Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Síða 47

Æskan - 01.12.1994, Síða 47
LIFLEGT TOLVUPOPP Titill: Haf Flytjandi: Curver Curver er listamannsnafn Birgis Arnar Thoroddsens. Framan af samdi hann og söng texta sína á ensku. Nú hefur hann öðlast nægilegt sjálfstraust og sjálfstæði í músíktúlkun til að syngja á íslensku. Curver býður upp á áferðarfegurri, hlýrri og litríkari útfærslu en gengur og gerist meðal tölvupoppara. Þar munar mestu að hann brúkar gítar í bland við tölvurnar. Til viðbótar er hann hug- myndaríkari og rokkaðri en almennt er í þessum músíkgeira. Einhæfur trommuheili háir honum lítil- lega á heilli plötu. Gestatrommuleikari í einu eða tveimur lögum hefði gert gæfumun. Bestu lög: Rautt hús brennur og Dýpi. Einkunn: 6,5 (lög), 3.5 (textar), 7.5 túlkun = 6,0 Birgir Örn „Curver" ENDURUTGAFUR Titill: Megas Flytjandi: Megas Titill: Þó líði ár og öld Flytjandi: Björgvin Halldórsson Björgvin Halldórsson var vinsælasti unglingasöngvari ársins 1969. Hann söng ballöður inn á einherjaplötur og með unglingahljómsveitinni Ævintýri söng hann kúlutyggjópopp, eins og það var kallað. Á sama tíma var framsækið hipparokk allsráðandi hjá öðrum popp- urum. Ári síðar fikraði Ævintýri sig inn á þær brautir. Sérstaðan hvarf og vinsæld- ir hjöðnuðu. Við tóku textar sungnir á ensku og tilraunir til heimsfrægðar með Change og Hljómum. Aðrar hljómsveitir léku sama leik. Fyrsta plata Megasar stakk í stúf við þessar aðstæður 1972. Hann söng á ís- lensku við undir- leik kassagítara og þverflautu. Hann hæddist að hetjum íslend- ingasagna, þjóðskáldunum, trúmálum og fleiru sem þótti heilagt. Platan var bönnuð í útvarpinu (rás 1). Því banni hefur verið aflétt fyrir löngu. Textar Megasar hneyksla nú fáa. Svona hefur tíðarandinn breyst. krl S J ri £ rr! !hÍ'|IV> * í;: tr.:if:i tnt tjs»!-.!rrti rrí írrí! ir,.,Ki.,,!t::!^r::irT!!:!!:: !:!!^::tt::Í!:: ti:!r t tí;: ,í!l rUIHiiiili:;; iii Megas Hann er almennt álitinn prýðisskáld og hefur m.a. fengið listamannalaun. Megas ræður við hefðbundna brag- fræði og er fundvís á skoplegar hliðar. Hann hefur þó stundum verið ofmetinn sem textasmiður, líklega vegna saman- burðar við aðra textahöfunda dægur- poppsins. Það er fengur að endurútgáfu þessar- ar fyrstu plötu Megasar - og það geisla- plötu. Þó líði ár og öld er safnplata sem spannar feril Björgvins í aldarfjórðung. Að vísu er að mestu hlaupið yfir fyrstu árin. Eitt lag er frá 1969 og tvö frá 1975. Önnur eru nýlegri og flest frá 1978 eða yngri. (Reyndar eru margar rangfærslur á plötuumslaginu, m.a. um ártöl. Dæmi: Platan, Einu sinni var, er sögð frá 1974 og Dagar og nætur frá 1981. Þær komu út 1976 og 1979). Lagavalið er í samræmi við þær stíl- tegundir sem Björgvin er kunnur fyrir síðustu árin: Settlegar ballöður og bandarískir sveitaslagarar. Hipparokk með Ævintýri, Hljómum eða Ómari Ósk- arssyni hefði breytt heildarsvip plötunn- ar, eins og rokkaðri lög Brimklóar. Einungis lög með textum á íslensku eru í þessu safni. Það er lofsvert. Lög, sem gefin eru út að nýju, lúta öðrum lögmálum en frumútgáfur. Þess vegna eru þeim ekki gefnar einkunnir hér. Æ S K A N 4 7

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.