Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1994, Page 31

Æskan - 01.12.1994, Page 31
♦ Þrír litlir strákar voru að leika sér. Roskin kona kom þarað og spurði einn þeirra: „Hvað heitir þú, vinur?“ „Segðu henni það ekki, Óli!“ hrópuðu hinir. * Andri gamli ók bifhjólinu sínu á gangstéttarbrún og sveif fram af því á trégirðingu svo að pílárar brotnuðu - og rif í honum sjálfum. Þegar hann vaknaði á sjúkrahúsinu sá hann röngtenmynd af rif- beinum sínum. Hjúkrunarkonan heyrði hann tauta: „Já, já, þetta eru víst pílár- arnir úr girðingunni en hvar erhjólið mitt?" Gestur á listasafni: „Ósköp er þetta Ijót mynd!“ Starfsmaður: „Þetta er spegill, herra.“ ♦ „Af hverju fórstu með reið- hjólið þitt inn í svefnher- bergi?“ „Ég er orðinn leiður á að ganga í svefni.“ ♦ „Ég get ekki farið í leikhús- ið í þessum gamla kjól!“ sagði konan við mann sinn. „Nei, ég bjóst ekki við því. Þess vegna keypti ég bara einn miða!“ Tveir fiskbúðingar sátu á grein. Annarféll niður. „Braustu þig?“ spurði hinn. Fiskbúðingarnir sátu uppi í trénu sínu og prjónuðu. Þá kom hestur fljúgandi fram hjá. ♦ Þjónn við gest: Þú hefur brennt gat á dúkinn! Gesturinn: Nei, það hef ég alls ekki gert! Þjónninn: Merkilegt! Sá sem sat þarna á undan þér neitaði því líka! „Furðulegt," sagði annar þeirra en hélt áfram að prjóna. Þegar hesturinn kom aftur fljúgandi litu þeir hvor á ann- an. „Nú veit ég!“ sagði sá er áður hafði þagað. „Hann á auðvitað hreiður hér í grennd- inni!“ „Mig vantar eitthvað til að gefa ungum manni sem semur ljóð.“ „Hvernig líst þéráþessa á- gætu ruslakörfu?" „Ert þú Pétur, sonur henn- arSöru?" „Já.“ „Hve gamall ertu?“ „Fimm ára.“ „Jahérna! Á svona stóran strák, bráðung konan. Veistu hvað hún er gömul?" „Hún var eitthvað að tala um að hún væri komin á sjö- unda mánuð..." „Hvernig kemst fíll upp í tré?“ „Hann setur niðurfræ, sest þar niður og bíð- lE^ ur þartil tréð vex!“ •» „En hvernig kemst hann niður?“ „Sest á laufblað og bíður þess að það falli!“ ♦ „Ég hef unnið í 25 ár fyrir sama stjórann!" „Ég líka! Við áttum silfur- brúðkaup á laugardaginn!" ♦ Skoti varað greiða sér. „Nú fór í verra!“ sagði hann við félaga sinn. „Það datt tindur úr greiðunni!“ „Það skiptir litlu,“ sagði fé- laginn. „Það skiptir öllu! Þetta var sá síðasti!" ♦ „Fyrir hundrað árum var mikið af bjarndýrum á þess- um slóðum," sagði kennslu- konan við sex ára nemendur sína. „Varstu ekki ósköp hrædd við þau?“ spurði einn þeirra. =**= „Veistu af hverju Svíar ganga alltaf með hendur í vösum?“ spurði Norðmaður- inn og svaraði sér sjálfur: „Þeir skammast sín svo fyrir að allir fingurnir skuli ekki vera jafnlangir!" ♦ „Hve lengi á ég að hafa höndina í gifsi, læknir?" „Sex vikur." „Heldur þú að ég geti leikið áfiðlu eftir það?“ „Það er enginn vafi!“ „Húrra! Það hef ég aldrei getað!“ ♦ „Við Eva áttum afar á- nægjulegt kvöld. Við spiluð- um Mozart allan tímann." „Það var fínt. Hvort ykkar vann?“ Æ S K A N 3 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.