Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 30

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 30
- opnað þeim sýn og möguleika án þess að predika." - Hefur þú einhvern tíma orðið fjarhuga á Alþingi og saga orðið til þar? „Nei, ég hugsa aldrei um þetta í þinginu. Ég gæti heldur aldrei samið neitt á skrifstofunni minni! En hug- myndir geta skotið upp kollinum þegar ég ek bílnum eða skúra. Ég verð að finna rétt andrúmsloft þegar ég sest að skriftum. Ég gæti aldrei setið í drasli og skrifað. Áður en ég byrja á sögu fer ég í allsherjar hreingerningu! Ég kvíði alltaf dálítið fyrir af því að ég skrifa í mikilli törn. Ég hefst aldrei handa fyrr en ég veit hvernig sagan á að vera „í laginu". Þá sit ég linnulaust við þar til henni er lokið. Það er ansi erfitt og tekur á!“ ÁSTFANGIN TRÖLL KOMIN TIL JAPANS! - Fæst eitthvert barna þinna við að semja skáldverk? „Nei, en þau eiga öll auðvelt með að læra tungumál og skrifa. Önnur dóttir mín er bókmenntafræðingur og annar sonur minn er að skrifa doktorsritgerð í heimspeki. Elsti sonur minn er tölvufræðingur og hin dóttirin hjúkrunarfræðingur." - Hvað hefur þeim og börnum þeirra fundist um rithöfundarstarfið? „Barnabörnunum finnst gaman þegar ég sem bækur. Og dóttir mín sagði hér á árunum þegar bók kom út eftir mig - þá var ég byrjuð í pólitíkinni: „Gaman! Nú verður talað vel um þig í viku!““ - En hvað þótti þeim um þátttöku þína í stjórnmálastarfi? „Þeim fannst það stundum erfitt, einkum ef upp komu mikil ágrein- ingsmál. Það gat bitnað á þeim í skólanum, jafnvel leitt til eineltis. Ég man að kennari þurfti eitt sinn að taka ákveðið á slíku máli til að leiða það til lykta. Það er ekkert sældarbrauð að vera barn stjórnmálamanns en krakkarnir mínir virðast hafa komist klakklaust frá því.“ - Það eru ekki einungis íslensk börn sem hafa notið bókanna þinna... „Nei, nokkrar þeirra hafa verið þýddar. Undan illgresinu kom til að mynda nýlega út í Danmörku og fyr- ir ári var Ástarsaga úr fjöllunum gefin út í Japan. Óvitarnir verða sýndir í Þránd- heimi í vetur. Það varð raunar af hreinni tilviljun. Gestkomandi maður sá leikskrána hjá mér og lét þýða leikritið í snatri. Nú eru nokkur leik- félög í Noregi að velta fyrir sér að sýna það. En það er alltaf tilviljunarkennt hvað gerist í þessu. Og barnabækur eru einlægt settar á lægri stall en bækur „fyrir fullorðna". Astrid Lind- gren hefur ekki einu sinni fengið Norrænu bókmenntaverðlaunin. Það er sannarlega kominn tími til að breyta því viðhorfi." Úr bókinni Ástarsögu úr fjöllunum. Hún hefur verið gefin út i mörgum löndum, t.a.m. Japan. 3 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.