Æskan - 01.12.1992, Page 31
TILHLÖKKUN
eftir Sigríði Víbis Jónsdóttur 12 dra
Loksins, loksins sló klukkan sex
slög. Þessum sex slögum haföi
Stína beðið eftir með óþreyju sein-
asta mónuðinn. Nú voru jólin gang-
in í garð, tíminn sem hún hafði beð-
ið dögum saman eftir. Samt var ekki
eins gaman og hún hafði haldið.
Það var svo tómlegt þegar mamma
og pabbi voru ekki. Hún ein hjú
ömmu og afa.
„Hvernig skyldi mömmu líða?"
hugsaði Stína.
Pabbi hafði sagt að hún myndi
eignast barnið í kvöld eða um mið-
nættið, systkini sem ætti afmæli á
jólunum. Það yrði skrýtið. Afmæli
ú aðfangadagskvöld? Neeei líklega
d jóladag eða annan.
Messan í útvarpinu var byrjuð,
ilmurinn af jólasteikinni fyllti hús-
ið. Það var uppljómað af jólaljós-
um og skrauti. Kræsingarnar komu
nú hver d eftir annarri siglandi inn
d borðið. Oft hafði Stína hugsað um
það hvað hún ætti gott og ætti mik-
ið. Og nú dtti hún að fó að eignast
lítið systkini. Þann draum hafði
hana oft dreymt.
„Hvernig ætli þetta gangi? Bara
að allt fari vel," hugsaði Stína.
Hún hafði d hverju kvöldi beðið
til Guðs um að allt færi vel og gengi
vel. Hún bað núna einu sinni enn.
Bæn ú aðfangadagskvöld. Það hlýt-
ur að vera sterkt.
Hvort skyldi þetta verða strdkur
eða stelpa? Þessari spurningu hafði
Stína oft velt fyrir sér. Bróðir eða syst-
ir? Skiptir engu móli. Bara heilbrigt
systkini.
Dring ... Síminn hringdi. Stína
stökk upp úr stólnum. Þetta var
pabbi.
„Nú er mamma þín að fæða,
elsku Stína. Allt hefur enn þd geng-
ið vel," bunaði pabbi út úr sér. „Skil-
aðu kveðju til mömmu. Við hugs-
um til ykkar. Gleðileg jól!"
Stína settist aftur við borðið.
„Fæðingin er að hefjast," sagði
hún.
Hún bað í hljóði einu sinni enn.
Nú reyndi d. Allt verður að ganga
vel. Stína var með hugann ú sjúkra-
húsinu. Hún kroppaði bara í jóla-
gæsina.
Klukkan varð sjö og útta. Þó var
byrjað að taka upp bögglana.
Stína var himinsæl yfir öllum
gjöfunum en það besta var þó eft-
ir, lítið systkini.
Nú fengi hún loksins einhvern til
að tala við, já og rífast við. Þegar
mamma kæmi heim myndi hún
hjálpa pabba og mömmu við að
skipta á Litla og baða það og gæta
þess.
Ooo... hvað hún hlakkaði til.
Ef þetta verður strákur á hann að
heita Baldur eins og afi en stelpu-
nafnið er ekki ákveðið. Stína var að
láta sér detta í huga María eins og
langamma.
Tíminn leið. Níu, tíu, ellefu. Stína
var í búrinu að ná í jólaöl og
smákökur.
Aftur hringdi síminn. Amma
stökk á hann og þreif tólið upp.
„Halló, þetta er Stefán," var sagt
daufum rómi.
„Er Pálína búin að eiga?"
Amma æpti beinlínis upp í tólið.
Stína kom hlaupandi upp.
„Strákur eða stelpa?"
Löng þögn.
„Er eitthvað að?" spurði Stína.
„Hver er þetta?"
„Farðu aðeins inn í stofu, elskan
mín. Ég kem rétt strax." Rödd ömmu
var klökk.
„Hvað ætli sé að?" hugsaði Stína.
„Ætli þetta sé ekki pabbi? Af
hverju er amma svona dauf? Af
hverju sagði hún mér að fara? Af
hverju ..."
Dyrnar á stofunni opnuðust hægt
og rólega. Amma kom inn. Hún var
grafalvarleg.
„Stína mín, komdu og sestu í
fangið á mér," sagði hún ofurlágt.
„Fæðingin gekk ekki sem best."
Hún þagnaði.
Stína stirðnaði.
„Barnið, sem mamma þín fæddi,
var ..."
Röddin brast.
Eftir langan tíma bætti hún við:
„Andvana."
(Sagan hlaut viðurkenningu
í smásagnakeppninni 1991).
Æ S K A N 3 1