Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1991, Síða 16

Æskan - 01.05.1991, Síða 16
Krakkarnir í Söngvaseið Kæra Æska! Þökk fyrir mjög gott blað. Það yrði samt enn þá betra ef þið tækjuð viðtal við krakkana sem leika í Söngvaseiði. Þið mættuð líka birta veggmynd af þeim og láta límmiða fylgja Æskunni. Leikh ússj úklin gur. Svar: Veggmynd fékkstu með 4. tbl. Æskunnar - viðtalið núna. Landaþóttur Kæra Æska! Ég á heima í Bandaríkj- unum. Hvernig litist ykkur á að hafa þátt um lönd? Það mætti vera fróðleiks- þáttur eins og Dýrin okk- ar. Getið þið sagt mér hvort rapp (nokkurs konar tal- söngur) er vinsælt á ís- landi? Af. C. Hammer. Svar: Þetta er athyglisverð tillaga. Væntanlega verður þess ekki langt að bíða að „landaþáttur" hefji göngu sína. Raunar höfum við fengið annað bréf með sömu tillögu, frá „Löndu". Rapp er all-vinsælt hér á landi og hinn raunverulegi M. C. Hammer því einnig! Júlíus i Rokklingum Kæra Æska! Fyrst viljum við þakka frábært blað. Við erum þrjár stelpur úr Kópavogi. Gættun við fengið heimilis- fangið hjá Júliusi Daníels- syni í Rokklingunum svo aö við getum skrifast á við hann. Rip, Rap og Rup. Svar: Reynið að senda bréf merkt Júlíusi til skrifstofu Rokkling- anna, Skeifunni 19, 108 Reykja- vík. Leikarakynning Hæ! Gætuð þið kynnt leikar- ann Steve Martin í þætti eins og þið birtuð einhvern tíma um Tom Hanks? Ég hef mikið dálæti á honum og yrði mjög ánægð ef þiö gætuð gert þetta fyrir mig. Ég þakka líka fyrir góð- an þátt, í mörgum mynd- um. Ég. Svar: Mun athugað. Lögfræði Kæra Æska! Getið þið gefið mér upp- lýsingar um lögfræðinám? Hve langur er námstím- inn? Er námið erfitt? Þökk fyrir mjög gott blað en mér finnst að meira mætti vera í því fyrir ung- linga en nú er. Andrea. Svar: Lögfræði er kennd við Há- skóla Islands. Stúdentspróf er skilyrði fyrir innritun. Námið tekur fimm ár ef því er sinnt af samviskusemi. Líklega telst það í meðallagi erfitt ef það er bor- ið saman við nám í öðrum há- skólagreinum. Fjórar veggmyndir í hverju blaði Hæ, Æskupóstur! Ég þakka fyrir gott blað. Mér finnst að það ættu að vera fjórar veggmyndir í hverju blaði. Svo vil ég kvarta yfir því að i 2. tbl. var sagt að fjallað yrði um Wew Kids í 3. tbl. en þar var hvergi minnst á hljóm- sveitina. í 3. tbl. var sagt að limmiði með mynd af strákunum fylgdi blaðinu en hann var ekki með. Gætuð þið bætt á óska- listann hjá ykkur vegg- myndum með New Kids og Roxette? Gamall áskrifandi. Svar: Við biðjum velvirðingar á misritun. Dálítið var sagt frá Nýju krökkunum í 4. tbl. og nú hafa aðdáendur límmiða í höndum. Við birtum veggmynd af hljómsveitinni í fyrra - um leið og hún varð vinsæl hér á landi. Önnur kann að verða birt síðar. 1 6 Æskan

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.