Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1992, Page 4

Æskan - 01.05.1992, Page 4
I/ið lukkuhjólið - Sigrún Nanna, Gísela, Birgir Már og Sigmundur Friðgeir. ■ annt þú lagið sem Stuðmenn sungu umtívolí? Ef til vill hefur það rifjast upp fyrir þér þegar þú last fyrirsögn- ina. Stuðmenn voru að minnast skemmtilegra stunda í „Gamla tívolí- inu“ í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eflaust rifja flestir lesendur Æsk- unnar upp glens og grín ÍTÍvolíinu í Hveragerði þegar þeir verða fullorðn- ir. Jafnvel með söng og hljóð- faeraslætti! Við erum svo heppin að áræðnir menn hófu rekstur tívolís fyrir nokkrum árum og reistu hús yfir skemmtitækin. Þar getur því öll fjöl- skyldan unað sér vel hvernig sem viðrar. Að sínu leyti má segja að alltaf sé sól í tívolí! Þeytirinn - á hraðri liringterð! Og þvílík óp og köll! TÍVOLÍ-SKEMMTUN var meðal vinninga í getraunum í 4. tbl. Æskunnar. Nöfn tíu vinnings- hafa verða að venju ekki birt fyrr en í 6. tbl. en þeir hafa fengið að vita um heppni sína þegar þetta tölublað berst áskrifendum. BREYTT OG BÆTT Að undanförnu hefur ýmsu ver- ið breytt til betri vegar í tívolíinu „okkar“. Ný tæki hafa verið sett upþ, sþeglasalurinn endurbættur, hryll- ingsbúð opnuð. Hveraportið, sölu- markaður fyrir notað og nýtt, verð- ur starfrækt alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst. Komið hefur verið fyr- ir nýjum tegundum af sígrænum trjá- gróðri og blóm hengd upp víða í húsinu. Veitingaþjónusta hefur ver- ið aukin og áhersla verður lögð á að halda húsinu hreinu og snyrtilegu - að sjálfsögðu með liðveislu góðra gesta. FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Tívolí hafa ætíð verið skemmti- staðir fjölskyldunnar. Foreldrar hafa gaman af að fylgjast með börnum sínum - og bregða sér í tækin með þeim. Nú gefst þeim líka kostur á að versla í Hveraþortinu meðan börn- in hamast - eða að tylla sér á veit- TÍVOLÍ TÍVOLÍ TÍVOLÍ TÍVOLÍ í-í i IVIynclir: Odd Stefán. 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.