Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Síða 63

Æskan - 01.12.1994, Síða 63
BARNFOSTRU STÖRFIN Sæl! Ég heiti Halldóra og ætla ab segja frá barnfóstrustörfum mínum. Þegar leið að sumri fóru flestallir að huga að sumarvinnu - nema ég auðvitað því að ég ætlaði ekki að gera neitt annað en liggja í leti. Mér snerist þó hugur þegar vinir mínir fóru að segja frá því hve mikið kaup þeir fengju. Flestir ætluðu í vist eða unglingavinnuna og þó nokkrir ætl- uðu í sveit. Að lokum voru allar vinkonur mín- ar komnar í sumarvinnu. Ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera. í sveit vildi ég ekki fara. Mér fannst það alls ekki koma til greina. Ég nennti ekki heldur að fara í unglinga- vinnuna. Þess vegna ákvað ég að gæta barna. En þá kom á daginn aö flestar konur, sem ég kannaðist við, voru búnar aö ráða í starfið. Þegar ég hafði spurst fyrir nokkrum sinnum komst ég þó að því að eina af vin- konum mömmu vantaði stúlku til að gæta dóttur sinnar. Daginn sem ég átti að byrja sagði eftir Ósk Heiðu Sveinsdóttur. konan mér að stelpan væri afar frek. En ég var svo örugg með mig að ég hugsaði einungis: „Stelpan hefur áreiðanlega bara verið með hundleiðinlegar barnfóstr- ur." Telpan grenjaði allan þann dag þangað til hún uppgötvaði að ég átti kött. Henni fannst mjög gaman að toga í skottið á honum. Ég var örþreytt eftir! Næsta dag þurfti ég að fara með barnið út í búð. Ég var fljót að finna vörurnar og ætlaði að fara að borga. En þá sá hún að verið var að kynna barnaföt í versluninni og vildi fara þangað. Ég lét það eftir henni þegar ég sá að hún var komin með stóra skeifu. Samstundis áttaði ég mig á að ég hafði gleymt einu af því sem ég átti að kaupa og hljóp og sótti vöruna. Þegar ég kom aftur var hún horfin. Ég flýtti mér að borga og fór að leita. Eg var alveg miður mín og sannfærð um að barnið hefði farið út á götu og gæti farið sér að voða. Ég hljóp fyrst búðina endilanga og tók síðan stefnu út. Ég var orðin sjúk af hræðslu. En þá sá ég barnið ósköp á- nægt í leikfangadeildinni. Það var búið að leggja hana nánast í rúst og skildi ekki þegar ég knúsaði það og kyssti! Ég hef aldrei getað gleymt þessu. Síðan bind ég börnin alltaf við kerruna þegar ég fer með þau út. (Ósk Heiöa, þá 1 3 ára, fékk aukaverblaun í smásagnakeppni Æskunnar, Flugleiba og Ríkisútvarpsins ífyrra). Æ S K A N 6 3

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.