Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1992, Side 37

Æskan - 01.05.1992, Side 37
landsliðið? Gegn hvaða þjóð lékstu fyrsta leikinn með því? 1976 - gegn Dönum í Vest- mannaeyjum. Hve margir eru landsleikir þínir orðnir? Hve mörg mörk hefur þú skorað í þeim? 190-500-600 mörk. Hve mörg mörk hefur þú skor- að flest f einum leik? En á einu keppnistfmabili? 18 mörk í einum leik —191. í hvaða stöðu hefur þú leikið? Sem hægri skytta. Hjá hvaða markmanni finnst þér erfiðast að skora mark? Jafnauðvelt hjá öllum. Við hvaða varnarmann þykir þér þyngst að glíma? Sigurð Gunnarsson. Hvaða íslenskt lið þykir þér erfiðast viðureignar? FH. Hvaða leikir eru þér eftir- minnilegastir - sigurs og taps? Sigurleikur landsliðsins á móti Þjóðverjum í Frakklandi 1989. Tap í fyrsta úrslitaleiknum gegn FH í Hafnarfirði í vor. Hver er helsti munur á því að leika með fslensku liði og er- lendu? Erlendis eru ferðalög mun meiri en hér. Meiri kröfur eru gerðar þar til leikmanna enda eru þeir flestir at- vinnumenn. En aðstaðan er mun betri en hérá landi. Hvaða leiktímabil hefur þér þótt skemmtilegast? 1991-1992. Hver eru helstu áhugamál þfn önnur en handknattleikur? Golf, veiði og allar íþróttir. Hvað heita foreldrar þínir? Æfðu þau og kepptu í fþrótt- um? Sveinn K. Sveinsson, Inga V. Ein- arsdóttir. Já. Áttu systkini? Hafa þau stund- að íþróttir? Já, sex systkini. Þau hafa öll stundað íþróttir. __ Ertu kvæntur? Áttu börn? Konan mín heitir Sigríður Héð- insdóttir og er 28 ára. Við eigum tvö börn, Auði fimm ára og Styrmi eins árs. Hverjir eru eftirlætis íþrótta- menn þínir, tónlistarmenn, sviðsleikarar, kvikmyndaleik- arar, rithöfundar/skáld...? Einar Þorvarðarson og Gísli Felix Bjarnason. Queen. Spaugstofumenn. Robert de Niro, Jody Foster. Louis Masterson. Á hvaða dýrum hefur þú mest dálæti? Hundum. í hvaða skólum varstu? Vogaskóla og Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. Við hvað vinnur þú? Við verslunarstörf í Kringlusporti. Hvað gremst þér mest í fari fólks? Undirferli, leti, vol. Hvað finnst þér mestu kostir manna? Góð kímnigáfa og bjartsýni. Hvert er eftirlætis-spakmæli þitt? Örvhentir eldast ei. Hvað ráðleggur þú ungu fþróttafólki? Að hafa trú á sjálfu sér og brosa. .. „Hjá hvaða markmanni linnst mér erliðast að skora? Jafnauð- velt hjá öllum!“ Ljósmynd: Brynjar Gauti. V . 4] v v Jf Æ S K A N 4 1

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.