Æskan - 01.12.1994, Side 34
ÆSKU
PÓSTUR
HESTABUGARÐAR
í ÞÝSKALANDI
Sæl, kæra Æska!
Ég vil síður skrökva og
því ætla ég ekki að segjast
aldrei hafa fengið svör við
bréfum mínum. Ég skrifa
þér því miður allt of
sjaldan. En ég ætla að vera
stuttorð:
Ég hef mikið dálæti á
hestum. Ég á hest, hryssu
sem ég fékk fjögurra vetra
og tamdi sjálf. Nú er hún
sjö vetra og hið besta
reiðhross. Ég er fædd með
þennan „erfðagalla" og hef
dálitla þekkingu á hestum.
Ég næ (þó að ég segi sjálf
frá) yfirleitt frekar vel til
dýra og á ég þá aðallega
við hesta.
Mig langar mjög mikið til
að komast að á hesta-
búgarði í Þýskalandi og
læra þýsku um leið (- ég
gleymdi að nefna að ég er í
10. bekk). Vandamálið er
að ég veit bara alls ekki
hvert ég á að snúa mér.
Veist þú það? Vonandi!
Með fyrirfram þökk,
Hestadellan.
E.s.: Ég sendi að gamni
mínu litla vísu eftir mig:
Oftast hér á Fróni finnst
frost og snjór og hríðar.
Ógna Þorra ekki minnst
éljabuxur víðar.
Svar:
Þakka þér fyrir ágæta
vísu!
Líklegast til árangurs
er að auglýsa í tímaritinu
Eiðfaxa en alþjóðleg
sérprentun þess berst
hestamönnum víða um
heim, m.a. í Þýskalandi.
BÆKUROC
SJÓNVARPS-
ÞÆTTIR
Kæra Æska!
Ég er með tvær
spurningar:
1. Eftirlætisrithöfundur
minn er Liz Berry. Hún
samdi bækurnar, Er þetta
ást, Frjáls eða fjötruð og Ég
get séð um mig sjálf. Mig
langar til að vita hvort hún
hefur samið fleiri bækur. Ef
svo er, hvar get ég nálgast
þær?
2. Geturðu athugað
hvort sýna á nýjar þátta-
raðir í sjónvarpinu í vetur.
Byrja aftur þættir svo sem
Gangur lífsins, Roseanne,
Sækjast sér um líkir,
Strandverðir, Simpsons-
fjölskyldan og Leiðin til
Avonlea?
í fyrra var [ Ríkissjón-
varpinu þáttur sem hét
Hljómsveitin og var frá
„Spelling TV“. Hann var
mjög góður. Það mætti
sýna fleiri þætti frá því
fyrirtæki. Mér finnst sjón-
varpið varla hafa neitt á
boðstólum fyrir unglinga. Ef
maður vill dekra við sjálfan
sig og er kominn með
popp og kók fyrir framan
sjónvarpið þá endar það
með því að maður er að
horfa á fræðslumynd um
skordýr í Afríku eða eitt-
hvað álíka.
Þökk fyrir gott blað.
Krakkar! Skrifið líka í
Æskuna ef þið eruð
sammála mér! Stöndum
föst á skoðunum okkar!
Sameinumst!
Ykkar einlæg, Hildú.
E.s.: Það er best að
spyrja að þessu venjulega:
Hvað lestu úr skriftinni?
Skrifa ég ekki illa?
Svar:
1. Iðunn gaf út þessar
bækur. Starfsstúlka þar
sagði mér að aðrar sögur
eftir þennan höfund
hefðu ekki komið út hér
á landi.
2. Gangur lífsins,
Roseanne, Strandverðir
og Simpsons-fjölskyldan
verða aftur á dagskrá -
og e.t.v. Sækjast sér um
líkir.
Þátturinn Fjör í Fjöl-
braut byrjaði litlu síðar
en bréf þitt barst.
Reynslusögum unglinga,
sex myndum (hálftími
hver), hefur sennilega
verið brugðið á skjáinn
þegar þetta birtist.
Athugasemdir við efni
annarra fjölmiðla skuluð
þið senda þeim sjálfum.
Þannig komast þær fljótt
til skila. Við skulum hins
vegar leita svara fyrir
ykkur.
Úr bréfinu og skriftinni
les ég að þú sért ákveðin
og skelegg! Skriftin er
skýr, jöfn og læsileg. Mér
virðist hún góð en ég veit
ekki hve gömul þú ert og
get því ekki ályktað
frekar.
BARNASTÚKUR
Kæra Æska!
Hvað þarf maður að
vera gamall til þess að
komast í Unglingaregluna
og hvernig kemst maður í
hana? Ég er tíu ára. Get ég
fengið upplýsingar í næsta
Æskublaði?
Erla Rún Grétarsdóttir.
Svar:
Við sendum þér
upplýsingar um leið og
bréf þitt barst, Erla,
einnig dagskrá barna-
stúkunnar Æskunnar
sem heldur fundi í
Templarahöll Reykjavíkur
að Eiríksgötu 5. Krakkar
á aldrinum sjö til fjórtán
ára taka þátt í starfi
hennar.
(Unglingareglan er
samband barnastúkna á
íslandi).
HESTAMENN
Sæll, Æskupóstur!
Mig langar til að spyrja
þig spurninga sem hljóða
svona:
1. Er hægt að birta
veggmynd af Svölu
Björgvins?
2. Er hægt að láta
límmiða fylgja Æskunni?
Til áhugamanna um
hesta:
í Danmörku er gefið út
blaðið Penny. í því eru alls
kyns sögur um hesta og
ýmsir þættir, t.a.m. Sagan
mín og Pósturinn. Blaðið
birtir líka myndir og
teikningar af hestum,
3 4 Æ S K A N