Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 17

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 17
Safnaraklúbbur Hæ, Æskupóstur! Ég hef í hyggju að stofna safnaraklúbb. Lesendur Æskunnar og aðrir mega senda efni til blaðs klúbbs- ins. Það mun koma út í janúar ogjúlí (þá mánuði sem Æskan kemur ekki út). Við birtum öll bréf. Blaðið kostar 150 krónur - þó ekki nema 100 krónur ef það er sótt til mín. Út- gáfudagar verða 5. janúar og 5. júlí. Sæþór Helgi Jensson, Hvassaleiti 8, 103 Reykjavík. Nokkrar skrýtlur Liðþjálfinn æpti til nýlið- anna: „Fleygið ykkui á grúfu, kálhausar. “ Allir nema einn fleygðu sér niður. „Strax!" æpti liðþjálfinn. Þá sagði sá sem uppi stóð: „Skelfing eru margir kál- hausar hérna! “ Áskrifandi sendi. Maður nokkur í grútskítugum fötum kom inn í lest og sett- ist milli tveggja fínna frúa. Hann spurði aðra þeirra hvort hún ætti þúsund krónur fyrir farinu. Hún neitaði því og sneri upp á sig. Þá spurði hann hina sömu spurningar og hún brást eins við. Þegar lestarvörðurinn kom til að innheimta fargjaldið rétti maðurinn fram þrjú þús- und krónur og sagði: „Eg verð víst að borga fyrir þessar konur því að þær eiga ekki fyrir farinu!" Sendandi: Tinna. Arnar kallar Þorgerði og Brynju Kæra Æska! Ég hef týnt heimil- isföngum pennavin- kvenna minna, Þor- geröar og Brynju. Ég vona aö þær lesi þetta og skrifi mér. Arnar Pétursson, Breidvangi, 720 Borgarfirði eystra. Um hesta og hesta- mennsku Kæra Æskal Við erum þrjú í Hólminum og erum öll með „hestadellu". Við vilj- um þakka fyrir viðtalið við Rúnu Einars í fyrra. Á landsmóti hesta- manna í fyrra urðu Unn Kroghen og Kraki íslandsmeistarar í tölti og fjórgangi og íslenskri tvíkeppni. Kraki er erfiður hestur og árangur Unnar er frábær. Því fylgið þið við- talinu við Rúnu ekki eftir og talið við Unni? Okkur finnst Kraki og Dlmma stórkostlegir hestar og Rúna og Unn eru frábærir knapar. Þær eru til fyrirmyndar um snyrtimennsku og góða og fallega ásetu. Þið mættuð lika tala við krakka sem eru í hestamennsku. Þrjú með hestadellu. Meira um hesta Kæri Æskupóstur! Þökk fyrir frábært blað! Ég vildi gjarna fá fleiri vegg- myndir af frægum hestum, t.d. Muna frá Ketilsstööum og Sokka frá Kolkuósi. Ég þákka kærlega fyr- ir viðtalið við Rúnu og veggmynd- ina af þeim Dimmu. Þið mættuð taka fleiri slík viðtöl. Mig langar til að koma þvi á framfæri að mér finnst þrautirnar einum of léttar. Það mætti lika birta nokkuö þungar krossgátur. Björg G. Enn um hesta! Kæri Æskupóstur! Ég ætla að byrja á því aö þakka fyrir viðtalið við Rúnu Einarsdótt- ur. En heitir hún Guðrún eða Rúna Guörún eöa bara Rúna Einarsdóttir? Mér fannst veggmyndin af Rúnu og Dimmu mjög góð. Ég setti hana auðvitað upp á vegg i herberginu mínu. En ég er ekki sátt við aö þið þýö- ið erlend nöfn. Þætti ykkur ekki asnalegt ef þið væruð spurðir: „Hafiö þið heyrt I Nýju krökkunum í hverfinu?“ Mér finnst það. Ég vil nefna rétta nafniö, New Kids on the Block. Mig langar líka til að biðja ykkur að sleppa auglýsingum og fjalla í staðinn um hestamennsku eöa ein- hverja aðra íþrótt? Ein mótfallin. Svör: Vonandi líkar ykkur þaó sem birtist um Unni og Kraka - og myndin af þeim. Við fjöllum aftur um hestamennsku sfðar. Við skulum taka beiðni um krossgátur til athugunar. Meðan við birtum „venju- legar" krossgátur fengum við fáar lausnir. Þess vegna var því hætt. Guðrún heitir hún en er jafnan kölluð Rúna. Okkur þykir ekki asnalegt að nota ís- lenskt heiti á þessari hljómsveit. Hins veg- ar ritum við nafn hennar líka iðulega á frummálinu. Við ítrekum það sem áður hefur verið sagt: Vió þýóum stundum nöfn hljóm- sveita og íslenskum gjarna erlend nöfn sem eiga sér hliðstæðu í tungu okkar - einkum ef þau eru endurtekin margsinnis í textanum. Auglýsingar eru ekki margar i hverju tölublaði. Við eigum ekki auðvelt með að sleppa þeim alveg. ftskan 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.