Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 30

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 30
Barnabókaverðlm og vióurkennintjar Nýlega voru nokkrum höfundum og þýð- anda veitt verðlaun fyrir handrit og bækur - eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Æskan hefur oftast getið þessara verðlauna sem vert er. Iðunn Steinsdóttir varð sigurvegari í sagna- keppni Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka 1991. Saga hennar, Gegnum þyrnigeróið, kom út 17. apríl, sama dag og verðlaunin voru afhent. Að þessu sinni bárust liðlega þrjátíu hand- rit í samkeppnina. Iðunn Steinsdóttir er fyrsti verðlaunahafinn sem þegar er viðurkenndur höfundur. í öll hin skiptin hafa verðlaunin fallið í skaut höfunda sem ekki höfðu áður komið við sögu á bókamarkaði. í fréttatilkynningu um afhendingu verðlaunanna er efni sögunnnar kynnt: „Gegnum þyrnigerðið er nýstárlegt ævin- týri sem gerist fyrir langa löngu en lesandinn sér brátt að atburðirnir eiga sér hliðstöðu í samtíð okkar. Hvað var á seyði í dalnum góða þar sem allir höfðu búið í sátt og sam- lyndi? Einn vorbjartan dag kom illmennið Ó- þyrmir til sögunnar. Með kynngimögnuðu þyrnigerði skipti hann dalnum í Austurdal og Vesturdal. Fólkið þráði að þyrnigerðið félli og dalbúar sameinuðust á ný - og dag einn fóru óvæntir atburðir að gerast." A bókarkápu segir að Gegnum þyrnigerðið sé barna- og unglingabók í hæasta gæða- flokki, skemmtileg aflestrar og spennandi í senn. Á undan Iðunni Steinsdóttur hafa eftirtaldir hlotið verðlaunin: 1986 Guðmundur Ólafsson (Emil og Skundi) 1987 Kristín Steinsdóttir (Franskbrauð með sultu) 1988 Kristín Loftsdóttir (Fugl í búri) 1989 Heiður Baldursdóttir (Álagadalurinn) 1990 Karl Helgason (í pokahorninu) Skólamálaráð Reykjavíkur veitti nýlega verðlaun fyrir bestu frumsömdu barnabókina 1990 að mati nefndar ráðsins. Þorgrímur Þrá- insson hlaut þau fyrir bókina, Tár, bros og takka- skór. Hún er framhald fyrstu bókar Þorgríms, Með fiðring í tánum, en hún kom út 1989. Á bókarkápu er þessi lýsing á söguþræði: „Kiddi er fjórtán ára og það er Tryggvi, besti vinur hans, líka. Líf þeirra snýst um það að skara fram úr í fótbolta en áhuginn á stelp- um er líka til staðar. Strákarnir kynnast Skapta í skólanum en hann er sonur uppfinninga- manns og lumar alltaf á einhverjum tækni- brellum. Þegar Sóley, vinkona Kidda, flytur út á land verður hann hrifinn af bekkjarsystur sinni, henni Agnesi. í skíðaferðalaginu gerast dularfullir atburðir og þegar Kiddi og Agnes ákveða að byrja saman dynur ógæfan yfir. Slysið hefur mikil áhrif á Kidda. Hann fyllist sektarkennd og missir áhugann á fótbolta. En hvað gerist svo? Verður hann valinn ílands- liðshópinn? Lifir Agnes slysið af? Hvað gerir Kiddi þegar hann stendur augliti til auglitis við manninn sem var búinn að valda honum svo miklum þjáningum? Kemur Sóley aftur suður?" í umsögn dómnefndar segir að þetta sé bráðskemmtileg unglingasaga, sögð á fjörleg- an hátt og af innsæi höfundar í hugarheim unglinga. Tungutak unglinganna sé kunnug- legt, kímnin alltaf á næsta leiti og umfram allt birti hún jákvæð lífsviðhorf. Þýðingarverðlaun skólamálaráðsins hlaut Sigrún Árnadóttir. Rök dómnefndar voru þau að hún hefði snúið mörgum bókum á fallega íslensku, bókum sem glatt hafa marga unga lesendur. Þýðingarnar, sem liggja til grund- vallar verðlaununum, eru Börnin í Óláta- garði eftir Astrid Lindgren og bækur um Einar Áskel eftirGunillu Bergström. °g TAKKASKÖR DORGRiMUR DRAINSSON \Vs:ÆL Á árlegum sumarfagnaði íslenska barna- bókaráðsins, sem haldinn var á sumardaginn fyrsta, voru veittar viðurkenningar fyrir fram- lag til barnamenningar á árinu 1990. Þær hlutu Anna Cynthia Leplar fyrir teikningar í Ljóðsprota, Jóhanna Á. Steingrímsdóttir fyrir Ijóðabókina Barnagælur, Andrés Indriðason fyrir ritstörf í þágu barna og unglinga - og leikhópur Þjóðleikhússins fyrir sýningar á -íæturgalanum í skólum. í leikhópnum eru Helga Jónsdóttir, Jón Gunnarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Þórhallur Sigurðsson og Arna Kristín Einarsdóttir. Æskan óskar þeim sem verðlaun og viðurkenningar hafa hlotið til hamingfu. 30 Æ.slcan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.