Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 64

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 64
Margir hæfileikaríkir krakkar komu fram á skemmtunum Fjörkálfanna í sumar. Þeir sem báru sigur úr býtum á hverjum staö tóku þátt í lokahátíð í Reykjavík - og sungu síðan í hljóðveri lög sem eru nú komin á geisladisk. Hann er nánar kynntur í þessu tölu- blaði. í 7. og 8. tbl. Æskunnar birtust við- töl við átta efnilega söngvara. Nú hringdi ég til fjögurra stúlkna... HEFUR LÍKA SUNGIÐ í GALTALÆKJARSKÓGI Erla Vinsý Daðadóttir er sjö ára og á heima í Kópavogi. Ég heyrði að leikið var á píanó meðan systir hennar kallaði á hana í símann... - Varst þú að spila? „Nei, það var mamma. En ég byrj- aði að læra á píanó í haust.“ - Það var gaman að heyra þig syngja á lokahátíðinni. Varstu ekkert feimin? „Neei, nei.“ - Var þetta ekki í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í söngvarakeppni? „Nei. Ég hef sungið tvisvar í Galta- læk. Systir mín líka.“ - Hvað heitir hún? „Freyja og er átta ára. Hún var önn- ur í keppninni í Galtalæk í sumar." - Áttu fleiri systkini? „Já, bróður sem heitir Óskar og er eldri en ég.“ - Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? „Reikning." - Hvað gerir þú þegar þú ert ekki í skólanum? „Ég leik mér oft í tölvunni. Mér finnst Steinaldarmennirnir skemmti- legasti leikurinn." -Áttu gæludýr? „Nei. En afi og amma í sveitinni eiga hesta. Ég hef oft farið á hest- bak.“ - Manstu hvað hestarnir heita? „Já, til dæmis Freyja, Óskar og Fagri Blakkur." - Hefur þú farið til útlanda? „Já, til Rortúgals." - Hvað fannst þér skemmtilegast þar? „Að synda í lauginni. En það var kalt að busla í sjónum." Ég spurði móður Erlu, Ingibjörgu Erlingsdóttur, nánar um þátttökuna í söngvarakeppninni... „Ég frétti af keppninni hjá Hemma 6 4 Æ S K A N Gunn, kunningja mínum. Hann vissi að stelpurnar höfðu verið að syngja í Galtalæk. Þær vilja ekki missa af neinni slíkri keppni. í sumar var ég að syngja á báti sem fór í miðnætursigl- ingar frá Siglufirði um verslunar- mannahelgina. En þær voru svo heppnar að frændi þeirra fór með þær á Bindindismótið." - Hefur þú lært tónlist? „Ég er að Ijúka tónmenntakennara- námi og læri söng og kórstjórn í því. Ég er í tveimur kórum í skólanum og syng með Kirkjukór Óháða safnaðar- ins.“ - Kannski sungið með hljómsveit- um? „Já, Þú ert - og sálarbandinu „Testimony". Þær störfuðu um eitt ár hvor.“ - Vinsý, seinna nafn Erlu, er það af erlendum toga? „Nei. Mamma heitir Sigurvina en er alltaf kölluð Vinsý. Þess vegna lét ég skíra hana því nafni.“ „EÐA SNÚA MÉR ALVEG AÐ SÖNGNUM...“ Erna Hrönn Ólafsdóttir er þrettán ára. Hún á heima í Eyjafjarðarsveit en bar sigur úr býtum í keppni á Hornafirði... „Ég fór þangað og sló tvær flugur í einu höggi: Heimsótti afa og ömmu og tók þátt í söngvarakeppninni. Ég hafði raunar líka reynt mig á Akureyri en gekk þá ekki vel.“ - Hefur þú keppt oftar? „Já með frænku minni í söngvara- keppni hjá Stjórninni í hittifyrra. Við urðum þá í öðru sæti.“ - Hefur þú verið í tónlistarnámi? „Já, ég hef verið að læra að syngja í Tónlistarskóla Eyjafjarðar síðan ég var níu ára.“ - Eru fleiri tónelskir í ættinni? „Mamma er mikill söngfugl og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.