni og á hls. 62 var sagt aó sveitin væri í Rangárvallasýslu. Fyrir þremur árum var spurt aó því sama. I»á var Vestur-Skaftafellssýsla nefnd og stig gefin í samræmi vió rétt svar - en á hls. 62 launiaóist villan inn. I»aó var leiórétt í næsta tölublaói á eftir. Vió biójuni ykkur, lesendur blaós- ins, afsökunar á þessum leióu mis- tökum. Til þess aó reyna aó tryggja aó þetta festist ykkur ekki ranglega í minni segjum vió nú frá Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu. Álftaver er Iftil, flatlend sveit vestan Kúðafljóts en austan Mýrdalssands. Að norðan fell- ur áin Skálm á byggðarmörk- um. Fyrir ofan byggðina eru víö- áttumiklar hólaþyrpingar sem Þorvaldur Thoroddsen telur að hafi myndast við að hraun rann yfir votlendi. Hafi skánin þá brotnað, tæst sundur og hrúgast upp í gjallhóla. Þor- valdur telur að hólarnir verndi byggðina að verulegu leyti fyr- ir hinum stórfelldu jökulhlaup- um úr Kötlu. Þeir voru friðlýst- ir 1975. Mýrlendi er allmikið í Álfta- veri en valllendi framan við byggðina og mikil melalönd. Nýttu Álftveringar melinn fyrr til manneldis en nú er safnað þar melkorni til sandgræðslu. Sandfok og vatnaágangur herja á byggðina og Kötluhlaup eru yfirvofandi hætta. Úr Álftaveri er með afbrigð- um fögur fjallasýn. Má heita að svo sé frá öllum bæjum í sveitinni. Fjallahringurinn blasir við í óslitnum sveig, frá Hjörleifshöfða í vestri að Ör- æfajökli í austri, og mun óvíða gerast tignarlegri sjónhringur. í honum eru t.a.m. Mýrdalsjök- ull, Torfajökull og Lómagnúp- ur. Byggð í Álftaveri hefur vafa- laust verið miklu víðáttumeiri og fjölbýlli áður fyrr en smá- gengið hefur á hana í Kötlu- hlaupum. Á árunum1972- 1976 var grafinn upp bær í svonefndri Kúabót úti á sand- inum, nokkurn spöl vestan við Þykkvabæjarklaustur, á vegum Þjóðminjasafns íslands. Bær þessi hefur verið gríðarstór og vandaður og er framhlið hans um 50 m löng. Talinn er hann frá seinni hluta miðalda. Þykkvabæjarklaustur er kirkjustaður sveitarinnar. Þar var munkaklaustur í kaþólsk- um sið, stofnað árið 1168. Fyrstur ábóta þar var Þorlákur Þórhallsson, síðar biskup í Skálholti og kallaður hinn helgi. Hann var eftir dauða sinn talinn heilagur maður og var helgi hans mikil hérlendis, jafnvel einnig í nálægum lönd- um án þess að hann væri tek- inn í heilagra manna tölu. Honum eru helgaðir tveir messudagar á ári, kallaðar Þor- láksmessur. Munkur í Þykkvabæjar- klaustri var Eysteinn Ásgríms- son, sem uppi var á 14. öld. Hann orti Lilju sem sumir bók- menntafræðingar hafa kallað „eitt göfugasta helgikvæði sem ort hefur verið á gjörvöllum miðöldum". Það hefur verið gefið út í nær 30 útgáfum á ýmsum tungumálum. Þorsteinn sýslumaður Magn- ússon (um 1570-1655) bjó á Þykkvabæjarklaustri. Hann samdi lýsingu á Kötluhlaupinu 1625 og hefur hún verið prent- uð. Er sagt að í því hlaupi hafi vatnsflóð og ísrek umkringt Þykkvabæjarklaustur og hjá- leigurnar en fólk flúði upp á háan hól og hafðist þar við á meðan mestu hamfarirnar dundu yfir. „Síðan komu dun- ur yfir allt með eldgangi, brak- an og brestum, sem loft allt myndi springa og húsin hrapa. Varð aldrei svo langt hlé að drekka mætti þorstadrykk, en eldflug svo mikil umhverfis mennina, að svo var að sjá sem allir væru í loga einum." Kirkja sú sem nú stendur á Þykkvabæjarklaustri er snotur, lítil timburkirkja, reist árið 1864. (Greinin er byggó á köflum um Álftaver og Þykkva- bæjarklaustur í ritsafninu, Landið þitt ísland (Örn og Örlygur 1984) - og Árbók Ferðafélags íslands 1935 (ein málsgrein). Er nánast orðrétt tekið úr bókunum) Æskan 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.