Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 23

Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 23
LJÓSMYNDARI Kæri Æskupóstur! Hvað er lengi verið að læra að verða Ijósmyndari? BEF. Svar: Til að læra Ijósmyndun hér á landi þarf að stunda nám í al- mennum (grunn-) greinum í iðn- skóla 1 1/2-2 ár - og nema í fjögur ár samkvæmt samningi við meistara í greininni. Eftir það er tekið sveinspróf. Meistarapróf er unnt að þreyta þremur árum síðar. Ljósmyndun er kennd við ýmsa skóla erlendis og tekur námið 3-4 ár. Inngönguskilyrði er yfirleitt stúdentspróf, auk þess að standast inntökupróf. Ýmsir þurfa líka nokkurn tima til að læra málið í því landi sem þeir stunda námið. LITASAMKEPPNI OG ÆSKUVANDI Kæra Æska! Ég vil byrja á því að þakka gott blað. En ég verð að kvarta yfir einu: Þegar þið efnduð til litasam- keppninnar höfðuð þið myndina á glanspappír. Þið hefðuð átt að nota annan pappír. Er Æskuvandi hættur? Ein óánægð. Svar: Æskan er prentuð á góðan pappír - en ekki að öllu leyti heppilegan til að lita á. Þú hefur með réttu bent á þann galla. Margir hafa þó sent Ijómandi fal- lega litaðar myndir á pappír blaðsins. Aðrir hafa Ijósritað síð- una og þannig fengið pappír sem litir loða betur við. Myndin var einnig prentuð á annars konar pappír og dreift víða. Þátturinn Æskuvandí var ekki í 8. tbl. Æskunnar 1992 - en hef- ur verið frá 1. tbl. 1988 og verð- ur áfram. STJÓRNIN OG SKRIF- STOFUVINNA Kæra Æska! Viltu vera svo góð að hafa við- tal við Stjórnina eða veggmynd? Mig langar til að vinna á skrif- stofu eða í banka. Hvernig er best að undirbúa sig? Sigga. Svar: Viðtal við Siggu og Grétar birtist í 2. tbl. 1990 (uppselt) - við Stjórnina alla í 9. tbl. 1990. Sigga og Sigrún Eva svöruðu aðdáendum sínum í 4. tbl. 1992 (uppselt). Grétar og Sigga hafa bæði verið í þættinum, I mörg- um myndum. - En við sjáum hvað setur. Það fer eftir því hve vel þú vilt undirbúa þig. í grunnskóla er rétt að leggja áherslu á bók- færslu og vélritun. Ef farið er í framhaldsskóla ætti að velja við- skiptabraut eða -deild; í háskóla viðskipta- eða hagfræði. Ritaraskólinn er starfræktur i Reykjavík. Námið tekur einn vetur. Lágmarksaldur nemanda er 18 ár. Tölvuskólar eru líka til og efna til ýmiss konar námskeiða. UM ÞUNGAROKKS- SVEITIR Hæ, Æska! Mér finnst að þið getið birt greinar um og veggmyndir af Metallica (strákarnir neyta ekki á- fengis eða annarra f íkniefna) - og GN’R líka því að þeir spila vel þó að þeir hafi ekki alveg hreinan skjöld. Aðdáandi. Svar: Bréf þitt var afhent umsjón- armanni Poppþáttarins. Hérskal nefnt að frá þessum sveitum hefur margsinnis verið sagt í Æskunni og veggmyndir af þeim hafa fylgt blaðinu - GN'R: 1. tbl. 1990, Metallica: 1. tbl. 1991. Umsjónarmaður Poppþáttar- ins hefur borið lof á GN’R fyrir hrífandi laglínur og fleira - en einnig gagnrýnt þá fyrir ýmis- legt sem von er. AÐDÁENDAKLÚBBUR Kæra Æska! Get ég fengið að vera með í að- dáendaklúbbi Steve Martins? Hvað þarf að borga? Hvað fær maður sent? Eysteinn Orri. Svar: Ég veit ekki hvert er heimil- isfang þess klúbbs. í Æskunni hafa birst heimilisföng klúbba og leiðbeiningar - um annað sjá lesendur sjálfir. Misjafnt er hve hátt gjald þarf að greiða fyrir að vera félagi í aðdáendaklúbbi - og hvað klúbburinn annast. Rétt er að spyrjast fyrir um það í fyrsta bréfi til klúbbs og senda tvö al- þjóðleg svarmerki með. FLUGFREYJUR Hæ, Æska! Mig langar til að fá að vita ör- lítið um flugfreyjustarf. Aðeins ég. Svar: Skilyrði fyrir því að komast í skriflegt inntökupróf fiugfreyja og flugþjóna eru: Að vera tvítug(ur) - að hafa stúdentspróf - að skilja og geta talað tvö eða þrjú erlend tungu- mál (Norðurlandamál og ensku; þýska eða franska æskilegar). Þeir sem standast þrófið og viðtal að því loknu komast í 6 vikna (kvöld)námskeið. Þar er tekið fyrir: Öryggismál í flugvél- um - þjónusta við farþega - framkoma og snyrting - hjálp i viðlögum - ýmiss konar skýrslu- gerð - fræðsla um flugfélagið. — Að námskeiðinu loknu er far- ið í reynsluflug. Flugfreyjur (og -þjónar) þurfa að starfa á flugleiðum bæði inn- an- og utanlands. Unnið er í vaktavinnu - á ýmsum tímum sólarhringsins. EINKUM VINIR OG VANDAMENN Sæll, Æskupóstur! Getur þú sagt mér eitthvað um leikarana í sjónvarpsþáttunum Vin- um og Vandamönnum? Þeir eru rosalega vinsælir, sérstaklega Luke, Jason, Shannon og Jennie. Getur þú líka birt veggmynd? Að lokum þakka ég fyrir gott blað. Stelpa á Framnesveginum. Hæ, Æska! Viltu birta eitthvað með Jason Donovan, Kylie Minogue og leík- urum í Vinum og vandamönnum! Líka veggmynd. T.Þ. Kæra Æska! Þökk fyrir gott blað! Getur þú birt fróðleiksmola og veggmynd með hinum frægu krökkum í „Beverly Hills"? Mig langar líka til að lýsa „draumadúllunni" minni. Hann er í Grandaskóla, dökkhærður, lítill og sönn knattspyrnuhetja. Hann heit- ir.. Aðdáandi. Svar: Þegar hefur lítið eitt verið sagt frá Lúkasi og Jason (5. og 8. tbl.) Við bætum um betur í þessu tölublaði með grein og veggmynd. FYRIR „HRUKKUDÝRIN“ Kæra Æska! í Æskunni er efnt til alls konar samkeppni - en aldursmarkið er oftast sextán ár! Er ekki hægt að hafa sérstakan flokk fyrir okkur „hrukkudýrin” sem erum eldri en sextán ára? Jóna. Svar: Æskan er ætluð börnum og unglingum - að 14-15 ára aldri. Allmargir halda tryggð við blað- ið lengur sem áskrifendur - og ýmsir sem eldri eru en 15 ára lesa það (hluta þess...) efyngra systkini er áskrifandi. Við höf- um miðað við 16 ára aldursmark og teljum ekki rétt að breyta því. Ef til vill verður þó aukið við „hrukkudýraflokki“ í einhverjum tilvikum. Kærar þakkir fyrir bréfin - og að muna eftir að greina frá fullu nafni, aldri og póstfangi. ~ ÆSKU PÓSTUR Æ S K A N 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.