Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1992, Side 28

Æskan - 01.05.1992, Side 28
m lagið í sameiningu. Frambjóðandi demokratanna, Bill Clinton, er þekktur fyrir saxafónblástur með djasshljómsveitum. Keppinautur hans, Georg Bush núverandi for- seti Bandaríkjanna, hefur stöku sinnum troðið upp með blúshljóm- sveitum sem gítarleikari. Því mið- ur verður gítarsnillingurinn Frank Zappa fjarri góðu gamni í kosn- ingaslagnum. Sá ágæti maður varð að hætta við óháð framboð sitt vegna illkynjaðs krabbameins ... Siðan skein sól: Nýi trymbillinn er efst til hægri. POPP HÓLFIÐ NÝJU KRAKKARNIR... Kæra Popphólf! Ég ætla að byrja á að leið- rétta það sem sagt var um Donnie (NKOTB) í 3. tbl. Æsk- unnar. Millinafn hans er Edmand. Fæðingastaður er Worchester en ekki Dorchester. Á upphandlegg er hann með fæðingarár sitt og ættarnafn (ekki fæðingardag og allt nafn sitt). Flann á þrjár systur og fimm bræður. Kær kveðja, Salome Sigurðardóttir Hlíðarvegi 14, Bolurtgarvík. Svar: Upplýsingarnar um Donnie voru teknar úr bókunum „Who’s Who In Ftock & Roll“ og „Samsh Hits Sticker Collection 1990“ á- samt mars/apríl-hefti tímaritsins Smash Hits 1991. SLAUGHTER Kæra Popphólf! Við erum hér tvær af Skagan- um sem dýrkum Slaughter. Við óskum eftir veggmynd og fróð- leiksmolum um þá. Slaughter-aðdáendur. Svar: - Nafngift „Slátraranna” er saklausari en halda mætti. Ætt- arnafn söngvarans, Marks, er Slaughter. - Mark Slaughter og bassa- leikarinn Dana Strum eru helstu söngvasmiðir „Slaughter“- rokksveitarinnar. - Mark og Dana voru áður í annarri vinsælli rokksveit, Vinnie Vincent Invasion. - Fyrsta plasta „Slaughters” STICK IT TO YOU, flaug beint inn á bandaríska vinsældalistann „30 EFSTU“ (Top 30) án nokk- urrarfyrirhafnar. - Dana ólst upp meðal blökkufólks í Trinidad og Vestur- Indíum. Síðar var hann meðal blökkufólks í Pasadena í Kali- forníu í Bandaríkjum Norður-Am- eriku. Þó að Dana sé eini Ijós- hærði liðsmaðurinn í „Slaughter“ þá telur hann sig sjá um „svörtu” deildina þar. Að öðru leyti flytur sveitin léttasta afbrigði þunga- rokks. VINSÆLDAKÖNNUN TÍMARITSINS SPIN í júní-hefti bandaríska popp- blaðisins Spin eru birt úrslit í vin- sældakosningu lesenda blaðsins. Spin er næst útbreiddasta banda- ríska poppblaðið (á eftir Rolling Stone) og sennilega hið eina sinn- ar tegundar sem heldur vinsælda- kosningar á miðju ári. Önnur blöð miða vinsældakosningar sínar við eins konar áramótauppqjör. NIRVANA Úrslitin í vinsældakönnun Spin eru forvitnileg. Þau sýna hægfara þróun í þá átt að bandaríska rokksveitin Nirvana er að skriða fram úr löndum sínum, gítar- nýrokksveitinni R.E.M., í vinsæld- um. 37,6% lesenda telja Nirvana- plötuna „Nevermind” vera þá bestu á markaðnum. 72,3% telja Nir- vana-lagið „Smells Like Teen Spi- rit“ vera besta lagið. R.E.M. í öðru sæti eru R.E.M.-piatan „Out Of Time“ (25,1%) og R.E.M.- lagið „Losing My Religion” (18,9%). R.E.M. er engu að síður enn þá álitin vera besta hljómsveitin um þessar mundir (Nirvana nr. 2). Besti söngvarinn er kjörinn Michael Stipe í R.E.M. (írski söngvarinn Bono í U2 er nr. 2.). MARIAH CAREY Langvinsælustu söngkonurnar eru Mariah Carey og Sinead O’Connor (María með 34,6% at- kvæða og Sinead með 33,7%). Um 70% lesenda Spin velja Public Enemy bestu rabb-sveit- ina. 45% kjósa lce-T besta rabb- söngvarann. Bandaríska þungarokks-fönk- sveitin Red Hot Chilli Peppers og dansk-bandaríska þrusu-rokksveit- in (trash) Metallica eru vinsælast- ar af þungarokkurum. Red Hot Chilli Peppers er í fjórða sæti sem besta hljómsveitin með fimmtu bestu plötuna og þriðja besta lag- ið. Metallica er fjórði besti skemmti- krafturinn með fjórða besta lagið. POISON Hæ, hæ, Popphólf! Mig langar í upplýsingar um nokkrar hljómsveitir, sérstaklega Poison, líka um Slaughter, Quireboys, Bon Jovi, Skid Row, Whitesnake og Thunder. Eru einhverjir í þessum hljóm- sveitum í vímuefnum? Eiga þeir kærustur? Hafa þeir lífverði? Eru þeir rómantískir? Hanga aðdá- endur á gluggum heima hjá þeim? Berglind Gestsdóttir, Hrannarbyggð 6, Ólafsfirði. Svar: Svarið við þessum spurning- um er JÁ. Eitt já er samt ófull- nægjandi svar. Skoðum þetta nánar: Gítarleikari bandaríska þungarokkskvartettsins „Poison”, C.C. DeVille, hefur átt við vímu- efnavandamál að stríða. Félagar hans hafa hótað honum brott- rekstri úr sveitinni ef hann leitar sér ekki aðstoðar við að iosna úr helgreipum vímuefna. Vonandi hafa aðrir í „Poison” og í hinum hljómsveitunum nægilega skynsemi til að halda sig fjarri vímuefnum. Flestar frægar hljómsveitir þurfa á aðstoðarmönnum að halda til að stugga burtu að- gangshörðum aðdáendum. Sjaldan er um eiginlega lífveröi að ræða. Hljómsveitirnar eru ekki í lífshættu. Öllu fremur er um al- hliða aðstoðarmenn að ræða: Sterkbyggða kraftajötna sem sjá um flutning á hljóðfærum hijóm- sveitanna ásamt því að halda Ijósmyndurum og æstum aðdá- endum í skefjum. 2 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.