Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 61

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 61
Vaglaskóg. Örn bróðir minn, Aldís kona hans og Harpa fóru á föstudag til Akureyrar og hittu mig og pabba í Vaglaskógi á laugardag. Við pabbi fórum Sprengisandsleið norður og var það mjög gaman. Á þeirri leið sá ég einn fallegasta foss sem ég hef séð. Hann heitir Aldeyjarfoss. Við komum frekar seint í Vagla- skóg og þá var farið að tjalda og svo grilluðum við. Það var rosalega kalt þetta kvöld en daginn eftir hafði hlýn- að dálítið. Á sunnudag var mjög stutt í rigningu en við ákváðum samt aó skreppa í Flateyjardal. Þetta var frek- ar langur akstur og þegar við komum loksins að sjónum fengum við okkur að borða og gengum niður í fjöru með kíki til að sjá út í Flatey. Á leið- inni til baka sáum við lítinn, fallegan dal og í honum var lítill foss. Það var mjög fallegur staður. Þegar við komum heim í tjald var komin grenjandi rigning en þrátt fyrir það var byrjað að grilla hamborgar- ana og stuttu seinna stytti upp. Eftir matinn höfðum við það bara gott inni í tjaldi, töluðum saman og nörtuðum í sælgæti. Á mánudag ætluðum við að skoóa trjásafnið en hættum við það og litum í staðinn á gömlu brúna sem er verið að gera upp. Þá var ferðinni heitið til Akureyrar þar sem Örn, Aldís og Júlía (dóttir þeirra) dvöldust í viku en ég, faðir minn og Harpa litlu lengur. Við gistum hjá afa og ömmu. Móðir mín var þar á meðan við vorum í útileg- unni. Á Akureyri var frábært veður allan tímann og þegar heitast var fórum við í Kjarna- skóg og Lystigarðinn. Þegar við mamma og Harpa settumst inn á Bautann gat maður alveg ímyndað sér útlönd. Þessi ferð var mjög skemmtileg þó að veðrið um Verslunarmannahelg- ina hefði ekki verið með besta móti. Við lögðum af stað austur um tvö- leytið og þegar við komum var fólk að tínast á staðinn. Gestgjafarnir, Hulda og Víðir, höfðu tekið tvö hús á leigu í Brekkuskógi. Alls voru þar 21. Þegar allir voru komnir á staðinn fórum við í gönguferð að Brúarár- fossi. Hún var mjög skemmtileg þó að sumir hafi þurft hjálp við að kom- ast yfir ána. Þegar heim kom var farið að undir- búa kvöldmatinn. Grilluð voru tvö gómsæt læri og pylsur handa yngsta fólkinu. Inni í eldhúsi voru sex manns að störfum við að hreinsa humarinn, búa til alls kyns sósur og salöt og baka kartöflur. Maturinn var gómsæt- ur: Humar í forrétt, læri í aðalrétt og kökur í eftirrétt. Eftir matinn var heil- mikið sungið og spjallað langt fram eftir nóttu. Morguninn eftir var yndislegt veður og morgunmaturinn engu síðri en kvöldmaturinn! Eftir matinn fór fólk að tínast heim en sumir sátu eftir og var þá verið úti allan daginn. í kvöldmatinn borðuðum við hangikjöt með meðlæti. Eftir kvöldverðinn var tímabært að aka heim. Þessir tveir dagar voru yndislegir og sennilega ógleymanlegir. (Sandra hlaut verðlaun fyrir þessa frá- sögn í samnefndri keppni). GÓMSÆTUR MATUR Dagana 28.-29. ágúst var fjölskyldu minni boðið ásamt öðrum góðvinum í sumarhús í Brekkuskógi. Uppi á Strúti í veiðiferðinni í Flateyjardal Æ S K A N <5 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.