Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1994, Side 10

Æskan - 01.12.1994, Side 10
FRA HJALPARSTOFNUN KRIKJUNNAR BÆTIR LIFSKJOR Lífið í þróunarlöndum er um margt gjörólíkt því sem við eigum að venjast hér á íslandi. Við köllum þau lönd þróunarlönd þar sem margir búa í sveit, eru bændur eða hirðingjar, þar sem iðnaður er lítill sem enginn, þar sem lítið er um skóla og enn þá minna um sjúkra- hús og þar sem borgir eru fáar. Þjóðirnar, sem þau byggja, flytja samt kannski til annarra landa ýms- an varning, hráefni til iðnaðar, korn, kaffi eða annað sem auðvelt er að rækta. Þannig fá þær gjaldeyri sem þær geta notað til að leggja grunn að bættum lífsskilyrðum. En hvað koma okkur þróunarlönd við? Lífskjör í heiminum eru mis- jöfn. Margir íbúar þróunarlanda búa við fátækt, heilsuleysi, vannæringu og hafa lítil sem engin tækifæri til að afla sér grundvallarmenntunar eða njóta annarra gæða sem við teljum sjálfsögð og hugsum nánast ekki um. Hjáiparstofnun kirkj- unnar og fjölmargar hliðstæðar stofnanir, bæði kirkjulegar og aðrar, eru stofnaðar til þess að bæta hag þessara þjóða og vinna með þeim að því að bæta lífskjör þeirra. Það er hægt á margan hátt en grundvallaratriðið í slíku starfi, sem kallað er þróunarsamvinna, er þetta: Þjóðir, sem búa yfir tækniþekkingu á öllum sviðum og eiga fjármagn sem þær vilja nota í þróunarsamvinnu, geta boðið aðstoð þeim þjóðum sem illa eru staddar. Hér er samt lögð megináhersia á samvinnu. Þeir sem vilja bjóða fram aðstoð spyrja ráðamenn í þróunar- löndunum hvar sé helst þörf á henni, hvernig sé best að haga henni og hverjir af íbúunum geti orðið forystu- menn í uppbyggingunni, tekið við starfinu og á þann hátt eitt skref í þró- un til bættra lífskjara. Og í þessari samvinnu er líka mikilvægt að hafa í huga að við breytum ekki hugsana- gangi eða menningu fólksins heldur er hlutverkið einungis það að bæta lífsskilyrði þess. SKÓLAGANGAN ER GRUNDVALLARATRIÐI Þar er verið að tala um margs konar samvinnu; til dæmis að kanna hvort rækta megi aðrar korntegundir eða önnur matvæli en algengast er eða sá á öðrum stööum sem gætu gefið betri uppskeru, auðvelda aðgang að vatni, benda á samhengið milli fæðu, hrein- lætis og heilsufars, koma upp sjúkra- húsum og ýta undir að sem flest börn fái kost á skólagöngu og njóti grunn- menntunar. Síðustu árin hefur Hjálparstofnun kirkjunnar staðið að slíku starfi á Ind- landi sem rekið er af lítilli lútherskri kirkju. Þar byggði stofnunin 40 rúma sjúkrahús og styður rekstur þess nú fyrstu árin með nokkru fjárframlagi. Auk þessara framkvæmda hefur Hjálparstofnunin lagt fjármagn í bygg- ingu skóla- og heimavistarhúsnæðis en þar sækja um 1500 börn skóla. Það eru börn frá lægstu stéttum þjóð- félagsins. Þarna fá þau tækifæri til náms sem þau fengju annars ekki. Börnin frá fátækustu heimilunum fá að dveljast þarna ókeypis og hafa fjöl- margir fósturforeldrar á íslandi tek- ið að sér að greiða mánaðarlega fyrir framfærslu þeirra og menntun. Þarna má segja að tekist hafi hin dæmigerða þróunarsamvinna. Þessi litla indverska kirkjudeild starfar meðal hinna fátækustu af öllum fátækum í landinu. Fyrir starf hennar fá nú fjöl- mörg börn tækifæri til náms og þau sem Ijúka grunnskólanáminu komast mörg hver í iðnnám sem gefur þeim enn betra tækifæri en annars væri til að brjótast úr viðjum fátæktar. Börn, sem komast gegnum grunn- skólanám, eru líka líklegri til að koma börnum sínum í skóla og þannig batna lífskjör þeirra smám saman. Því má segja að þróunarhjálp sé þolinmæðis- verk. Hjálparstofnunin hefur kostað byggingu sjúkraskýla í Eþíópiu og á Indlandi. Með því má bæta heilsufar ibúanna sem fá þá lækningu við margs konar kvillum sem þeir hafa ekki kunnað ráð við. Margir stuðningsmenn Hjálparstofnunar kirkj- unnar kosta framfæri og menntun skólabarna á Indlandi. Aukin menntun gefur þeim besta tækifærið til að brjótast úr viðjum fátæktar. 1 O Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.