Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1994, Qupperneq 47

Æskan - 01.12.1994, Qupperneq 47
LIFLEGT TOLVUPOPP Titill: Haf Flytjandi: Curver Curver er listamannsnafn Birgis Arnar Thoroddsens. Framan af samdi hann og söng texta sína á ensku. Nú hefur hann öðlast nægilegt sjálfstraust og sjálfstæði í músíktúlkun til að syngja á íslensku. Curver býður upp á áferðarfegurri, hlýrri og litríkari útfærslu en gengur og gerist meðal tölvupoppara. Þar munar mestu að hann brúkar gítar í bland við tölvurnar. Til viðbótar er hann hug- myndaríkari og rokkaðri en almennt er í þessum músíkgeira. Einhæfur trommuheili háir honum lítil- lega á heilli plötu. Gestatrommuleikari í einu eða tveimur lögum hefði gert gæfumun. Bestu lög: Rautt hús brennur og Dýpi. Einkunn: 6,5 (lög), 3.5 (textar), 7.5 túlkun = 6,0 Birgir Örn „Curver" ENDURUTGAFUR Titill: Megas Flytjandi: Megas Titill: Þó líði ár og öld Flytjandi: Björgvin Halldórsson Björgvin Halldórsson var vinsælasti unglingasöngvari ársins 1969. Hann söng ballöður inn á einherjaplötur og með unglingahljómsveitinni Ævintýri söng hann kúlutyggjópopp, eins og það var kallað. Á sama tíma var framsækið hipparokk allsráðandi hjá öðrum popp- urum. Ári síðar fikraði Ævintýri sig inn á þær brautir. Sérstaðan hvarf og vinsæld- ir hjöðnuðu. Við tóku textar sungnir á ensku og tilraunir til heimsfrægðar með Change og Hljómum. Aðrar hljómsveitir léku sama leik. Fyrsta plata Megasar stakk í stúf við þessar aðstæður 1972. Hann söng á ís- lensku við undir- leik kassagítara og þverflautu. Hann hæddist að hetjum íslend- ingasagna, þjóðskáldunum, trúmálum og fleiru sem þótti heilagt. Platan var bönnuð í útvarpinu (rás 1). Því banni hefur verið aflétt fyrir löngu. Textar Megasar hneyksla nú fáa. Svona hefur tíðarandinn breyst. krl S J ri £ rr! !hÍ'|IV> * í;: tr.:if:i tnt tjs»!-.!rrti rrí írrí! ir,.,Ki.,,!t::!^r::irT!!:!!:: !:!!^::tt::Í!:: ti:!r t tí;: ,í!l rUIHiiiili:;; iii Megas Hann er almennt álitinn prýðisskáld og hefur m.a. fengið listamannalaun. Megas ræður við hefðbundna brag- fræði og er fundvís á skoplegar hliðar. Hann hefur þó stundum verið ofmetinn sem textasmiður, líklega vegna saman- burðar við aðra textahöfunda dægur- poppsins. Það er fengur að endurútgáfu þessar- ar fyrstu plötu Megasar - og það geisla- plötu. Þó líði ár og öld er safnplata sem spannar feril Björgvins í aldarfjórðung. Að vísu er að mestu hlaupið yfir fyrstu árin. Eitt lag er frá 1969 og tvö frá 1975. Önnur eru nýlegri og flest frá 1978 eða yngri. (Reyndar eru margar rangfærslur á plötuumslaginu, m.a. um ártöl. Dæmi: Platan, Einu sinni var, er sögð frá 1974 og Dagar og nætur frá 1981. Þær komu út 1976 og 1979). Lagavalið er í samræmi við þær stíl- tegundir sem Björgvin er kunnur fyrir síðustu árin: Settlegar ballöður og bandarískir sveitaslagarar. Hipparokk með Ævintýri, Hljómum eða Ómari Ósk- arssyni hefði breytt heildarsvip plötunn- ar, eins og rokkaðri lög Brimklóar. Einungis lög með textum á íslensku eru í þessu safni. Það er lofsvert. Lög, sem gefin eru út að nýju, lúta öðrum lögmálum en frumútgáfur. Þess vegna eru þeim ekki gefnar einkunnir hér. Æ S K A N 4 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.