Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 24

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 24
Emma Rakel Björnsdóttir á Akra- nesi var ein þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Æskunnar. Bréfinu fylgdi ábending sem okkur fannst sjálfsagt að taka til greina: „Dóttir mín er mjög spennt fyrir blaðinu og hiakkar til að fá það. Hún reynir við hverja þraut og gengur það aii-þokkaiega. Það sem mér finnst vanta er eitt- hvað frá fötluðum áskrifendum blaðs- ins. Emma Rakel er fötluð og hún hef- ur stundum talað um það að Æskan sé fyrir „hina" krakkana. Mikið væri það yndislegt að rit- stjórnin hvetti fötluð börn til þess að senda blaðinu línu! Kveðja, Ásdís. “ Mér þótti tilvalið að ræða við Emmu og spurði Ásdísi því hvort þær mæðg- ur væru á leió til Reykjavíkur eða vildu spjalla við mig á heimaslóð. Þær áttu erindi til borgarinnar... FER ALLTAF Á VÖLLINN Ég spurði Emmu Rakel fyrst hvað henni þætti skemmtilegast... „Að synda. Ég fer á hverjum degi og er lengi!“ - Hve lengi? „Tvo tíma og lengur á sumrin." - Með hverjum ferðu oftast? „Adda bróöur." - Æfir þú kannski sund? „Já, með Þjóti, félaginu mínu, tvisvar í viku. Anna Lóa þjálfar okkur.“ Ásdís segir mér að Emma Rakel hafi alla tíð haft mikinn áhuga á sundi. Góð aðstaða sé til að stunda það í bænum og fatlaðir þurfi ekki að greiða aðgangs- eyri. Systkinin fari oft í laugina tvisvar á dag að sumarlagi. Addi, Guðmundur Örn, er fatlaður eins og systir hans. Fyrir tveimur árum var stofnað á Akranesi íþróttafélag fyrir fatlaða. „Það varð tveggja ára á þriðjudag- inn,“ segir Emma Rakel. Hún byrjaði að keppa á þessu ári og hefur unnið til tvennra verðlauna fyrir bringusund og skriðsund. - Hvaða sundfólk finnst þér best? „Sigrún (Huld Hrafnsdóttir) og Bára (Erlingsdóttir)." - Hefur þú áhuga á fleiri íþrótta- greinum? „Jahá! Körfubolta og fótbolta." - Með hvaða liði heldur þú? »ÍA!“ Svarið var mjög ákveðið! 2 4 Æ S K A N --———-———————————————— „MÉR FINNST SKEMMTILEGAST AD SYNDA - Fylgist þú með þegar ÍA keppir? Ferðu á völlinn og í íþróttahúsið? „Alltaf!" - Hver er bestur í knattspyrnu? „Þrír-Siggi, Bjarki og Mikki!" (Sigurður Jónsson, Bjarki Pétursson og Mihaljo Bibercic). - En í körfubolta? „Elvar, leikfimikennarinn minn.“ VERÐLAUN í ALÞJÓÐLEGRI MYNDASAMKEPPNI Ásdís segir mér að Emma Rakel stundi nám í sérdeild fyrir fatlaða við Brekkubæjarskóla. í henni séu átta krakkar. Þeim eru kenndar undirstöðu- greinar, lestur, skrift og almenn stærð- fræði - að leggja saman og draga frá. Þeir læra líka að vera sjálfbjarga: þrífa sig, bursta skó, strauja og fleira. - Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? „Að hitta vini mína og líka að læra. Það er gaman í handavinnu. Ég prjóna oft heirna." Ásdís segir mér að hún sé að prjóna ýmislegt sem hún ætli að gefa í jólagjafir. Áhersla sé lögð á hand- Emma Rakel Björnsdóttir - í Hafnarskógi í ágúst 1991. Hitinn var20 stig! mennt og teikningu í skólanum og vel fylgst með að krakkarnir taki þátt í samkeppni sem efnt sé til fyrir þá. Emma Rakel hafi sent mynd í alþjóð- lega keppni á vegum búlgarska Rauða krossins og unnið þar til verðlauna. - Hvað gerir þú fleira heima? „Ég les stundum." - Hvaða bók hefur þér þótt skemmtilegust? „Heiðu-bækurnar... áður... núna Meiriháttar stefnumót." - Er hún ekki einmitt um krakka á Akranesi? „Jú, Svenna... 15 ára!“ - Hvað horfir þú oftast á í sjón- varpinu? „Nágranna og „Melrose Place“.“ Ásdís bætir við að hún lesi nú aðal- lega unglingabækur og geti fylgst með texta sjónvarpsins og áttað sig á sam- hengi. Hún sé gjörkunnug persónum í ýmsum þáttum. ÓSKAR EFTIR PENNAVINUM Emmu Rakel þykir líka gaman að skrifa bréf. Hún hefur átt pennavini en sambandið rofnað eftir að fáein bréf hafa farið á milli. Hana langar mikið til að skrif- ast á við krakka sem eru fatlaðir svipað og hún (Heimilisfangið er: Garðabraut 6, t.h., 300 Akranesi). Raunar á hún penna- vini í Bandaríkjunum, tvær móðursystur sínar. „Ég ætla að fara þangað og verða sundlaugarvörður!" segir hún. „Það líður að því að við förum að heimsækja þær,“ segir Ásdís. „En hún hefur ekki farið til útlanda. Hún er mjög hrædd við að fljúga. Hins vegar ferðumst við mikið innanlands. Þeim Adda þykir afar gaman að fræðast um staðina sem við förum á og lesa sér til í handbókum. Þau eru líka mjög minnug á það sem þau læra þannig." „Ég fer líka oft að Holti með krökkun- um,“ minnir Emma Rakel á. „Já, að Holti við Borgarnes rekur Þroskahjálp á Vesturlandi sumarbúðir og skammtímavistun," fræðir Ásdís mig um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.