Æskan - 01.05.1992, Side 43
unga fólkið slóri oft í unglingavinnunni. Á það
nokkuð við ykkur?
„Nei, alls ekki! Þú mátt skrifa í Æskuna að krakk-
arnir hér á Egilsstöðum séu samviskusamir upp til
hópa,“ svarar Einar. „Svo höfum við flokksstjóra sem
fylgist grannt með okkur,“ bætir hann við og bendir á
stúlku sem stendur álengdar. „Við erum svo eftirsótt-
ur og verðmætur starfskraftur að það er höfð mann-
eskja á fullu kaupi til að fylgjast með okkur.“
- Hvað er vinnudagurinn langur?
„Við vinnum frá klukkan eitt til fjögur og fáum aðeins
eitt hlé, klukkan hálfþrjú," segir Þóra.
„Það er ekkert vafamál að krakkarnir í Reykjavík
standa sig miklu lakar í unglingavinnunni en við,“ seg-
irEinar og hlærvið. „Letin íþeim erorðin landsfræg!"
ÁBURÐURINN
UNDAN „FLUGU“
Þóra hefur átt heima á Egilsstöðum í þrjú ár. Hún
fluttist þangað frá Vesterás í Svíþjóð en þar átti hún
heima í fimm ár.
- Eru unglingarnir þar iíkir íslenskum ung-
lingum? spyr ég forvitinn.
„Ég held að þeir séu ósköp svipaðir, já.“
- Saknarðu vinanna sem þú eignaðist þar?
„Nei, ekkert voðalega."
- Sækja sænskir unglingar sjoppulífið jafn
ötullega og íslenskir?
„Ætli það ekki bara? í Vesterás héngu þeir mik-
ið í sjoppunum."
Einar hefur hins vegar verið mestan hluta ævinn-
ar á Egilsstöðum eða í 12 ár. Fyrstu tvö árin átti
hann heima í Garði og Reykjavík. Helstu áhugamál
hans eru handknattleikur og knattspyrna.
Þóra hefur líka áhuga á íþróttum - og hestamennsku
að auki. Hún á eina hryssu sem heitir Fluga.
„Skíturinn hérna er undan Flugu,“ segir Einar og
gýtur augunum til Þóru - sem hlær. „Þetta er af-
kastamikil “fluga" bætir hann svo við.
Þóra fræðir mig á því að hryssan sé ótamin
og því sé hún ekki enn farin að ríða henni
út; kaupið sem hún fái fyrir unglingavinn-
una ætli hún að nota að nokkrum hluta til
að kaupa fóður handa henni.
Einar segist hins vegar hafa lítinn áhuga á hestum,
að minnsta kosti eftir að hafa verið að dreifa skítnum
úr þeim um allar grundir í bænum.
Að síðustu segjast þau bæði geta hugsað sér að
eiga heima á Egilsstöðum í framtíðinni, það sé „frá-
bær bær!“
Ég þakka þessum hressu krökkum fyrir spjall-
ið og slíðra pennann. Þegar ég hef svo stikað
skftabreiðuna til baka og verður litið á skóna
mína sé ég að þeir líkjast nú meir vinnuskóm
en spariskóm. En skítt með það! hugsa ég
með sjálfum mér. Ég fékk þó viðtal!
- E.l.
HEIL A HUFI!
Þessi getraun er fylgifiskur fræðsluþátta sem eiga að minna á hve
miklu við getum ráðið sjálf um heill okkar og heilbrigði með því að gæta
okkar vel og velja rétt. Til hennar er efnt vegna 95 ára afmælis Æskunn-
ar í haust.
í átta tölublöðum Æskunnar á þessu ári eru birtar spurningar sem
finna má svör við með því að lesa hana vel. Að minnsta kosti þrír hljóta
verðlaun fyrir rétt svör í hvert sinn. Verðlaunin tengjast jafnan hollum
lífsháttum og heilbrigðri lífsgleði.
SKÍÐANÁMSKEIÐ í KERLINGARFJÖLLUM
er aðalvinningur í þessum þriðja hluta getraunarinnar. Heppinn þátt-
takandi vinnur þriggja daga námskeið að verðmæti 22.000 kr.
Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum hefur starfað þar á hverju sumri síð-
an 1961. Námskeiðin eru afar vinsæl því að á þeim fléttast saman nám
á daginn með handleiðslu þaulvanra kennara og á kvöldin skemmtanir sem
landsfrægir „kvöldvökustjórar" leiða.
Tvenn aukaverðlaun eru íþróttagallarfrá Hummelbúðinni, Ármúla40
í Reykjavík.
ÞRIÐJI HLUTI GETRAUNARINNAR HEIL Á HÚFI!
1. Hvað er létt, þægilegt og fallegt - og ætti að vera á höfði
sérhvers barns sem er að hjóla?
2. Hvað þurfa allir sem eru í bíl að muna?
3. Hvorum megin á götunni á að hjóla?
4. Hver segir: „Mig langar til þess að biðja lesendur blaðsins
að halda sig frá áfengi og tóbaki. Ég hef aldrei reykt eða bragðað vín.“
Svör skal senda til Æskunnar, pósthólf 523,121 Reykjavík -
merkt Heil á húfi - fyrir 30. júní nk.
VERÐLAUNAHAFAR í FYRSTA HLUTA:
Aðalverðlaunin, Jazz-fjallahjól frá Trek, hlýtur Helga Kristín Böðv-
arsdóttir, Túngötu 1,820 Eyrarbakka. Það er Reiðhjólaverslunin Örninn
sem hefur þessi ágætu hjól á boðstólum. Fyrirtækið hefur lengi verið til
húsa að Spítalastíg 11 í Reykjavík, og er þar enn, en hefur nú einnig opn-
að verslun að Skeifunni 11.
Tvenn aukaverðlaun, íþróttagallar frá Hummelbúðinni, koma í hlut
Hjördísar Evu Ólafsdóttur, Hlíðarvegi 6,400 ísafirði, og Berglindar Hall-
dórsdóttur, Hjallabrekku 27, 200 Kópavogi.
Við óskum verðlaunahöfum til hamingju.
Æ S K A N 4 7