Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1994, Page 71

Æskan - 01.12.1994, Page 71
getur einnig komist að því eftir öðrum leiðum, t.d. gætir þú spurt hann sjálf fyrir ballið sem þú talar um hvort hann sé til í að vera herra þinn það kvöld. Gangi þér vel! STREITAOC ERFITT SKAP Kæri Æskuvandi! Ég á við eitt vandamál að stríða. Það er að ég verð alltaf ofboðslega streitt þegar ég ætla að gera eitthvað, til dæmis ef ég er að fara á diskótek. Þá verð ég svo streitt að það er ekki einu sinni hægt að tala við mig. Ég segi bara: „Bíddu aðeins, ég þarf að hugsa...“ Ég hef aldrei tíma til þess að slaka á. Ég hef reynt að vera róleg og fara hægt en það tekst aldrei. Hvað á ég að gera? Það mætti halda að það væri eitt- hvað að heilanum á mér. Svo er annað: Ég get stundum verið dálítið frek og farið í vont skap. Ég ræð aldrei við skapið. Getur þú reynt að hjálpa mér? Hvað lestu úr skriftinni og hvað er ég gömul? Streita Svar: Streituviðbrögð má rekja til mannlegra samskipta. Það er innan um annað fólk sem ör- yggisleysi og kvíði gera vart við sig. Hagsmuna- árekstrar, sam- keppni, andstaða, og niðurlæging tengist mannleg- um samskiptum. Til að losna við streitu liggur beinast við að skipuleggja líf sitt þannig að það sem veldur henni verði síður á vegi manns. Hér gætu ein- föld atriði eins og að sofna fyrr á kvöld- in en áður og vakna fyrr á morgnana haft verulega mikil áhrif. Einnig er mikil- vægt að ætla sér ekki um of, taka fá atriði fyrir í einu, gefa sér nægan tíma. Líkamsþjálfun og hreyf- ing er annað atriði sem mikilvægt er að gefa gaum að. Við líkamlega áreynslu losar maður um spennu í líkamanum. Þú þarft því að byggja upp betra þol gegn áreitum og læra að hafa stjórn á skapi þínu. Það er dálítið erfitt fyrir vini þína ef þú bregst oft við ágrein- ingi með því að fara í vont skap. Reyndu að ræða þetta við foreldra þína og fá stuðning þeirra. Skriftin gæti verið betri og vandaðri en í bréfinu. Mér finnst hún bera vott um nokkra hroðvirkni eins og þér liggi mikið á þegar þú hefur eitthvað ákveðið í huga. Líklega ertu 13-14 ára. Gangi þér vel! Eg þakka kærlega öllum þeim sem senda bréf. Nú muna langflestir eftir að rita rétt nafn og heimilis- fang auk dulnefnis. í bréfunum eru oft borin upp svipuð vandamál. Ég get ekki svar- að mörgum um sama efni. Þess vegna bið ég þá sem sakna bréfa sinna að lesa þáttinn vel og nýta sér þau ráð sem gefin eru þar og eiga við. Gleðilega aðventu og jólahátíð! Sigurborg. SKOÐANA- KÖNNUN ÆSKUNNAR Fjöldi lesenda svaraði spurningum um hvernig þeim líkaði efni Æskunnar. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Svarseðlar 30 þátttakenda voru dregnir úr hlaðanum 1. desember. Þeirfá tilkynningu í bréfi um líkt leyti og blaðið kemur út. Listi með nöfnum þeirra verður birtur í 1. tbl. 1995. Verðlaunin eru Russel Athletic íþróttabolur frá Hreysti og bók frá Æskunni. LITAKEPPNI Fresturtil að senda litaða mynd af Hefðarköttunum rann út 5. desember. Margir hafa sent mynd nú þegar (22. nóvember) en aðrir nota sér frestinn. Þegar þetta jólablað berst ykkur erum við að senda verðlaun til 50 lesenda! Þökk fyrir að taka þátt í leiknum! Æ S K A N 7 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.