Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 55

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 55
Annars ættir þú að reyna að festast ekki í umhugsun um brjóstin. Þetta getur orðið hálf- gerð þráhyggja hjá sumum stelpum og er í flestum tilfellum alveg ástæðulaust. Reyndu að muna eftir öllu því sem þú ert ánægó með vió líkama þinn og einblína ekki á það eina sem þú ert miður ánægð yfir. Það eru aðrir þættir sem strákurinn hefur laðast að hjá þér t.d. persónugerð þín. Brjóstin eru áreiðanlega ekki aðalatriðið í því máli. Þú talar örlítið í þá átt að lík- ami þinn sé eins og vara á boðstólum fyrir strákinn til að skoða. Þannig á þaó ekki að vera. Snerting og strokur í sam- skiptum kynjanna koma inn í eðlilegu samhengi við tilfinn- ingar og tjáningu. Þar ríkir viss gagnkvæmni þar sem báðir aó- ilar eru virkir. En það er ekki annar sem fær að „káfa á" hin- um eins og þú talar um í bréf- inu. Veltu þessu fyrir þér í ró- legheitum. Skriftin er snyrtileg og ber vott um ákveðni. Of ungur til að elska??? Kœra Nannal Ég er hrifinn af stelpu en ég er ekki nema 12 ára og hún er 13 ára. Ég er svo hrifinn af henni aö ég sé ekki sólina fyrir henni! Ég geymi mynd af henni undir koddanum mínum. Er ég of ungur til aö elska svona? Ég hef reynt aö hætta en ég get ekki hætt aö hugsa um hana. En ég er ekki byijaöur aö vera meö henni. Ég vona aö þú getir gefiö mér góö ráö. xxxxxx Svar: Þessi stelpa hefur greinilega heillað þig. Það er ekkert óal- gengt að hrifning geti orðið mjög sterk og yfirþyrmandi. Sérstaklega getur þaó átt við ef þú ert skotinn í fyrsta skipti. Aldur er afstæður í þessu sam- bandi. Eftir því sem aldurinn er lægri þeim mun óreyndara er fólk og þá oft auðsæranlegra. Þá getur raunveruleikinn stund- um virst kaldur og hrjúfur ef allt gengur ekki að óskum. Það er þá sem margir krakkar tala um að veröldin hrynji. Þú skalt gefa þér góðan tíma til þess að átta þig á tilfinningum þínum. Það er ekkert óalgengt að ástarbál kólni. Það er ekki held- ur nauðsynlegt „að vera með" einhverjum þó að um hrifningu sé að ræða. Reyndu að njóta þess að finna þær tilfinningar sem bærast með þér. Tíminn mun svo leiða í Ijós hve traustar þær eru. Nú er þessi stelpa ári eldri en þú. Það getur haft vissa erfið- leika í för með sér. Hér á ég við að oft líta stelpurnar frekar í átt til stráka sem eru eldri en þær. Þaó getur verió gott fyrir þig að hafa þetta í huga og vera undir það búinn að eitthvað í þessa áttina komi upp ef þið kynnist nánar. Fjölskyldu- erfiðleikar - Barnaathvarf Hæ, hæ Æska! Ég hef skrifaö áöur en ekki veriö svaraö. Þannig er aö pabbi minn er fylli- bytta. Mamma hefur tvisvar fariö frá honum en hann hefur neitaö aö láta hana fá litlu systur mína. Þetta gerist alltaf á nótt- unni. Ég hef miklar á- hyggjur af þessu. Pabbi er fullur alla vikuna og mamma grætur oft. Ég hef oft hugsaö um aö flytja aö heiman en ég veit ekki hvert ég á aö fara. Pabbi og mamma rífast oft. Það endar meö áflog- um. Hvar er barnaathvarfiö? Á ég að tala viö þau þar um þetta? Aumingja ég. Svar: Þaó virðast vera mikil fjöl- skylduvandamál á heimilinu hjá þér. Það er til barnaathvarf og getur þú snúió þér þangað. Þar starfar fólk sem getur tekið á málum og aðstoðað börnin. Hér á ég við Rauða Kross húsið, Tjarnargötu 35. Síminn þar er 622266 og þar er opið allan sólarhringinn. Sælgætið freistar. Kæri Æskuvandi! Vandamál mitt er aö mér finnst ég vera of feit og meö of digur læri. Ég er búin aö reyna aö boröa lít- iö sælgæti en ávexti í staö- inn. Hvaö á ég aö gera? Hitt vandamáliö er aö ég er meö hár í handakrikun- um og mig langar aö losna viö þaö. Er hægt aö kaupa krem? Ef svo er viltu þá segja mér frá einhverri gerö sem er ekki sársauka- full? Geröu þaö! Ef maður kaupir krem og notar þaö kemur háriö þá aftur og er þaö þá grófara og lengra en þaö var áður? Hjálpaðu mér! Svar: Þú ert nú greinilega á réttri braut hvað sælgætið og ávext- ina snertir. Sælgæti er fitandi en ávextir hollir og minna fit- andi. Þetta veist þú mæta vel. Reyndu að halda þig við þessar staðreyndir og sleppa sætind- um. Einnig þarf að koma til hreyfing og líkamsrækt. Sund er mjög gott, einnig göngur og skokk. í líkamsrækt er hægt að leggja áherslu á vissa líkams- hluta til þess að laga sérstaka, viðkvæma staði. Hárvöxtur í handarkrikum er eðlilegur þegar kynþroskinn fer að gera vart við sig. Það er hægt að fjarlægja hárin með háreyðandi kremi eða raka þau. Ég vil ekki benda þér á ákveðið krem en það er gott að kaupa slíkt í apóteki og biðja þá um ofnæmisprófað krem. Það er mildast. Hárið vex síðan aftur en það verður ekki grófara eða lengra. Til þess að losna við það þarf því að endurtaka meðferðina. Hjá þeim sem fjarlægja hár úr handarkrikum verður þetta með tímanum lióur í eðlilegri umhirðu líkamans. Ég vil benda þér á að ræða við mömmu þína um þetta mál eða einhvern annan fullorðinn sem þú treystir. Það er svo margt einstaklingsbundið f slík- um málum og gott að geta rætt við fólk í fjölskyldunni sem hef- ur reynslu að byggja á. Meó kærri kveðju fl/anna /Coibrm Æskan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.