Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1994, Side 56

Æskan - 01.12.1994, Side 56
Dagana 15.-20. nóvember í fyrra var þess minnst að 25 ár voru liðin frá því að Æfingaskólinn fluttist í eig- ið húsnæði við Háteigsveg. Af því til- efni var flutt fjölbreytt dagskrá til fróðleiks og skemmtunar. Fyrri hluta afmælisvikunnar unnu nemendur að ýmsum verkefnum. Fimmtudaginn 18. nóvember voru þrjár sýningar á sal skólans. Nem- endur komu þar fram og dönsuðu, sungu og léku fyrir skólasystkini sín og foreldra. Skólinn var opinn allan daginn og foreldrum boðið að skoða afrakstur starfsins um haustið. Á sal var brugðið upp svipmyndum úr sögu skólans. Að morgni föstudags var farið í ratleiki sem íþróttakennararnir skipu- lögðu - í Öskjuhlíð, Elliðaárdalnum og á Miklatúni. í hádeginu sá for- eldra- og kennarafélagið um pylsu- grillveislu fyrir nemendur. Eftir há- degið var farið í skrúðgöngu um hverfið með lúðurþeytara í broddi fylkingar. Numið var staðar við fjöl- býlishús við Bólstaðarhlíð þar sem aldrað fólk á heima og sungið fyrir það, einnig fyrir þá sem staddir voru í anddyri Kennaraháskólans. Laugardaginn 20. nóvember var skólinn opinn eftir hádegi. Þá var flutt hátíðardagskrá. Hátiðargestir, foreldrar, nemendur og kennarar í anddyri Æfingaskólans. i bakgrunni sést inn á sal skólans. Þrjár stúlkur undirbúa flutning tónlistaratriðis á einni hátíðarsýningunni. 5 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.