Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1992, Page 23

Æskan - 01.12.1992, Page 23
LJÓSMYNDARI Kæri Æskupóstur! Hvað er lengi verið að læra að verða Ijósmyndari? BEF. Svar: Til að læra Ijósmyndun hér á landi þarf að stunda nám í al- mennum (grunn-) greinum í iðn- skóla 1 1/2-2 ár - og nema í fjögur ár samkvæmt samningi við meistara í greininni. Eftir það er tekið sveinspróf. Meistarapróf er unnt að þreyta þremur árum síðar. Ljósmyndun er kennd við ýmsa skóla erlendis og tekur námið 3-4 ár. Inngönguskilyrði er yfirleitt stúdentspróf, auk þess að standast inntökupróf. Ýmsir þurfa líka nokkurn tima til að læra málið í því landi sem þeir stunda námið. LITASAMKEPPNI OG ÆSKUVANDI Kæra Æska! Ég vil byrja á því að þakka gott blað. En ég verð að kvarta yfir einu: Þegar þið efnduð til litasam- keppninnar höfðuð þið myndina á glanspappír. Þið hefðuð átt að nota annan pappír. Er Æskuvandi hættur? Ein óánægð. Svar: Æskan er prentuð á góðan pappír - en ekki að öllu leyti heppilegan til að lita á. Þú hefur með réttu bent á þann galla. Margir hafa þó sent Ijómandi fal- lega litaðar myndir á pappír blaðsins. Aðrir hafa Ijósritað síð- una og þannig fengið pappír sem litir loða betur við. Myndin var einnig prentuð á annars konar pappír og dreift víða. Þátturinn Æskuvandí var ekki í 8. tbl. Æskunnar 1992 - en hef- ur verið frá 1. tbl. 1988 og verð- ur áfram. STJÓRNIN OG SKRIF- STOFUVINNA Kæra Æska! Viltu vera svo góð að hafa við- tal við Stjórnina eða veggmynd? Mig langar til að vinna á skrif- stofu eða í banka. Hvernig er best að undirbúa sig? Sigga. Svar: Viðtal við Siggu og Grétar birtist í 2. tbl. 1990 (uppselt) - við Stjórnina alla í 9. tbl. 1990. Sigga og Sigrún Eva svöruðu aðdáendum sínum í 4. tbl. 1992 (uppselt). Grétar og Sigga hafa bæði verið í þættinum, I mörg- um myndum. - En við sjáum hvað setur. Það fer eftir því hve vel þú vilt undirbúa þig. í grunnskóla er rétt að leggja áherslu á bók- færslu og vélritun. Ef farið er í framhaldsskóla ætti að velja við- skiptabraut eða -deild; í háskóla viðskipta- eða hagfræði. Ritaraskólinn er starfræktur i Reykjavík. Námið tekur einn vetur. Lágmarksaldur nemanda er 18 ár. Tölvuskólar eru líka til og efna til ýmiss konar námskeiða. UM ÞUNGAROKKS- SVEITIR Hæ, Æska! Mér finnst að þið getið birt greinar um og veggmyndir af Metallica (strákarnir neyta ekki á- fengis eða annarra f íkniefna) - og GN’R líka því að þeir spila vel þó að þeir hafi ekki alveg hreinan skjöld. Aðdáandi. Svar: Bréf þitt var afhent umsjón- armanni Poppþáttarins. Hérskal nefnt að frá þessum sveitum hefur margsinnis verið sagt í Æskunni og veggmyndir af þeim hafa fylgt blaðinu - GN'R: 1. tbl. 1990, Metallica: 1. tbl. 1991. Umsjónarmaður Poppþáttar- ins hefur borið lof á GN’R fyrir hrífandi laglínur og fleira - en einnig gagnrýnt þá fyrir ýmis- legt sem von er. AÐDÁENDAKLÚBBUR Kæra Æska! Get ég fengið að vera með í að- dáendaklúbbi Steve Martins? Hvað þarf að borga? Hvað fær maður sent? Eysteinn Orri. Svar: Ég veit ekki hvert er heimil- isfang þess klúbbs. í Æskunni hafa birst heimilisföng klúbba og leiðbeiningar - um annað sjá lesendur sjálfir. Misjafnt er hve hátt gjald þarf að greiða fyrir að vera félagi í aðdáendaklúbbi - og hvað klúbburinn annast. Rétt er að spyrjast fyrir um það í fyrsta bréfi til klúbbs og senda tvö al- þjóðleg svarmerki með. FLUGFREYJUR Hæ, Æska! Mig langar til að fá að vita ör- lítið um flugfreyjustarf. Aðeins ég. Svar: Skilyrði fyrir því að komast í skriflegt inntökupróf fiugfreyja og flugþjóna eru: Að vera tvítug(ur) - að hafa stúdentspróf - að skilja og geta talað tvö eða þrjú erlend tungu- mál (Norðurlandamál og ensku; þýska eða franska æskilegar). Þeir sem standast þrófið og viðtal að því loknu komast í 6 vikna (kvöld)námskeið. Þar er tekið fyrir: Öryggismál í flugvél- um - þjónusta við farþega - framkoma og snyrting - hjálp i viðlögum - ýmiss konar skýrslu- gerð - fræðsla um flugfélagið. — Að námskeiðinu loknu er far- ið í reynsluflug. Flugfreyjur (og -þjónar) þurfa að starfa á flugleiðum bæði inn- an- og utanlands. Unnið er í vaktavinnu - á ýmsum tímum sólarhringsins. EINKUM VINIR OG VANDAMENN Sæll, Æskupóstur! Getur þú sagt mér eitthvað um leikarana í sjónvarpsþáttunum Vin- um og Vandamönnum? Þeir eru rosalega vinsælir, sérstaklega Luke, Jason, Shannon og Jennie. Getur þú líka birt veggmynd? Að lokum þakka ég fyrir gott blað. Stelpa á Framnesveginum. Hæ, Æska! Viltu birta eitthvað með Jason Donovan, Kylie Minogue og leík- urum í Vinum og vandamönnum! Líka veggmynd. T.Þ. Kæra Æska! Þökk fyrir gott blað! Getur þú birt fróðleiksmola og veggmynd með hinum frægu krökkum í „Beverly Hills"? Mig langar líka til að lýsa „draumadúllunni" minni. Hann er í Grandaskóla, dökkhærður, lítill og sönn knattspyrnuhetja. Hann heit- ir.. Aðdáandi. Svar: Þegar hefur lítið eitt verið sagt frá Lúkasi og Jason (5. og 8. tbl.) Við bætum um betur í þessu tölublaði með grein og veggmynd. FYRIR „HRUKKUDÝRIN“ Kæra Æska! í Æskunni er efnt til alls konar samkeppni - en aldursmarkið er oftast sextán ár! Er ekki hægt að hafa sérstakan flokk fyrir okkur „hrukkudýrin” sem erum eldri en sextán ára? Jóna. Svar: Æskan er ætluð börnum og unglingum - að 14-15 ára aldri. Allmargir halda tryggð við blað- ið lengur sem áskrifendur - og ýmsir sem eldri eru en 15 ára lesa það (hluta þess...) efyngra systkini er áskrifandi. Við höf- um miðað við 16 ára aldursmark og teljum ekki rétt að breyta því. Ef til vill verður þó aukið við „hrukkudýraflokki“ í einhverjum tilvikum. Kærar þakkir fyrir bréfin - og að muna eftir að greina frá fullu nafni, aldri og póstfangi. ~ ÆSKU PÓSTUR Æ S K A N 2 3

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.