Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1992, Page 22

Æskan - 01.05.1992, Page 22
VEGGMYNDIR Elsku Æska! Ég þakka fyrir frábært blað! Mér finnst að þú ættir að hafa dýr öðrum megin á veggmyndinni og popþstjörnu hinum megin. Það væri sanngjarnt. Getur þú birt veggmyndir af Nir- vana, Richard Grieco eða Christi- an Slater? Aðdáandi. Æskupóstur! Mig langar til að spyrja hvort ekki sé hægt að birta aftur mynd af hestum á veggmynd (bara dýr- inu)? Ég hef mikið dálæti á hest- um og mér finnst leiðinlegt að hafa manneskju með á myndinni. Hest- urinn þarf ekki að vera frægur, bara alíslenskur. Eyþóra. Svar: Við urðum við óskum ykkar - og margra annarra að- dáenda hljómsveitarinnar Nir- vana og íslenska hestsins - í 4. tbl. Pósthólf 523 121 Reykjavík HANDKNATTLEIKS- KAPPAR Kæri Æskupóstur! Ég þakka frábært blað og skrýtlur. Ég vil koma tveimur óskum á framfæri: Að landsliðsmaður í handknattleik verði fenginn til að svara aðdáendum - og að þið birt- ið full nöfn þeirra sem kepptu í Austurríki. Birtið þið sögur sem lesendur senda? Ég samdi þetta Ijóð: ÞÚ Þegar þú birtist eins og sól á himni vakna hjá mér vonir um lífið og tilveruna. Svo hverfurðu eins og dögg fyrir sólu þá er lífið einskis virði. Rut. Svar: Þú hefur fengið ósk þína uppfyllta íþættinum Aðdá- endum svarað. Nöfnin birtum við þó ekki að sinni - enda nokkuð um liðið frá keppninni og búast má við að landsliðið verði skipað öðrum mönnum í næsta leik... Allar sögur, sem okkur ber- ast, eru metnar í smásagna- keppninni en hún fer fram á hverju hausti. Nokkrar þeirra sem bestar eru taldar birtum við í blaðinu. AÐ LEIKA SÉR ... Kæri Æskupóstur! Umfram allt vil ég segja að ég er alveg sammála Lilju sem sagði i 3. tbl. að þú værir langbest eins og þú ert. Getur þú sagt mér hvernig maður gerist félagi í aðdáenda- klúbbi? Ein skrýtla í lokin: Mamma: Óli minn, hvers vegna leikur þú þér ekki við hann Knút? Óli: Hann er hundleiðinlegur. Hann fer bara að grenja ef maður lemur hann í hausinn með sþýtu! S.G. Svar: Best er að skrifa bréf (á ensku) til klúbbsins og biðja um upplýsingar um hann - hvað það kosti að vera félagi og hvað klúbburinn sendi félögum sín- um. Rétt mun að senda alþjóð- legt svarmerki í bréfinu. Það fæst á pósthúsum. MEÐ GRÆNT NEF ... Kæra Æska! Nú færðu Ijóð í heimsókn! VORIÐ Grasið er grænt, fjöllin blá. Blómin eru gul og rauð. Móarnir eru að byrja að láta sér spretta berjalauf. Það er komið vor. í FURÐUVERÖLD Ef ég hugsaði mér mann með grænt nef og horn væri hann líkastur skrímsli. En ef ég hugsaði mér barn með vængi og hörpu væri það eins og engill Guðs. Arndís Anna Gunnarsdóttir. LÝSING Á FÖÐUR Elsku Æska! Hér er lýsing á pabba mínum: Pabbi er mjög sparsamurá allt nema mat, meira að segja á þvottaefni. Hann gengur alltaf í sömu buxunum án þess að þvo þær í mánuð og vill að við gerum það líka. Pabba finnst best að hafa rjóma út á allt. Hann hefur alltaf rjóma með kjöti og fiski og mat al- mennt nema vöfflum. Þær borðar hann án þess að hafa nokkuð með! Viltu hafa veggmyndir með Pat- rick Swayze, Tom Cruise og Dav- id Hasselhoff? Viltu birta í poppþættinum um- sagnir um plötur, kosti þeirra og galla? í hvaða skóla þarf að fara ef maður vill verða leigubílstjóri? Karl Javel. Svar: Veggmyndir af Þatreki og Tomma hafa fylgt blaðinu og þær höfum við sent þér. Davíð virðist ekki eiga marga aðdáend- ur hér á landi þó að mikið sé lát- ið með hann í þýskum unglinga- blöðum. Jens, umsjónarmaður popp- þáttarins, hefur annað veifið birt plötudóma og mun halda því á- fram. Taka þarf meirapróf bifreið- arstjóra til að mega aka leigubíl. En í lögum og reglugerðum um ieigubifreiðaakstur er ákveðinn hámarksfjöldi þeirra sem mega stunda þá vinnu. PENNAVINKONA ELÍNAR Kæra Æska! Ég týndi heimilisfangi penna- vinkonu sem á heima í Reykjavík - en heitir ekki Sóley. Ég vona að hún lesi þetta. Elín Karlsdóttir, Narfastöðum, 551 Sauðárkrókur. NÝJU KRAKKARNIR ... Kæra Æska! Við erum að safna undirskrift- um til að fá Nýju krakkana í hverf- inu til íslands. Við værum því afar fegnar að fá - sem allra fyrst - lista yfir þá sem vilja fá hljómsveitina hingað. Brynja, Freyja og Sigrún, Lyngheiði 6,810 Hveragerði. HLJÓMPLÖTUR DONOVANS Kæra Æska! Ég er mikill aðdáandi Dannii Minogue. Ég yrði mjög ánægð ef þið gætuð birt veggmynd af henni í Æskunni. Hve margar plötur eru til með Jason Donovan? Hvað heita þær? Auður. Svar: Hljómplötur hans eru: Smáskífur: Ekkert fær skilið okkur að (Nothing Can Divide Us) -1988 Tileinkað þér (Especially for You) -1988 Of mörg kramin hjörtu (Too Many Broken Hearts) -1989 Innsiglað með kossi (Sealed with a Kiss) - 1989 Ég elska þig heitar dag frá degi (Every Day I Love You More) -1989 Þegar þú kemur aftur til mín (When You Come Back to Me) -1989 Vertu trúr þeim sem þú eiskar (Hang on to Your Love) -1990 Önnur nótt (Another Night) -1990 Hljómfall regndropanna (Rythm of The Rain) - 1990 Allt gengur að óskum (l’m Doing Fine) - 1990 R.S.V.P. -1991 Ég læt mér nægja hvaða draum sem er 2 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.