Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 58
Hvílíkt veður! Stormurinn æddi
meb slíkum ósköpum að allt lék á
reiöiskjálfi. Þab brakaði og brast í
veggjunum, ískraði í rúðunum og
skrækti í skorsteininum. Perla litla
bjóst vib því á hverri stundu ab ó-
veðrið þeytti henni og litla húsinu
alla leið út í hafsauga.
Allt í einu lygndi svo ab Perla von-
abi að nú væri óveðrið loksins liðið
hjá. En lognib var aöeins stutta
stund. Þá skall óveðriö yfir á ný með
enn meiri ofsa en fyrr. Já, þvílík ó-
sköp! Það var engu líkara en nú
myndi húsið þeirra þeytast af grunn-
inum. Og líklega fyki þá vitinn líka.
Perla litla mundi ekki eftir öðru
eins óveðri og þessu á þeim tíu árum
sem hún hafði lifað enda þótt hún
hefði raunar komist í kynni við sitt af
hverju á þessum eyöistaö, hér vib
ysta haf. Mestan hluta ævi sinnar
hafbi hún átt heima hér hjá vitaverð-
inum góða - eða allt frá þeim degi
er hann fann hana úti á þrepunum
eins og hvern annan óskilaböggul,
einmana og yfirgefið barn sem eng-
inn virtist vilja eiga.
Hann hafði tekið hana ab sér af
kunnri góövild sinni og hjartahlýju
og alið hana upp sem sitt eigið barn
á heimili sínu hér vib vitann. Frá því
að hún mundi eftir sér hafbi hann
veriö henni bæbi fabir og móbir og
einnig félagi og kennari.
Hún hafði aldrei saknað neins því
ab hún hafði aldrei kynnst móbur
sinni eða föður sínum. Níels frændi,
eins og hún kallabi vitavörbinn, hafði
uppfyllt allar óskir hennar.
Níels frændi kallabi hana Perlu.
Hann sagði ab þab nafn hæfbi henni
vel af því að hún væri alltaf svo glöð
og góð, alltaf svo áreiðanleg, starfs-
fús og elskuleg. Hún væri hreinasta
perla.
Perla litla var að sjálfsögbu ákaf-
lega hreykin af þessu nafni. En henni
var jafnframt Ijóst að það batt henni
vissar skyldur á herbar. Hún varð ab
gæta framkomu sinnar mjög vel svo
að aldrei félli á það nokkur skuggi.
Þegar Perla litla stækkaði varð hún
afar dugleg ab hjálpa Níelsi frænda
vib allt sem gera þurfti og þá ekki
síst við gæslu vitans. Hún hafði yndi
af ab starfa og allt virtist leika í hönd-
um hennar. Skemmtilegast af öllu
fannst henni þó ab hugsa um vita-
Ijósiö. Þab varb alltaf að loga og lýsa
bæði dag og nótt, sumar og vetur.
Og hvernig sem veörið var varb vita-
Ijósið að bera birtu út í sortann eins
langt og það gat til ab vísa réttan
veg þeim sjómönnum sem ef til vill
höfðu villst í vetrarmyrkri og hríbar-
byljum.
í þetta sinn var Perla alein heima
og átti ab gæta vitans. Níels hafbi
farib á vélbátnum til bæjarins til þess
að kaupa til jólanna og nú átti hún
von á honum á hverri stundu. Þá
ætluöu þau ab skreyta jólatréð,
borða góðan jólamat og sælgæti og
syngja jólasálmana eins og þau voru
alltaf vön ab gera á aðfangadags-
kvöld. Perla litla hafbi hlakkað til jól-
anna í margar vikur. Hún var bæbi
glöð og hreykin yfir því ab Níels
hafði nú í fyrsta sinn trúab henni fyrir
því ab gæta vitans. Ó, bara að það
hefbi ekki veriö svona vont veður,
þessi ægilegi stormur og rigning.
Perlu fannst að þannig ætti það
einmitt alls ekki ab vera á aöfanga-
dagskvöld. Hægviðri, tunglskin, frost
og snjóföl á jörðu svo ab brakaði í
spori - þannig var veðriö sem við
átti þetta yndislega kvöld. Og
þannig var alltaf sagt frá því í bók-
um. Perla litla var ekki vön því að
vera hrædd þegar hún var ein. En nú
gat hún ekki varist því ab vera kvíöa-
full og nagandi ótti sótti að henni.
Ó, bara að Níels frændi færi nú að
koma heim.
Þey, þey... hvað var nú þetta?
Voru það bara skellir í storminum -
eða voru það kannski drunur í vél-
bátnum?
Perla hljóp að glugganum, þrýsti
nefinu að rúðunni og reyndi að
horfa í áttina til bryggjunnar. En hún
sá næstum ekkert út fyrir glerib, það
var eins og ab horfa inn í dimman
helli. Hún reyndi að einbeita allri at-
hygli sinni og hlusta á milli vindhvið-
anna og þá fannst henni að hún
heyrði greinilega mótorskelli.
í miklum flýti klæddi hún sig í
stígvél og regnkápu og hljóp síðan
niöur þrepin til þess að taka á móti
Níelsi frænda og hjálpa honum ab
festa bátinn.
Úti var niðamyrkur. Hún sá varla
fingurslengd frá sér þegar hún var
að þreifa sig áfram niöur stíginn. Það
var eingöngu að þakka Ijósbjarman-
um frá vitanum ab hún komst ab
lokum niður að litlu trébryggjunni í
flæöarmálinu.
Mótorskellirnir voru þagnabir.
Hún heyröi nú abeins þytinn í storm-
inum og drunurnar í öldunum sem
skullu ofsalega upp að bryggjustólp-
unum. Hún reyndi ab kalla á Níels.
5 8 Æ S K A N