Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1992, Page 23

Æskan - 01.05.1992, Page 23
(Any Dream Will Do) - 1991. Safnplötur: Tíu frambærilegar ástæður (Ten Good Reasons) - 1989 Milli línanna (Between The Lines) -1990 Myndbönd: Myndböndin (The Videos) -1989 Myndböndin 2 -1990. DRENGJAVINAFÉLAGIÐ Kæri póstur! Ég var að lesa gamalt Æsku- blað og rakst á tilkynningu. Þar stóð: Stúlkur Islands! Látið skrá ykk- ur í Stúlknavinafélagið. Verndum stúlkur! Mig langartil að snúa þessu við og biðja drengi á aldrinum 13-20 ára að senda Drengjavinafélaginu mynd af sér og rita nafn og heim- ilisfang aftan á hana. Þeim verður launað með tyggigúmmí-pakka (jórturleðri...) - enda taki þeir fram hvaða bragðtegund þeir kjósa. Drengjavinafélagið, b.t. Ingu Jónu Nóadóttur, Bugatúni 12, 460 Tálknafirði. TÓNSNILLINGAR - Á 14. ÖLD Hæ, hæ, Æska! Gætir þú sagt mér hvaða tón- listarsnillingar voru uppi á 14. öld? Tóta. Svar: Umsjónarmaður popp- þáttarins, Jens Kr. Guðmunds- son, á nokkrar bækur um tón- listarsögu. Hann gerði okkur þann greiða að leita, vel og vandlega, að nafni tónskálds sem uþþi kynni að hafa verið á 14. öld. Hann fann aðeins eitt. Guillaume de Machaut (1300- 1377) var franskt hirðskáld. Ein- hver verka hans hafa orðið lang- líf hjá kaþólsku kirkjunni. Hins vegar eru kunn mörg tónskáld frá 15. öld - og að sjálf- sögðu öldunum eftir það. VINIR OG VANDAMENN Kæri Æskupóstur! Fyrst vil ég þakka fyrir gott blað. Ég bíð alltaf með óþreyju eftir því. Mig langar til að spyrja þig nokk- urra spurninga: 1. Veistu eitthvað um strákinn sem leikur Dylan í þáttunum Vinum og vandamönnum? Viltu hafa veggmynd með honum? 2. Getur þú ekki haft vegg- myndirnar stærri - kannski tvöfalt ...? 3. Getur þú ekki haft veggmynd með einhverju íþróttafólki, t.d. Carl Lewis, Michael Jordan, Magic Johnson eða Isiah Thomas? Ég er viss um að margir aðrir vilja það. Hér er skrýtla að lokum: Lögregla stöðvaði bíl og sagði við bílstjórann: „Þú hefur unnið milljón í bíla- happdrætti. Hvað ætlar þú að gera við peningana?" „Ja .. ætli maður taki ekki bíl- próf...“ sagði maðurinn. Þá sagði kona mannsins: „Taktu ekki mark á honum. Hann lætur alltaf svona þegar hann erölvaður." „Þá gall afinn í aftursætinu við: „Ég vissi alltaf að við kæmumst ekki langt á stolnum bíl!“ Hann hafði varla lokið orðun- um þegar einhver kallaði aftan úr farangursgeymslunni: „Erum við komin yfir landamær- in?“ Gulla. Svör: 1. Hann heitir Luke Perry og er „strákur" liðlega tvítugur (raunar orðinn 27 ára en það máttu engum segja...). Hann er fæddur og ólst upp í Frederick- town (Friðriksborg) í Ohio-ríki. í kynningarpistlum framleiðanda þáttanna er hann sagður vera í raun hæglátur og indæll land- búnaðar-smábæjar-piltur! Luke ákvað tólfára að verða leikari. Að loknu grunnskóla- prófi (17 ára) hélt hann til Los Angeles til leiklistarnáms. Síð- ar fór hann til New York í sama skyni. Þar lék hann ýmis hlut- verk á sviði og í sjónvarpsaug- lýsingum. Luke vakti fyrst verulega at- hygli fyrir leik í sjónvarpsþátt- unum Loving. Hann hefur leikið í kvikmyndunum Terminal Bliss og Scorchers. Áhugamál hans eru auk leik- listar, stangaveiði, smíðar, körfuknattleikur og elda- mennska. 2. Væntanlega verðum við að láta okkur nægja þessa stærð... 3. Tekið til athugunar. FRAMHALDSSAGA LESENDA Hæ, hæ, kæra Æska! Ég er með tillögur og spurning- ar: 1. Gætuð þið ekki samið byrj- un á sögu og látið lesendur senda framhald af henni? Þið gætuð val- ið það besta úr og haft sem fram- haldssögu í eitt ár. 2. Ég var ánægð með að þið skylduð hafa mynd af trúði á lím- miða. Gætuð þið einhvern tfma haft þess háttar á veggmynd? 3. Mega systkini áskrifenda senda myndir og sögur í sam- keppni? 4. Hvers vegna verður að skrifa fulit nafn og heimilisfang undir bréf til þáttarins Æskuvanda? 5. Getur þú gefið upplýsingar um „Commitments"? BH Svör: 1. Við munum athuga tillögu þína um framhaldssögu les- enda. Fylgstu vel með næstu tölublöðum Æskunnar. 2. Já - einhvern tíma á þessu ári. 3. Já, að sjálfsögðu. 4. Nöfn og heimilisföng sendenda eiga að fylgja öllum bréfum - til þess að við getum tekið mark á þeim. Beiðni um nafnleynd er jafnan virt. Bréf, sem send eru Æskuvanda, eru ekki lesin af öðrum en umsjón- armanni þáttarins. 5. Alan Parker var leikstjóri þessarar tónlistarmyndar. Aug- lýst var eftir óreyndum leikurum sem hefðu áhuga á tónlist. Vel tókst til og margir telja kvik- myndina einhverja þá skemmti- legustu sem gerð var í fyrra. - Stefnt mun að þvi að gefa út plötu með hljómsveitinni - sem stofnuð var í myndinni. LEIKKONAN BARDOT Kæri Æskupóstur! Ég hef mikið dálæti á frönsku leikkonunni Brigitte Bardot. Getur þú sagt mér hvenær hún var fædd? Dóri. Svar: Brigitte var fædd í Par- ís 28. 9. 1934. Hún fékk tilboð um að leika í kvikmynd er hún var fimmtán ára en sú kvikmynd var aldrei sýnd. Þremur árum síðar lék hún aftur í kvikmynd og „sló þá ígegn“. 1964 hafði hún leikið í meira en fjörutíu myndum. Hún giftist franska leikstjóranum Roger Vadim ung að árum. Þau skildu eftir eitt ár. 1967 gekk hún í hjónaband með þýska auðkýfingnum Gunther Sachs. Þau skildu. Á ýmsu hefur gengið í lífi Birgittu. Oft varð auglýsinga- braskið sem fylgdi kvikmynda- leiknum henni ofviða. Um miðj- an sjöunda áratuginn sligaði umstangið hana svo að hún reyndi að fyrirfara sér. Langt er síðan hún hætti að leika í kvikmyndum. Mörg und- anfarin ár hefur hún helgað líf sitt baráttu fyrir dýravernd. (Heimildir: 5.-6. tbl. Æskunn- ar 1968 og 7.-8. tbl. 1964. Þau eru bæði uppseld) ÆSKU PÖSTUR FRAMHALD Á BLS. 52 Æ S K A N 2 3

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.