Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 26

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 26
17. HLUTI UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON stílnum. 1966/’67 bættist nýja stíln- um nýr tónblær (sánd) og villtara yfirbragð en áður hafði tíðkast. Hönnuður stílbreytingarinnar hét Jimi Hendrix. Hann var banda- rískur blökkusöngvari og gítarleik- ari en gerði hljómsveit sína, Jimi Hendrix Experience, út frá vöggu takt-blúsins, Englandi. Jimi Hendrix notaði „óhreinan“ (fössaðan) og óheflaðan (bjagað- an) gítartónblæ. Það urgaði, vældi og ískraði í gítarnum hjá honum. En það sem mestu máli skipti var að hann nýtti þennan tryllingslega tónblæ á svo tæknilegan og snilld- arlegan hátt að það var göldrum líkt. Með honum færðist áherslan frá laglínu og söng yfir á tæknileg- an gítareinleik. Samhliða losnaði endanlega um allar hömlur við flutning á sem brjálæðislegustum rokk-blús. Hvað hömluleysið varðar lögðu Bítlarnir drjúgt að mörkum 1968 með tryllingslegasta blús-rokkara sem menn höfðu heyrt, „Helter Skelter" (síðar flutt af U2 o.m.fl.). Söngstíll Jimis Hendrixar var djúpur og virðulegur. Það kom í hlut enska blús-rokk-kvartettsins Led Zeppelin að bæta skrækum öskursöngstíl í þungarokkspottinn 1969. Með Led Zeppelin var þunga- rokksformið komið í endanlegt horf. Led Zeppelin- sveitin notaði síend- urtekna gítarstefið frá Kinks, ó- heflaðan og tæknilegan rafgítar- einleiksstíl Jimis Hendrixar og ofan á það lagðist skrækur öskursöngur. Djass-rokksveitin Soft Machine lagði þungarokkinu til tryllingsleg- an orgelleik og ruddi þannig braut- ina fyrir Deep Purple og Uriah Heep. Þegar bresku Bítlarnir (The Beatles) lögðu vestrænan dægurlaga- markað að fótum sér 1963/’64 opnuðu þeir um leið allar dyr fyrir breskan takt- blús (rythm & blues). Þeir sjálfir leyfðu þó aðeins vægum blúsund- irtón að setja svip á „bítlarokkið" sitt. Bresku takt-blús-sveitirnar fluttu hrárri og óheflaðri músík en Bítl- arnir. Fremstar í þeim flokki voru „Rolling Stones, Animals, Man- fred Mann, Who og Kinks. Árið 1964 sendi takt-blús-kvart- ettinn Kinks frá sértímamótalagið „You Really Got Me.“ Það lag (og síðar fleiri Kinks-lög) byggði á sí- endurteknu gítarstefi (stef = aðal- laglína eða lagbrot). Þar með var kominn fram á sjónarsviðið nýr músíksti'll sem sfðar hlaut nafnið þungarokk (heavy metal, stytt úr „heavy metal thunders” = þunga- málmsdrunur, orðtak sem notað er yfir málmískur það sem heyrist þegar þungavinnuvélar ryðja til grjóti). Á næstu árum færðu ýmsir takt- blúsarar sig í átt að nýja Kinks- 2 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.