Æskan - 01.12.1992, Qupperneq 50
GÍTAR í ..
AFMÆLISGJOF
egar Bryan Adams varð tíu
ára fékk hann gítar frá föður
sínum. Síðan hefur hann sungið,
spilað og samið lög. Faðir hans
nagaði sig í handarbökin - hann
hafði vonast til að strákurinn yrði
fastur starfsmaður kanadíska hers-
ins eins og hann sjálfur.
Bryan (= Brjánn) er af breskum
ættum, fæddur í Ontaríó í Kanada
f960. Móðir hans er kennari.
Fyrsta hljómplata hans kom út
1980 og var nefnd fullu nafni hans.
Flann hefur mikinn áhuga á knatt-
spyrnu og ísknattleik - og gaman
af að aka sleða og stökkva í fall-
hlíf.
Brjánn hefur haldið hljómleika
víða um heim (m.a. í Reykjavík ...)
við miklar vinsældir. Hann hefur
einnig leikið inn á plötur með mörg-
um þekktum söngvurum og hljóm-
sveitum, t.a.m. Belindu Carlisle og
Mötley Crue. Ekki alls fyrir löngu
fylgdi hann Tínu Turner á söng-
ferðalagi hennar.
Eitt vinsælasta lag Brjáns er
(Allt sem ég geri - er) Gert fyrir þig
((„Everything I do) I do it for you).
Það ertitillag kvikmyndarinnar um
Hróa hött (sem Kevin Costner lék
f). Lagið er á sjöttu plötu hans, Að
vekja nágrannana.
Póstfang aðdáendaklúbbs:
Bryan Adams
c/o A & M Records,
939 Warden Avenue
Scarborough,
Ontario M1 L4 C5 - Kanada.
Á „STJÖRNUHIMNI“
Kæra Æska!
í 6. tbl. var sagt að útlit Chers
og Mikjáls Jacksons væri bindindi
á áfengi og tóbak að þakka. Það
getur vel verið en lýtalækningar
eiga örugglega mestan þátt í góðu
útliti þeirra.
í 7. tbl. Bravó 1992 eru myndir
af nokkrum stjörnum og eru Cher
og Mikjáll á meðal þeirra. Þar sést
vel hvernig sílikon og lýtalækning-
ar hafa gerbreytt útliti þeirra. Cher
hefur t.d. látið laga á sér kinnar,
nef, höku, brjóst, rifbein, mjaðmir
og læri. Lýsing á því hvernig
Mikjáll hefur breyst úr sætum,
svörtum strák í eitthvert „plastfyrir-
brigði" fyllti blaðsíðu!
En nú langar mig til að segja
frá Kristjáni Slater.
Kristján heitir réttu nafni Christ-
ian Michael Leonard Slater. Hann
er fæddur 18. ágúst 1969 í Nýju
Jórvík. Hann er 180 sm á hæð,
dökkhærðurog (heslihnetu) brún-
eygður! Foreldrar hans eru Michael
D. Chainsborough og Mary Jo Sla-
ter. Bróðir hans, Ryan Geoffrey,
er átta ára.
Áhugamál hans eru kvikmynd-
ir, dans og sund. Hann hlustar á
tónlist með Tom Waits, Billy Joel
og Bruce Springsteen.
Kristján hefur leikið í allmörg-
um kvikmyndum. Meðal þeirra eru:
Þjóðsagan um Billie Jean
(1983) - Nafn rósarinnar (1986) -
Tucker, maður og draumur hans
(1989) - Dýrðarljómi (The blaze of
glory) og „Pump up the volume”
(1990) - Hrói höttur, prins þjófanna
(1991) - Galdramaðurinn (The wiz-
ard) (1992).
Heimilisfang aðdáendaklúbbs:
Christian Slater,
c/o Mrs. Mary Jo Slater,
MGM/UA
10 000 West Washington Blvd.,
Suite 3207 b
Culver City
CA 90232,
Bandaríkjum Norður-Ameríku.
LJÓNGÁFAÐUR - EN ÁTTI í
ERFIÐLEIKUM MEÐ LESTUR
Veist þú hvað Napeieón keis-
ari, listmálarinn Picasso,
söngkonan Cher, söngvarinn
Bubbi Morthens, Karl Gústaf kon-
ungur í Svfþjóð og Haraldur Nor-
egskonungur áttu sameiginlegt?
Svar: Þau áttu erfitt með að
læra að lesa og skrifa - voru hald-
in lesblindu.
Allmargt fólk á við þetta að
stríða. Áður fyrr var talið að það
væri heimskt. Það er að sjálfsögðu
alrangt. En þessir erfiðleikar geta
leitt til að fólk verði öryggislaust og
smeykt um að standa sig ekki - og
þá mistekst því stundum.
Nú vita kennarar allt um les-
blindu og geta stutt nemendurna
við að bæta sig.
Flestir vita líka að þeir sem
þetta háir eru ekki síður vel gefnir
en aðrir. Dæmi eru um Ijóngáfað
fólk sem hefur átt erfitt með að
læra að lesa og skrifa. Albert Ein-
stein er talinn einn gáfaðasti mað-
ursem uþþi hefurverið. Hann uþþ-
götvaði margt á eðlisfræði-sviði -
atriði sem eru svo flókin að fæstir
skilja nokkuð í þeim. En honum
gekk verr en öðrum börnum í lestri.
Þess vegna geta krakkar orð-
ið afreksfólk í visindum þó að þeir
lesi ekki eins hratt og rétt og hinir.
Ef þá langar til að verða rithöfund-
ar þarf lesblinda ekki að hindra
það. Ævintýraskáldið H.C. Ander-
sen raðaði stöfunum ekki alltaf rétt.
Samt samdi hann ævintýri sem
hafa lifað í meira en hundrað ár.
Einstein er talinn einn snjallasti
maður sem uppi hefur verið. En
hann átti erfitt með að læra að lesa
og skrifa.
5 4 Æ S K A N