Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1991, Page 30

Æskan - 01.05.1991, Page 30
Barnabókaverðlm og vióurkennintjar Nýlega voru nokkrum höfundum og þýð- anda veitt verðlaun fyrir handrit og bækur - eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Æskan hefur oftast getið þessara verðlauna sem vert er. Iðunn Steinsdóttir varð sigurvegari í sagna- keppni Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka 1991. Saga hennar, Gegnum þyrnigeróið, kom út 17. apríl, sama dag og verðlaunin voru afhent. Að þessu sinni bárust liðlega þrjátíu hand- rit í samkeppnina. Iðunn Steinsdóttir er fyrsti verðlaunahafinn sem þegar er viðurkenndur höfundur. í öll hin skiptin hafa verðlaunin fallið í skaut höfunda sem ekki höfðu áður komið við sögu á bókamarkaði. í fréttatilkynningu um afhendingu verðlaunanna er efni sögunnnar kynnt: „Gegnum þyrnigerðið er nýstárlegt ævin- týri sem gerist fyrir langa löngu en lesandinn sér brátt að atburðirnir eiga sér hliðstöðu í samtíð okkar. Hvað var á seyði í dalnum góða þar sem allir höfðu búið í sátt og sam- lyndi? Einn vorbjartan dag kom illmennið Ó- þyrmir til sögunnar. Með kynngimögnuðu þyrnigerði skipti hann dalnum í Austurdal og Vesturdal. Fólkið þráði að þyrnigerðið félli og dalbúar sameinuðust á ný - og dag einn fóru óvæntir atburðir að gerast." A bókarkápu segir að Gegnum þyrnigerðið sé barna- og unglingabók í hæasta gæða- flokki, skemmtileg aflestrar og spennandi í senn. Á undan Iðunni Steinsdóttur hafa eftirtaldir hlotið verðlaunin: 1986 Guðmundur Ólafsson (Emil og Skundi) 1987 Kristín Steinsdóttir (Franskbrauð með sultu) 1988 Kristín Loftsdóttir (Fugl í búri) 1989 Heiður Baldursdóttir (Álagadalurinn) 1990 Karl Helgason (í pokahorninu) Skólamálaráð Reykjavíkur veitti nýlega verðlaun fyrir bestu frumsömdu barnabókina 1990 að mati nefndar ráðsins. Þorgrímur Þrá- insson hlaut þau fyrir bókina, Tár, bros og takka- skór. Hún er framhald fyrstu bókar Þorgríms, Með fiðring í tánum, en hún kom út 1989. Á bókarkápu er þessi lýsing á söguþræði: „Kiddi er fjórtán ára og það er Tryggvi, besti vinur hans, líka. Líf þeirra snýst um það að skara fram úr í fótbolta en áhuginn á stelp- um er líka til staðar. Strákarnir kynnast Skapta í skólanum en hann er sonur uppfinninga- manns og lumar alltaf á einhverjum tækni- brellum. Þegar Sóley, vinkona Kidda, flytur út á land verður hann hrifinn af bekkjarsystur sinni, henni Agnesi. í skíðaferðalaginu gerast dularfullir atburðir og þegar Kiddi og Agnes ákveða að byrja saman dynur ógæfan yfir. Slysið hefur mikil áhrif á Kidda. Hann fyllist sektarkennd og missir áhugann á fótbolta. En hvað gerist svo? Verður hann valinn ílands- liðshópinn? Lifir Agnes slysið af? Hvað gerir Kiddi þegar hann stendur augliti til auglitis við manninn sem var búinn að valda honum svo miklum þjáningum? Kemur Sóley aftur suður?" í umsögn dómnefndar segir að þetta sé bráðskemmtileg unglingasaga, sögð á fjörleg- an hátt og af innsæi höfundar í hugarheim unglinga. Tungutak unglinganna sé kunnug- legt, kímnin alltaf á næsta leiti og umfram allt birti hún jákvæð lífsviðhorf. Þýðingarverðlaun skólamálaráðsins hlaut Sigrún Árnadóttir. Rök dómnefndar voru þau að hún hefði snúið mörgum bókum á fallega íslensku, bókum sem glatt hafa marga unga lesendur. Þýðingarnar, sem liggja til grund- vallar verðlaununum, eru Börnin í Óláta- garði eftir Astrid Lindgren og bækur um Einar Áskel eftirGunillu Bergström. °g TAKKASKÖR DORGRiMUR DRAINSSON \Vs:ÆL Á árlegum sumarfagnaði íslenska barna- bókaráðsins, sem haldinn var á sumardaginn fyrsta, voru veittar viðurkenningar fyrir fram- lag til barnamenningar á árinu 1990. Þær hlutu Anna Cynthia Leplar fyrir teikningar í Ljóðsprota, Jóhanna Á. Steingrímsdóttir fyrir Ijóðabókina Barnagælur, Andrés Indriðason fyrir ritstörf í þágu barna og unglinga - og leikhópur Þjóðleikhússins fyrir sýningar á -íæturgalanum í skólum. í leikhópnum eru Helga Jónsdóttir, Jón Gunnarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Þórhallur Sigurðsson og Arna Kristín Einarsdóttir. Æskan óskar þeim sem verðlaun og viðurkenningar hafa hlotið til hamingfu. 30 Æ.slcan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.