Æskan - 01.05.1992, Page 11
ur en hún verður í nóvember svo að
ég fer utan einhvern tíma í október.“
TALAR SJÖ
TUNGUMÁL
María Rún var
ekki einungis valin
fegurðardrottning íslands heldur
einnig Ijósmyndafyrirsæta ársins og
það kemur sennilega engum á óvart
þar sem hún hefur unnið við fyrir-
sætustörf á Ítalíu í þrjú sumur. Ég
spurði hana nánar um þetta, meðal
annars hvernig fyrirsætuferillinn byrj-
aði:
„Árið eftir að ég tók þátt í Elite-
keppninni var ég áhorfandi á keppn-
inni og þar var eigandinn að velja
sigurvegarann. Hann sá mig þar og
bauð mér samning. Ég fór það sum-
ar til Þýskalands og vann þar við fyr-
irsætustörf. Um haustið fór ég svo til
Mílanó og fékk annan samning þar.
Svona þróast þetta. Maður fær
samninga með því að vera þarna og
hitta fólk.“
- Var þá algjör tilviljun að þú
varst beðin um samning?
„Já, það var algjör tilviljun að ég
var þarna og að eigandinn valdi mig
úr áhorfendahópnum. Hann var
þarna einungis til að velja sigurveg-
ara kvöldsins, ekki til að velja ein-
hverja aðra og bjóða þeim samning!
Þetta kom mér mjög á óvart.“
- Hvar dvelstu þegar þú ert að
vinna á Ítalíu?
„Það er misjafnt. Annað hvort er
ég á hótelum eða ég leigi íbúð. Elite-
skrifstofan sér manni fyrir húsnæði
en maður verður að borga allt sjálfur."
- Hvað er vinnudagurinn lang-
ur?
„Maður vinnur ekki alla daga. Það
fara nokkrir dagar í að leita sér að
vinnu. Þá gengur maður á milli skrif-
stofa til að sýna sig. Þar ræðst hvort
maður fær vinnu eða ekki. Þegar
maður hefur fengið vinnu er vinnu-
dagurinn átta klukkutímar. Þá daga,
sem maður er að leita sér að vinnu,
er maðurfrá klukkan níu á morgnana
til sex að kvöldi að ganga á milli
skrifstofa."
- Ætlarðu að leggja fyrirsætu-
störf fyrir þig?
„Já, að minnsta kosti næsta árið.
Svo ætla ég að halda áfram að læra.
Ég stefni að því að læra tungu-
mál. Núna tala ég sjö: Frönsku, lúx-
emborgarmál, þýsku, ensku,
dönsku, íslensku og svo er ég að
læra ítölsku. Ég ætla ekki að læra
fleiri tungumál heldur leggja áherslu
á þessi, hafa fullkomið vald á þeim
öllum. Ég hef lært frönsku í mörg ár
en þarf að æfa mig í að tala hana.“
- Hvernig gekk þér í ensku,
dönsku og íslensku þegar þú
komst heim?
„Enskan var ekki mjög erfið því
að við vorum með enska sjónvarps-
stöð í Lúxemborg. Danskan lærðist
fljótt því að hún er nokkurs konar
sambland af þýsku og íslensku."
- Ertu mjög tengd Lúxemborg?
„Já, frekar. Ég fer oft þangað og
gæti vel hugsað mér að setjast þar að.“
- Hver eru aðaláhugamál þín?
„Þau eru mörg. Mérfinnst mjög
gaman að ferðast. Ég hef áhuga á í-
þróttum, finnst gaman að fara á
skíði. Ég stunda líkamsrækt við og
við. Ég hef ekki brennandi áhuga á
neinu sérstöku. Ég hef prófað mjög
margt. Ég var í körfuknattleik nokk-
ur ár, í jassballett í nokkurn tíma og
hef verið á stuttum námskeiðum,
kynnt mér hitt og þetta.“
- Viltu segja eitthvað að lok-
um.“
„Já. Mig langar til að biðja les-
endur að halda sig frá áfengi og tó-
baki. Ég hef aldrei reykt eða bragð-
að vín.
Það er nokkuð ömurlegt þegar
maður er að ganga niðri í bæ eða
aka á föstudags- og laugardags-
kvöldum að sjá unga krakka vera að
drekka. Foreldrar ættu að gæta
barna sinna betur en gert er, hafa
meiri aga á heimilunum. Það er ekki
svona mikið um að ungir krakkar
drekki í Lúxemborg. Ætli það sem
þarf sé ekki agi og meiri fræðsla?
Það er búið að fara herferðir gegn
sígarettum en fólki finnst þetta fínt
eða verður fyrir áhrifum frá vinum.
Þess á ekki að þurfa. Það eiga allir
að vera sjálfstæðir og ekki að þurfa
að herma eftir öðrum. Þetta er ekki
fínt. Allir komast að því eftir á. Og
þetta fer illa með heilsuna. Það er
allt neikvætt við reykingar. Það er
Ijótt að sjá fólk reykja og heilsan
verður slæm. Það er sama sagan
með áfengi. Maður skemmtir sér
best ef hann drekkur ekki. Það er
allt of lítið um það að fólk skemmti
sér ódrukkið á íslandi."
„Mig langar iil aö
biðja lesendur að
halda sig Irá á-
fengi og tóbaki.
Ég hel aldrei
reykt eða bragðað
vín. ...
Það er alltnei-
kvætt við reyking-
ar. Það erljótlað
sjá fólk reykja og
heilsan verður
slæm. Það er
sama sagan með
áfengi. “
María Rún með
móður sinni,
Maju
Guðmundsdóttur
og ömmu, Maríu
Hafliðadóttur.
Ljósmynd:
Hanna.
Æ S K A N 7 7