Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 28

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 28
„OG NU SKAL EG SEGJA ÞÉR LEYNOARMÁL. “ Guðrún Helgadóttir rithöfundur og alþingismaður hefur samið 14 skáld- sögur og eitt leikrit fyrir börn og ann- að fólk. Hún hlaut Barnabókaverð- laun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1975 fyrir fyrstu bók sína, Jón Oddur og Jón Bjarni, og aftur á þessu vori fyr- ir söguna Litlu greyin og lofsvert framlag á sviði barna- og unglinga- bóka. 1992 hlaut hún Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir sögu sína Saman í hring. Guðrún var kosin á Alþingi 1979 og hefur átt sæti þar síðan. Hún hef- ur m.a. beitt sér mjög fyrir að lögfest verði ákvæði um umboðsmann er gæti réttinda barna. Flestir ef ekki allir áskrifendur Æskunnar hafa eflaust lesið ein- hverjar af bókum þessa vinsæla og virta höfundar, hlustað á þær lesnar í hljóðvarpi eða af vörum foreldra sinna. Fólk á öllum aldri hefur gam- an af þeim og getur tekið undir með sex ára söguhetju hennar, Trausta í Litlu greyjunum, þegar það sest að lestri: „Ég er alvarlega glaður!“ Ég bað hana að segja fyrst frá uppvaxtarárum sínum... „EN ÞAÐ VAR ALLTAF EINHVER HEIMA...“ „Ég er fædd og alin upp í Hafnar- firði - elst tíu systkina. Þar var lítið og lokað samfélag en gott á sinn hátt. Fólk hjálpaðist að, sjómenn fóru gjarna með fisk í soðið handa nágrönnum og fengu slátur í staðinn hjá þeim sem stunduðu búskap. Þá var ósköp „langt“ til Reykjavík- ur. Ég var orðin sjö ára þegar ég kom þangað fyrst og það var af því að ég þurfti að fara til augnlæknis. Á þeim árum var margt öðruvísi en nú er. Húsakostur var lítill, pen- ingar engir, en það var alltaf einhver heima og afi og amma dvöldust á heimilinu. Pabbi var togarasjómaður og við sáum hann ekki nema með höppum og glöppum. Þó að fjölskyldan væri stór tókst honum að vinna fyrir okk- ur og við fengum öll að fara í skóla. En það voru ekki gerðar sömu kröfur og núna. Það var ekki bíll á heimil- inu, ekki sími og að sjálfsögðu ekki sjónvarp. Við fengum í okkur og á en urðum að sjá um afganginn sjálf. Við þurftum að sjá okkur sjálf fyrir skemmtunum og lífshamingju. Það væri betur að krakkar þyrftu þess enn í stað þess að vera sífellt mataðir!" - Hvað gerðuð þið ykkur helst til gamans? „Við lékum okkur í hrauninu, bök- uðum „drullukökur" á brotnum und- irskálum, fórum í „þrautir" og fleira. Ég las líka mikið - til dæmis Æsk- una! Þó að ekki væri keypt mikið af bókum og tímaritum á heimilinu vor- um við alltaf áskrifendur að henni. Og nú skal ég segja þér leyndarmál - af því að þetta birtist í Æskunni: Ég samdi sögu þegar ég var 12 ára að mig minnir og sendi hana til Æskunnar undir dulnefni. Sagan var birt en ég þorði aldrei að segja frá því og hef ekki gert það fyrr en núna!“ Guðrún Helgadóttir - Hélstu þá ekki áfram að semja? „Jú, ég skrifaði heila bók þegar ég var þrettán ára! Ég var svo forfröm- uð að ég vissi að til var útgáfan Lilja. Ég fór þangað og fékk ágætis viðtal - en heyrði aldrei neitt meira frá þeim!“ - Manstu um hvað sagan var? „Nei, það man ég ekki. En það hefur áreiðanlega verið eitthvað mjög spennandi um sjálfsbjargarvið- leitni stelpu, eins og sagan í Æsk- unni. Svo samdi ég ekkert lengi nema skrifaði í skólablaðið á Menntaskóla- árunum og seinna um þjóðfélags- mál.“ - Þótti ekki sjálfsagt að þú gættir systkina þinna fyrst þú varst elst í hópnum? „Jú, við eldri systkinin fylgdumst með þeim yngri. En þá þurfti ekki að gæta þeirra fyrir mikilli umferð. Kannski vorum við aðallega að siða þau til! Bræður mínir sögðu einhvern tíma að ég hefði farið að skipta mér af allri þjóðinni þegar ég komst að því að þau gátu verið án afskipta- semi minnar!" „MAN EKKI EFTIR MÉR ÓLÆSRI“ - í hvaða skóla voruð þið? „Skólaganga mín var raunar óvenjuleg fyrstu árin. Ég var í kaþólska skólanum. Kaþólski spítal- inn var rétt fyrir neðan húsið okkar og það var dálítill vinskapur milli Jó- fríðarstaðavegar-fólksins og nunn- anna og prestanna. Þau voru elsku- legir nágrannar. Ég var dálítið dug- legur krakki og man ekki eftir mér ó- læsri. Amma mín kenndi mér, benti 2 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.