Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1992, Page 26

Æskan - 01.05.1992, Page 26
17. HLUTI UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON stílnum. 1966/’67 bættist nýja stíln- um nýr tónblær (sánd) og villtara yfirbragð en áður hafði tíðkast. Hönnuður stílbreytingarinnar hét Jimi Hendrix. Hann var banda- rískur blökkusöngvari og gítarleik- ari en gerði hljómsveit sína, Jimi Hendrix Experience, út frá vöggu takt-blúsins, Englandi. Jimi Hendrix notaði „óhreinan“ (fössaðan) og óheflaðan (bjagað- an) gítartónblæ. Það urgaði, vældi og ískraði í gítarnum hjá honum. En það sem mestu máli skipti var að hann nýtti þennan tryllingslega tónblæ á svo tæknilegan og snilld- arlegan hátt að það var göldrum líkt. Með honum færðist áherslan frá laglínu og söng yfir á tæknileg- an gítareinleik. Samhliða losnaði endanlega um allar hömlur við flutning á sem brjálæðislegustum rokk-blús. Hvað hömluleysið varðar lögðu Bítlarnir drjúgt að mörkum 1968 með tryllingslegasta blús-rokkara sem menn höfðu heyrt, „Helter Skelter" (síðar flutt af U2 o.m.fl.). Söngstíll Jimis Hendrixar var djúpur og virðulegur. Það kom í hlut enska blús-rokk-kvartettsins Led Zeppelin að bæta skrækum öskursöngstíl í þungarokkspottinn 1969. Með Led Zeppelin var þunga- rokksformið komið í endanlegt horf. Led Zeppelin- sveitin notaði síend- urtekna gítarstefið frá Kinks, ó- heflaðan og tæknilegan rafgítar- einleiksstíl Jimis Hendrixar og ofan á það lagðist skrækur öskursöngur. Djass-rokksveitin Soft Machine lagði þungarokkinu til tryllingsleg- an orgelleik og ruddi þannig braut- ina fyrir Deep Purple og Uriah Heep. Þegar bresku Bítlarnir (The Beatles) lögðu vestrænan dægurlaga- markað að fótum sér 1963/’64 opnuðu þeir um leið allar dyr fyrir breskan takt- blús (rythm & blues). Þeir sjálfir leyfðu þó aðeins vægum blúsund- irtón að setja svip á „bítlarokkið" sitt. Bresku takt-blús-sveitirnar fluttu hrárri og óheflaðri músík en Bítl- arnir. Fremstar í þeim flokki voru „Rolling Stones, Animals, Man- fred Mann, Who og Kinks. Árið 1964 sendi takt-blús-kvart- ettinn Kinks frá sértímamótalagið „You Really Got Me.“ Það lag (og síðar fleiri Kinks-lög) byggði á sí- endurteknu gítarstefi (stef = aðal- laglína eða lagbrot). Þar með var kominn fram á sjónarsviðið nýr músíksti'll sem sfðar hlaut nafnið þungarokk (heavy metal, stytt úr „heavy metal thunders” = þunga- málmsdrunur, orðtak sem notað er yfir málmískur það sem heyrist þegar þungavinnuvélar ryðja til grjóti). Á næstu árum færðu ýmsir takt- blúsarar sig í átt að nýja Kinks- 2 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.