Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 43

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 43
unga fólkið slóri oft í unglingavinnunni. Á það nokkuð við ykkur? „Nei, alls ekki! Þú mátt skrifa í Æskuna að krakk- arnir hér á Egilsstöðum séu samviskusamir upp til hópa,“ svarar Einar. „Svo höfum við flokksstjóra sem fylgist grannt með okkur,“ bætir hann við og bendir á stúlku sem stendur álengdar. „Við erum svo eftirsótt- ur og verðmætur starfskraftur að það er höfð mann- eskja á fullu kaupi til að fylgjast með okkur.“ - Hvað er vinnudagurinn langur? „Við vinnum frá klukkan eitt til fjögur og fáum aðeins eitt hlé, klukkan hálfþrjú," segir Þóra. „Það er ekkert vafamál að krakkarnir í Reykjavík standa sig miklu lakar í unglingavinnunni en við,“ seg- irEinar og hlærvið. „Letin íþeim erorðin landsfræg!" ÁBURÐURINN UNDAN „FLUGU“ Þóra hefur átt heima á Egilsstöðum í þrjú ár. Hún fluttist þangað frá Vesterás í Svíþjóð en þar átti hún heima í fimm ár. - Eru unglingarnir þar iíkir íslenskum ung- lingum? spyr ég forvitinn. „Ég held að þeir séu ósköp svipaðir, já.“ - Saknarðu vinanna sem þú eignaðist þar? „Nei, ekkert voðalega." - Sækja sænskir unglingar sjoppulífið jafn ötullega og íslenskir? „Ætli það ekki bara? í Vesterás héngu þeir mik- ið í sjoppunum." Einar hefur hins vegar verið mestan hluta ævinn- ar á Egilsstöðum eða í 12 ár. Fyrstu tvö árin átti hann heima í Garði og Reykjavík. Helstu áhugamál hans eru handknattleikur og knattspyrna. Þóra hefur líka áhuga á íþróttum - og hestamennsku að auki. Hún á eina hryssu sem heitir Fluga. „Skíturinn hérna er undan Flugu,“ segir Einar og gýtur augunum til Þóru - sem hlær. „Þetta er af- kastamikil “fluga" bætir hann svo við. Þóra fræðir mig á því að hryssan sé ótamin og því sé hún ekki enn farin að ríða henni út; kaupið sem hún fái fyrir unglingavinn- una ætli hún að nota að nokkrum hluta til að kaupa fóður handa henni. Einar segist hins vegar hafa lítinn áhuga á hestum, að minnsta kosti eftir að hafa verið að dreifa skítnum úr þeim um allar grundir í bænum. Að síðustu segjast þau bæði geta hugsað sér að eiga heima á Egilsstöðum í framtíðinni, það sé „frá- bær bær!“ Ég þakka þessum hressu krökkum fyrir spjall- ið og slíðra pennann. Þegar ég hef svo stikað skftabreiðuna til baka og verður litið á skóna mína sé ég að þeir líkjast nú meir vinnuskóm en spariskóm. En skítt með það! hugsa ég með sjálfum mér. Ég fékk þó viðtal! - E.l. HEIL A HUFI! Þessi getraun er fylgifiskur fræðsluþátta sem eiga að minna á hve miklu við getum ráðið sjálf um heill okkar og heilbrigði með því að gæta okkar vel og velja rétt. Til hennar er efnt vegna 95 ára afmælis Æskunn- ar í haust. í átta tölublöðum Æskunnar á þessu ári eru birtar spurningar sem finna má svör við með því að lesa hana vel. Að minnsta kosti þrír hljóta verðlaun fyrir rétt svör í hvert sinn. Verðlaunin tengjast jafnan hollum lífsháttum og heilbrigðri lífsgleði. SKÍÐANÁMSKEIÐ í KERLINGARFJÖLLUM er aðalvinningur í þessum þriðja hluta getraunarinnar. Heppinn þátt- takandi vinnur þriggja daga námskeið að verðmæti 22.000 kr. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum hefur starfað þar á hverju sumri síð- an 1961. Námskeiðin eru afar vinsæl því að á þeim fléttast saman nám á daginn með handleiðslu þaulvanra kennara og á kvöldin skemmtanir sem landsfrægir „kvöldvökustjórar" leiða. Tvenn aukaverðlaun eru íþróttagallarfrá Hummelbúðinni, Ármúla40 í Reykjavík. ÞRIÐJI HLUTI GETRAUNARINNAR HEIL Á HÚFI! 1. Hvað er létt, þægilegt og fallegt - og ætti að vera á höfði sérhvers barns sem er að hjóla? 2. Hvað þurfa allir sem eru í bíl að muna? 3. Hvorum megin á götunni á að hjóla? 4. Hver segir: „Mig langar til þess að biðja lesendur blaðsins að halda sig frá áfengi og tóbaki. Ég hef aldrei reykt eða bragðað vín.“ Svör skal senda til Æskunnar, pósthólf 523,121 Reykjavík - merkt Heil á húfi - fyrir 30. júní nk. VERÐLAUNAHAFAR í FYRSTA HLUTA: Aðalverðlaunin, Jazz-fjallahjól frá Trek, hlýtur Helga Kristín Böðv- arsdóttir, Túngötu 1,820 Eyrarbakka. Það er Reiðhjólaverslunin Örninn sem hefur þessi ágætu hjól á boðstólum. Fyrirtækið hefur lengi verið til húsa að Spítalastíg 11 í Reykjavík, og er þar enn, en hefur nú einnig opn- að verslun að Skeifunni 11. Tvenn aukaverðlaun, íþróttagallar frá Hummelbúðinni, koma í hlut Hjördísar Evu Ólafsdóttur, Hlíðarvegi 6,400 ísafirði, og Berglindar Hall- dórsdóttur, Hjallabrekku 27, 200 Kópavogi. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju. Æ S K A N 4 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.