Æskan - 01.12.1994, Page 70
Pósthólf 523, 121
Reykjavík
Umsjón: Sigurborg Sveinbjörnsdóttir.
finningar þínar. Reyndu að
hafa eðlileg samskipti við
jafnaldra þína. Getur verið
að þú haldir of fast í minn-
inguna um þennan strák?
Erfitt er að geta sér til
um tilfinningar hans af því
litla sem þú lýsir. Þú verður
því að vera þolinmóð. Ef til
vill áttu eftir að rekast á
hann aftur og það er í raun
eina leiðin til að komast að
því hvort þetta var ást eða
skot eins og þú talar sjálf
um.
í fljótu bragði sýnist mér
málið ekki vera þess eðlis
að þú þurfir að leita til sál-
fræðings. Ég hef þá trú að
þú getir unnið úr því sjálf.
Kær kveðja.
ÚTLITIÐ
-06
ÓBEINAR
REYKINCAR
Svar:
Kæra „Hrædd við
hvað?“!
Eins og kemur fram í
bréfinu (sem þú baðst mig
að birta ekki) ertu að glíma
við mörg vandamál. Þú
beinir athyglinni að vissum
þáttum hjá sjálfri þér á nei-
kvæðan hátt. Á þessum
aldri verður oft vart dálítils
ójafnvægis. Ég held að þú
sért að glíma við miklar
breytingar innra með þér.
Það ræð ég af því hvernig
þú lýsir hugsunum þínum,
þörfinni fyrir að vera ein en
samt hluti af hópnum og að
geta gert eins og hinir - og
sjálfstæðisbaráttu þinni
heima.
Þú nefnir líka reykingar
X í návist ykkar. Mér hafa
áður borist bréf frá börnum
og unglingum sem kvarta
sáran undan reykingum
foreldra sinna og því mikla
tillitsleysi sem þau búa við
á heimilum sínum. Ég hef
sagt að það ætti að vera
réttur hvers barns að dvelj-
ast í reyklausu umhverfi.
Gott væri að þú ræddir
þetta innan fjölskyldunnar.
Vonandi komist þið að
samkomulagi. Ég veit að
foreldrar þínir gera sitt
besta til að koma til móts
við þig.
Að lokum þetta: Reyndu
að vera ekki of niðursokkin
í hugsanir um útlitið. Það er
ósköp lítið brot af „heildar-
mynd“ einstaklingsins.
Reyndu að byggja upp
sjálfstraust þitt. Einangraðu
þig ekki þó að þér þyki við
einhvern heldur ræddu mál-
in strax við hann. Sjálfs-
traust er tilfinning sem
kemur innan frá og birtist
ekki hvað síst í framkomu
fólks. Þegar stelpa verður
skotin í strák eða strákur í
stelpu þá er það miklu
meira en útlitið sem hefur
aðdráttarafl, það er mann-
eskjan sem slík.
Skriftin er skýr.
Gangi þér vel!
ERÞETTAÁSTEN
EKKI SKOT
Kæri Æskuvandi!
Ég er 14 ára stelpa og ég
er of hrifin af strák sem ég
hitti um verslunarmannahelg-
ina. Við vorum saman og ég
er afskaplega hrifin af honum
en veit ekki hvort hann er
hrifinn af mér. Ég hef ekkert
séð hann eða heyrt í honum
síðan þá því að við gleymd-
um að fá símanúmer hvort
hjá öðru.
Þegar ég segi að ég sé of
hrifin af honum þá á ég við
allt of mikið, svo mikið að ég
held að ég þurfi að fara til
sálfræðings. Ég hugsa svo
mikið um hann að ég verð
andvaka um nætur og sofna
ekki fyrr en klukkan þrjú til
fjögur. Þó vakna ég klukkan
sjö. í skólanum er ég utan við
mig og get ekki einbeitt mér.
Það eina sem ég hugsa um
er hann. Ég hef reynt að
gleyma honum en get það
ekki. Líf mitt er í rúst.
Hvað á ég að gera? Þú
verður að vera svo góð að
svara þessu bréfi því að ég
er í miklum vanda stödd.
Á ég að fara til sálfræð-
ings?
Ein í rúst!
Svar:
Stundum festist fólk í
einhverjum hugarórum um
ákveðnar persónur. Sér-
staklega getur þetta gerst
þegar ekki er hægt að láta
reyna á samskiptin í alvöru
eins og í þínu tilviki. Þá fer
svo margt fram í huganum
eingöngu og mótvægið frá
raunveruleikanum vantar.
Sennilega ertu búin að
reyna allt sem þú getur til
að hafa uppi á piltinum -
og jafnframt hefur þú gert
hann að allt of stórum
þætti í huga þér.
Ég vil því ráðleggja þér
að reyna að koma lagi á til-
ALVARLE6T
ÁFALL
Svar til „Einnar ringlaðr-
ar“:
Þakka þér fyrir bréfið
sem er dálítið frábrugðið
öðrum sem þættinum hafa
borist að undanförnu.
Ég tel að þú sért að
glíma við algengar afleið-
ingar áfalls. Þú hefur kom-
ist í nálægð dauðans og
hugsar um það hvernig þú
tækir missi og sorg ef ein-
hver nákominn þér félli frá.
Það er ekkert óeðlilegt við
það að þú sért hrædd þeg-
ar talað er um vélsleða því
að allt of mörg alvarleg slys
hafa orðið hér á landi við
akstur þess farartækis,
hver sem ástæðan er.
Ég held að gott væri fyrir
þig að ræða þetta mál við
einhvern sem þú treystir.
Það myndi minnka áhyggj-
ur þínar.
Síðara málið sem þú
ræðir er ástin. Þetta er eitt
algengasta kvörtunarefni
sem þættinum berst. Þú ert
í vafa um að strákurinn
sem þú ert hrifin af beri
sömu tilfinningar til þín. Því
fylgir alltaf nokkur óvissa
að vera hrifin(n) af einhverj-
um/einhverri. Eitt af því er
óvissan um hvort tilfinning-
ar séu endurgoldnar. Oft
má ráða ýmsa hluti af
framkomu og atferli. Þú
7 0 Æ S K A N