Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 16

Æskan - 01.05.1991, Blaðsíða 16
Krakkarnir í Söngvaseið Kæra Æska! Þökk fyrir mjög gott blað. Það yrði samt enn þá betra ef þið tækjuð viðtal við krakkana sem leika í Söngvaseiði. Þið mættuð líka birta veggmynd af þeim og láta límmiða fylgja Æskunni. Leikh ússj úklin gur. Svar: Veggmynd fékkstu með 4. tbl. Æskunnar - viðtalið núna. Landaþóttur Kæra Æska! Ég á heima í Bandaríkj- unum. Hvernig litist ykkur á að hafa þátt um lönd? Það mætti vera fróðleiks- þáttur eins og Dýrin okk- ar. Getið þið sagt mér hvort rapp (nokkurs konar tal- söngur) er vinsælt á ís- landi? Af. C. Hammer. Svar: Þetta er athyglisverð tillaga. Væntanlega verður þess ekki langt að bíða að „landaþáttur" hefji göngu sína. Raunar höfum við fengið annað bréf með sömu tillögu, frá „Löndu". Rapp er all-vinsælt hér á landi og hinn raunverulegi M. C. Hammer því einnig! Júlíus i Rokklingum Kæra Æska! Fyrst viljum við þakka frábært blað. Við erum þrjár stelpur úr Kópavogi. Gættun við fengið heimilis- fangið hjá Júliusi Daníels- syni í Rokklingunum svo aö við getum skrifast á við hann. Rip, Rap og Rup. Svar: Reynið að senda bréf merkt Júlíusi til skrifstofu Rokkling- anna, Skeifunni 19, 108 Reykja- vík. Leikarakynning Hæ! Gætuð þið kynnt leikar- ann Steve Martin í þætti eins og þið birtuð einhvern tíma um Tom Hanks? Ég hef mikið dálæti á honum og yrði mjög ánægð ef þiö gætuð gert þetta fyrir mig. Ég þakka líka fyrir góð- an þátt, í mörgum mynd- um. Ég. Svar: Mun athugað. Lögfræði Kæra Æska! Getið þið gefið mér upp- lýsingar um lögfræðinám? Hve langur er námstím- inn? Er námið erfitt? Þökk fyrir mjög gott blað en mér finnst að meira mætti vera í því fyrir ung- linga en nú er. Andrea. Svar: Lögfræði er kennd við Há- skóla Islands. Stúdentspróf er skilyrði fyrir innritun. Námið tekur fimm ár ef því er sinnt af samviskusemi. Líklega telst það í meðallagi erfitt ef það er bor- ið saman við nám í öðrum há- skólagreinum. Fjórar veggmyndir í hverju blaði Hæ, Æskupóstur! Ég þakka fyrir gott blað. Mér finnst að það ættu að vera fjórar veggmyndir í hverju blaði. Svo vil ég kvarta yfir því að i 2. tbl. var sagt að fjallað yrði um Wew Kids í 3. tbl. en þar var hvergi minnst á hljóm- sveitina. í 3. tbl. var sagt að limmiði með mynd af strákunum fylgdi blaðinu en hann var ekki með. Gætuð þið bætt á óska- listann hjá ykkur vegg- myndum með New Kids og Roxette? Gamall áskrifandi. Svar: Við biðjum velvirðingar á misritun. Dálítið var sagt frá Nýju krökkunum í 4. tbl. og nú hafa aðdáendur límmiða í höndum. Við birtum veggmynd af hljómsveitinni í fyrra - um leið og hún varð vinsæl hér á landi. Önnur kann að verða birt síðar. 1 6 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.