Æskan

Årgang

Æskan - 15.12.1928, Side 6

Æskan - 15.12.1928, Side 6
4 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR þessari jörð. Og ríki þessa barns vex og styrkist, þótt öll veraldleg ríki hrynji í rústir. Þetta barn á eftir að sigra heiminn. Því að það er Guðs sonurinn. Hann kom í heiminn, lifði og dó til þess að elska og blessa mennina, líkna þeim og hjálpa. Hann kom ekki til þess að hugsa um sig, heldur til þess að þjóna öðrum. Þess vegna er hann nú dýrðlegur orðinn og heilög jól haldin í hans nafni. Lát þú jólafögnuð þinn vera djúpan og innilegan, hreinan og fagran. í paradís barnæskunnar eru jólin fagnaðarrík fagurri og óspiltri sál. Ef þú getur af hjarta fagnað frelsara þínum, ef jólagleði þín er fögur og hrein og Jesú samboðin, þá ber það vott um fagra og óspilta sál, sem er opin fyrir öllu, sem satt er, og gleðst aðeins af því, sem gott er. Þú þekkir og hefir heyrt mörg æfintýri. Fegursta og sannasta æfintýrið er sagan um fæðingu Jesú, og sögurnar allar um barnið, sem María bar í faðmi sjer. Kyntu þjer þær sögur sem best, og reyndu að láta æfintýrið um þitt eigið líf verða sem líkast þeim. Æskan og jólin! Það tvent á saman. Því að barnið, sem jólin eru helguð, elskar æskuna og kallar á hana til fylgdar og þjónustu. Engill friðar og fagnaðar er á ferð um hver jól. Óspilt æskan á að skilja best boðskap hans: »Sjá, jeg flyt yður mikinn fögnuð*. Og þeir, sem ásamt hinum ungu verða glöð og þakklát börn um jólin, þeir geta haft af þeim unaðinn sama og börnin. Látum nú jólaljósin loga skært, og sjá- um þau speglast í brosandi barnaaugum. En munum að skærasta ljósið er Kristur, konungur konunganna. Hún hæfir oss öllum vel, ungum og gömlum, bænin þessi um jólin: „Lálfu nú ljósið þitt lýsa upp hjartað mitt. Hafðu þar sess og sæli, signaði Jesú mæti". Guð blessi öll sín börn og gefi þeim gleðileg jól. = 0 Jólasönguv bavnanna. Eftir B. S. Ingemann. ÓLANNA hljóma blessuð boð og berast gömlum og ungum. Og söngurinn engla í sólarroð nú svífur á barnatungum. Ljómar hver grein á lífsins meið með Ijós, er dásamleg skína. Hvert barn, er í guði gleðst á leið skal gleðinni aldrei týna! Hamingjan gistir heim í dag með himinkónginum unga. Við jólanna gleði lofsöngs lag nú Ijóðar hver smáfugls tunga. Dýrlegur brosir dagurinn, og dans er um jólameiðinn. í dag er oss fæddur frelsarinn og fundin til himins leiðin. Frelsarinn smábarn var sem við í vöggu einnig þá lá hann. Og englanna blómgarð, Edens hlið hann opnar, ef börnin sjá hann. Himnanna kóngur hjá oss er og heldur nú með oss jólin, og Ijósvængjum, barn mitt, lofar þjer, sem Ijóma eins og blessuð sólin. Guðm. Guðmundsson þýddi. °oo °°°(

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.