Æskan - 01.05.1992, Síða 34
AÐ Ll FA I SATl
eftir Fanney Rós Þorsteinsdóttur 13 ára.
ið leiðum allt of
sjaldan hugann að
því hvað við erum
blessunarlega hepp-
in að hafa fæðst d
þessari litlu, köldu
eyju hér lengst norður í höf-
um, íslandi. Flest erum við
ekki of rík og alls ekki of fd-
tæk ef hugsað er til annarra
þjóða. í rauninni erum við al-
veg ofsalega rík, ríkari heldur
en flestar Hollywoodstjörnurn-
ar og kóngafólkið í útlöndum
því að við eigum hreint og
fagurt land. Við öndum að
okkur hreinu og ómenguðu
lofti og eins er vatnið sem
rennur úr krönunum okkar ó-
mengað, hreint og gott. Mik-
ið erum við heppin að þurfa
ekki að kaupa það í næstu
matvöruverslun, tappað d
flöskur.
Ég man hvað mér fannst
skrýtið í fyrsta skipti að fara í
matvörubúð erlendis og þurfa
að kaupa vatnsflösku. Það var
mér alveg ný reynsla eins og
öllum íslendingum þegar þeir
fara í fyrsta skipti í matvöru-
verslun í útlöndum.
Við erum líka flest mjög
heppin að fd alltaf nægan
mat og hafa öruggt húsaskjól.
Við sjdum fólk sjaldan betla
d götum Reykjavíkur eins og
algengt er erlendis. Stundum
er það blekking en í mörgum
tilvikum er alvara að baki.
Þegar ég segi blekking þd
get ég nefnt sem dæmi að
einu sinni sd ég konu sem var
að betla. Hún var mjög tötra-
lega klædd og gekk eins og
krypplingur. Samt sdust d
hönd hennar hringar og vel
snyrtar og lakkaðar neglur.
Það getur vel verið að mér
hafi skjdtlast og konunni hafi
verið alvara. Það get ég ekk-
ert sagt um.
En sorglegast er að sjd börn
betla og jafnvel hópum sam-
an. Því skulum við muna að
þakka fyrir hvað við lifum við
góð kjör, frið, hreinlæti, húsa-
skjól og nægan mat. Við skul-
um ekki eyðileggja það.
Það er ósk flestra að fdtækt
verði brdðlega úr sögunni og
að menn, dýr, gróður, haf og
land lifi í sdtt og samlyndi d
þessari litlu reikistjörnu sem
kallast jörð.
Við skulum vona að sd
draumur rætist en við verðum
sjdlf að taka þdtt í að stuðla
að því að svo megi verða.
Hvernig væri að byrja d því
að sættast við alla í kringum
okkur??
(Höfundur fékk aukaverðlaun fyrir
þessa hugleiðingu í smásagnasam-
keppni Æskunnar, Bamaritstjómar Rík-
isútvarpsins og Flugleiða 1991)
AÐ LIFA
í SÁTT
3 8 Æ S K A N