Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1994, Side 30

Æskan - 01.12.1994, Side 30
- opnað þeim sýn og möguleika án þess að predika." - Hefur þú einhvern tíma orðið fjarhuga á Alþingi og saga orðið til þar? „Nei, ég hugsa aldrei um þetta í þinginu. Ég gæti heldur aldrei samið neitt á skrifstofunni minni! En hug- myndir geta skotið upp kollinum þegar ég ek bílnum eða skúra. Ég verð að finna rétt andrúmsloft þegar ég sest að skriftum. Ég gæti aldrei setið í drasli og skrifað. Áður en ég byrja á sögu fer ég í allsherjar hreingerningu! Ég kvíði alltaf dálítið fyrir af því að ég skrifa í mikilli törn. Ég hefst aldrei handa fyrr en ég veit hvernig sagan á að vera „í laginu". Þá sit ég linnulaust við þar til henni er lokið. Það er ansi erfitt og tekur á!“ ÁSTFANGIN TRÖLL KOMIN TIL JAPANS! - Fæst eitthvert barna þinna við að semja skáldverk? „Nei, en þau eiga öll auðvelt með að læra tungumál og skrifa. Önnur dóttir mín er bókmenntafræðingur og annar sonur minn er að skrifa doktorsritgerð í heimspeki. Elsti sonur minn er tölvufræðingur og hin dóttirin hjúkrunarfræðingur." - Hvað hefur þeim og börnum þeirra fundist um rithöfundarstarfið? „Barnabörnunum finnst gaman þegar ég sem bækur. Og dóttir mín sagði hér á árunum þegar bók kom út eftir mig - þá var ég byrjuð í pólitíkinni: „Gaman! Nú verður talað vel um þig í viku!““ - En hvað þótti þeim um þátttöku þína í stjórnmálastarfi? „Þeim fannst það stundum erfitt, einkum ef upp komu mikil ágrein- ingsmál. Það gat bitnað á þeim í skólanum, jafnvel leitt til eineltis. Ég man að kennari þurfti eitt sinn að taka ákveðið á slíku máli til að leiða það til lykta. Það er ekkert sældarbrauð að vera barn stjórnmálamanns en krakkarnir mínir virðast hafa komist klakklaust frá því.“ - Það eru ekki einungis íslensk börn sem hafa notið bókanna þinna... „Nei, nokkrar þeirra hafa verið þýddar. Undan illgresinu kom til að mynda nýlega út í Danmörku og fyr- ir ári var Ástarsaga úr fjöllunum gefin út í Japan. Óvitarnir verða sýndir í Þránd- heimi í vetur. Það varð raunar af hreinni tilviljun. Gestkomandi maður sá leikskrána hjá mér og lét þýða leikritið í snatri. Nú eru nokkur leik- félög í Noregi að velta fyrir sér að sýna það. En það er alltaf tilviljunarkennt hvað gerist í þessu. Og barnabækur eru einlægt settar á lægri stall en bækur „fyrir fullorðna". Astrid Lind- gren hefur ekki einu sinni fengið Norrænu bókmenntaverðlaunin. Það er sannarlega kominn tími til að breyta því viðhorfi." Úr bókinni Ástarsögu úr fjöllunum. Hún hefur verið gefin út i mörgum löndum, t.a.m. Japan. 3 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.