Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 28

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 28
m lagið í sameiningu. Frambjóðandi demokratanna, Bill Clinton, er þekktur fyrir saxafónblástur með djasshljómsveitum. Keppinautur hans, Georg Bush núverandi for- seti Bandaríkjanna, hefur stöku sinnum troðið upp með blúshljóm- sveitum sem gítarleikari. Því mið- ur verður gítarsnillingurinn Frank Zappa fjarri góðu gamni í kosn- ingaslagnum. Sá ágæti maður varð að hætta við óháð framboð sitt vegna illkynjaðs krabbameins ... Siðan skein sól: Nýi trymbillinn er efst til hægri. POPP HÓLFIÐ NÝJU KRAKKARNIR... Kæra Popphólf! Ég ætla að byrja á að leið- rétta það sem sagt var um Donnie (NKOTB) í 3. tbl. Æsk- unnar. Millinafn hans er Edmand. Fæðingastaður er Worchester en ekki Dorchester. Á upphandlegg er hann með fæðingarár sitt og ættarnafn (ekki fæðingardag og allt nafn sitt). Flann á þrjár systur og fimm bræður. Kær kveðja, Salome Sigurðardóttir Hlíðarvegi 14, Bolurtgarvík. Svar: Upplýsingarnar um Donnie voru teknar úr bókunum „Who’s Who In Ftock & Roll“ og „Samsh Hits Sticker Collection 1990“ á- samt mars/apríl-hefti tímaritsins Smash Hits 1991. SLAUGHTER Kæra Popphólf! Við erum hér tvær af Skagan- um sem dýrkum Slaughter. Við óskum eftir veggmynd og fróð- leiksmolum um þá. Slaughter-aðdáendur. Svar: - Nafngift „Slátraranna” er saklausari en halda mætti. Ætt- arnafn söngvarans, Marks, er Slaughter. - Mark Slaughter og bassa- leikarinn Dana Strum eru helstu söngvasmiðir „Slaughter“- rokksveitarinnar. - Mark og Dana voru áður í annarri vinsælli rokksveit, Vinnie Vincent Invasion. - Fyrsta plasta „Slaughters” STICK IT TO YOU, flaug beint inn á bandaríska vinsældalistann „30 EFSTU“ (Top 30) án nokk- urrarfyrirhafnar. - Dana ólst upp meðal blökkufólks í Trinidad og Vestur- Indíum. Síðar var hann meðal blökkufólks í Pasadena í Kali- forníu í Bandaríkjum Norður-Am- eriku. Þó að Dana sé eini Ijós- hærði liðsmaðurinn í „Slaughter“ þá telur hann sig sjá um „svörtu” deildina þar. Að öðru leyti flytur sveitin léttasta afbrigði þunga- rokks. VINSÆLDAKÖNNUN TÍMARITSINS SPIN í júní-hefti bandaríska popp- blaðisins Spin eru birt úrslit í vin- sældakosningu lesenda blaðsins. Spin er næst útbreiddasta banda- ríska poppblaðið (á eftir Rolling Stone) og sennilega hið eina sinn- ar tegundar sem heldur vinsælda- kosningar á miðju ári. Önnur blöð miða vinsældakosningar sínar við eins konar áramótauppqjör. NIRVANA Úrslitin í vinsældakönnun Spin eru forvitnileg. Þau sýna hægfara þróun í þá átt að bandaríska rokksveitin Nirvana er að skriða fram úr löndum sínum, gítar- nýrokksveitinni R.E.M., í vinsæld- um. 37,6% lesenda telja Nirvana- plötuna „Nevermind” vera þá bestu á markaðnum. 72,3% telja Nir- vana-lagið „Smells Like Teen Spi- rit“ vera besta lagið. R.E.M. í öðru sæti eru R.E.M.-piatan „Out Of Time“ (25,1%) og R.E.M.- lagið „Losing My Religion” (18,9%). R.E.M. er engu að síður enn þá álitin vera besta hljómsveitin um þessar mundir (Nirvana nr. 2). Besti söngvarinn er kjörinn Michael Stipe í R.E.M. (írski söngvarinn Bono í U2 er nr. 2.). MARIAH CAREY Langvinsælustu söngkonurnar eru Mariah Carey og Sinead O’Connor (María með 34,6% at- kvæða og Sinead með 33,7%). Um 70% lesenda Spin velja Public Enemy bestu rabb-sveit- ina. 45% kjósa lce-T besta rabb- söngvarann. Bandaríska þungarokks-fönk- sveitin Red Hot Chilli Peppers og dansk-bandaríska þrusu-rokksveit- in (trash) Metallica eru vinsælast- ar af þungarokkurum. Red Hot Chilli Peppers er í fjórða sæti sem besta hljómsveitin með fimmtu bestu plötuna og þriðja besta lag- ið. Metallica er fjórði besti skemmti- krafturinn með fjórða besta lagið. POISON Hæ, hæ, Popphólf! Mig langar í upplýsingar um nokkrar hljómsveitir, sérstaklega Poison, líka um Slaughter, Quireboys, Bon Jovi, Skid Row, Whitesnake og Thunder. Eru einhverjir í þessum hljóm- sveitum í vímuefnum? Eiga þeir kærustur? Hafa þeir lífverði? Eru þeir rómantískir? Hanga aðdá- endur á gluggum heima hjá þeim? Berglind Gestsdóttir, Hrannarbyggð 6, Ólafsfirði. Svar: Svarið við þessum spurning- um er JÁ. Eitt já er samt ófull- nægjandi svar. Skoðum þetta nánar: Gítarleikari bandaríska þungarokkskvartettsins „Poison”, C.C. DeVille, hefur átt við vímu- efnavandamál að stríða. Félagar hans hafa hótað honum brott- rekstri úr sveitinni ef hann leitar sér ekki aðstoðar við að iosna úr helgreipum vímuefna. Vonandi hafa aðrir í „Poison” og í hinum hljómsveitunum nægilega skynsemi til að halda sig fjarri vímuefnum. Flestar frægar hljómsveitir þurfa á aðstoðarmönnum að halda til að stugga burtu að- gangshörðum aðdáendum. Sjaldan er um eiginlega lífveröi að ræða. Hljómsveitirnar eru ekki í lífshættu. Öllu fremur er um al- hliða aðstoðarmenn að ræða: Sterkbyggða kraftajötna sem sjá um flutning á hljóðfærum hijóm- sveitanna ásamt því að halda Ijósmyndurum og æstum aðdá- endum í skefjum. 2 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.