Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 44

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 44
ári eldri en Björn. Friðrik er á ellefta ári. Hann leik- ur lífvörð í sýningunni. Hann er fæddur í Reykjavík en fluttist sex mánaða til Raufarhafnar. Hann segist eiga eitt gæludýr, köttinn Tinnu sem er að verða tveggja ára. „Já, hún er ágæt. Hún er þrifleg með sig." - Leggst hún nokkuð á flakk? „Stundum. Einu sinni var hún fjóra daga í burtu. - Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Hún kemur alltaf aftur." - Eiga margir krakkar á Raufar- höfn ketti? „Þó nokkrir. Flestir kettirnir eru hér í götunni." - Hefur þú verið í sveit? „Já, hjá afa og ömmu. Þar fer ég oft á hestbak." Garðar er átta ára. Hann á fimm systkini. Þau eru öli eidri en hann. Jón er ellefu ára, tvíburarnir Ægir og Þór fimmtán ára, Ragnar átján og Kristín nítján ára. „Já, við eigum kött. Það er reynd- ar kettlingur, Aðalheiður heitir hún. Við fengum hana fyrir fjórum dögum. Við eigum líka fjóra hamstra. Þeir eru í búri. - Nei, Að- alheiður er ekkert að stríða þeim. Hún er venjulega í öðru herbergi." - Hefur þú farið út á sjó? „Já, ég hef farið með pabba á litl- um báti." Kötturinn Gosi Sigursteinn Agnarsson er níu ára. Á myndinni með honum er falleg- ur, hvítur köttur ... „Já, ég á hann. Hann heitir Gosi. Við fengum Jíka lítinn kettling í gær en ætlum að skila honum. Þeir eiga ekki vel saman. Það getur endað með því að Gosi ráðist á kettlinginn og meiði hann." - Áttu fleiri gæludýr? „Nei, ekki núna. Við áttum stór- an páfagauk, Ransý. Hún er dáin." - Hefur þú verið í sveit? „Ég hef oft farið til afa og ömmu í Galtarvík, nálægt Akranesi. - Nei, þar eru engin dýr núna. En þau áttu mörg dýr." Fjórir strákar voru á fleka á Kot- tjörn. Ari Jónsson, Elmar Sveins- son og tvíburarnir Skafti og Björn Hansmar. Ari og Elmar smíðuðu hann en annan fieka smíðuðu þeir allir saman. Þeir segjast oft leika sér á fleka á tjörninni og ýta hon- um áfram með stöngum enda sé hún grunn. í leikritinu fóru Elmar, Skafti og Björn með hlutverk lífvarða en Ari lélc Hans - úr ævintýrinu um Hans og Grétu. Ari er níu ára. Hann er fæddur í Reykjavík en fluttist eins árs til Raufarhafnar með foreldrum sín- um. Sumir árgangar eru afar fámennir á Raufarhöfn. í bekknum hans Ara eru einungis fjórir krakkar. - Við hvað leikið þið strákarnir ykkur helst? „Við erum oft á fleka og hjólum líka um." - Átt þú systkini? „Ég á þrjár systur. Lóa er sjö ára, Sunna eins árs og íris er eiginlega nýfædd." - Gætir þú litlu systra þinna? „Já, stundum." - Hvernig gengur þér að ráða við þær? „Bara ágætlega. Þær eru stund- um þægar og stundum óþægar." Elmar Sveinsson er á tíunda ári. Hann hefur átt heima á Raufarhöfn í tvö ár en áður á Akureyri. Hann segir að það sé gjörólíkt að eiga heima á þessum tveimur stöðum en honum líki vel á Raufarhöfn. - Við hvað leikið þið ykkur helst á veturna? „Við förum á skauta á Kottjörn og skíði í brekkum skammt frá þorpinu." - Er nokkur skíðalyfta þar? „Nei, því miður. Við göngum bara upp." - Hefur þú farið á sjó? „Ég fór einu sinni með manni sem heitir Guðmundur. Hann á litla trillu og var að leggja út. Pabbi var líka með." Tvíburarnir Björn og Skafti eru eliefu ára. - Eruð þið svo líkir að fólk þekki ykkur ekkií sundur? „Sumum finnst við mjög líkir en aðrir segja að við séum ekki líkir." - Hafið þið reynt að gabba fólk? „Við plötuðum einu sinni Línu, kennarann okkar. Við skiptum um sæti. - Nei, nei, hún varð ekkert reið. Hún hló bara." - Hafið þið átt heima á Raufar- höfn lengi? „Nei, bara í vetur. Við höfum átt lreima í Reykjavík, Kefiavík, Stykkishólmi og Danmörku. Pabbi okkar er danskur." Myndir: Odd Stefán Texti: KH Rósa Ösp Þórbardóttir er oð verda fjögurra ára. 4-8 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.