Valsblaðið - 11.05.1973, Page 4
2
VALS BLAÐIÐ
V alssöngurinn
eftis* séra
Friðrik Friðriksson
Gangið fram á svæðið, sveinar,
senn mun byrja þessi hríð,
mældár eru mönnum reinar,
markið skín við djörfum lýð.
Framherjanna’ á flýti reynir,
framverðirnir hlífij ei sér ,
ef þeir verða allt of seinir
allt í handaskolum fer.
Fram, fram, frækið lið!
Fram, fram, sækið þið!
Fram skal bruna og knöttinn kný.ja,
komizt fram hjá línum tveim,
afturverðir ef dáð þá drýgja,
dugið vel á móti þeim!
Leikið saman og sætið færi,
sendið knöttinn burt úr þröng,
inn í markið ef hann bæri,
óp þá hefjið snjöll og löng.
Helzt mun leiksins heiður styðja
hófstillt lund, en framagjörn;
drengileg sé dáð og iðja,
drengileg í sókn og vörn.
Engin þeysing út í bláinn
ekkert spark í fáti sett.
Öll sé leikmanns æðsta þráin
að alit sé fagurt, djarft og rétt.
Fram, fram, frækið lið!
Fram, fram, sækið þið!
Að því marki sem leikinn láti
lærdóm verðaj á þroska braut,
tamning viljans með glóð í gáti,
glæðing dyggðal í hverri þraut.
Þá að lokum, er lífið þrýtur,
leik er slitið, marki náð,
sigurlaun og hnossið hlýtur
hann, er sýndi trú í dáð.
Keppinautar knött ef taka,
keppist við að stöðva þá!
Framverðirnir fljótt til baka
flýti sér í varðstöð ná,
afturvörðum lið svo l.jái;
leiki hver á sínum bás,
óvinannaj að framlið fái
fulla sneipuj af þeirri rás.
Fram, fram, frækið lið!
Fram, fram, sækið þið!
Enginn leiki sem einn hann væri,
aldrei blessast sérdræg lund,
samleik eflið og sætið færi,
sendið knöttinn yfir grund.
Sérhver veri til taks að taka,
til hans knetti’ ef leikið er.
Látið alla limu vaka,
leiknum þar til hætta ber.
Fyrstu Olympíufarar Vals
Fyrstu Olympíufarar Vals: Þessa 6 heiðursmenn þarf ekki að kynna fyrir Valsmönnum. Þeir eru fyrstu Valsmennirnir, sem
valdir hafa verið til keppni á Olympíuleikum. Fyrir það fengu þeir viðurkenningu frá félaginu á árshátíðinni í vetur, litla
styttu, sem þeir halda þarna á, frá v.: Stefán, Ólafur H., Gísli, Ólaíur, Ágúst og Gunnsteinn.
FORSÍÐAN hjá okkur er dálitið sérstök að þessu sinni vegna þess, að hún sýnir íslandsmeistara félagsins í þeim 3 flokka íþróttum,
sem Valur sendir flokka til keppni í: körfuknattleik, handknattleik og knattspyrnu. Þetta eru Islandsmeistarar í 4. fl. í knatt-
spyrnu, 3. fl. kvenna í handknattleik og 2. fl. í körfuknattleik.
Islandsmeistarar Vals í 4. flokki í knattspyrnu, fremri röð frá v.: Atli Ólafsson, Hilmar Sighvatsson, Bergur Þorgeirsson, Guð-
mundur Kjartansson fyrirliði, Guðmundur Ásgeirsson og Júlíus Júiiusson. — Aftari riið f. vinstri. Arnar Hilmarsson, Guð-
mundur Þórðarson, Sævar Jónsson, Albert Guðmundsson, Magnús Erlingsson, Friðrik Egilsson, Hafsteinn Andrésson, Jón Ein-
arsson, Ásmundur P. Ásmundsson og Róbert Jónsson þjálfari. — Á myndina vantar Pétur G. Ormslev og Björn Hafsteinsson
Islandsmeistarar Vals í 3. flokki, handknattleikur. Aftari röð f. v.: Hildur Sigurðardóttir þjálfari, Diljá Einarsdóttir, Erla Einars-
dóttir, Sigurður Ingólfsdóttir, Málfríður Elisdóttir, Gunnhildur Þórarinsdóttir og Sigurjóna Sigurðardóttir þjálfari. — Fremri
röð frá vinstri.: Sólrún Ástvaldsdóttir, Helga Gunnarsdóttir. Lilja Bolladóttir, Magnhildur Sigurbjörnsdóttir og Hildur Guðnad.
Islandsmeistarar Vals í 2. flokki, körfuknattleikur.: Aftari röð: Þórður Þorkelsson form. Vals. Ólafur Thorlacius þjálfari, Torfi
Magnússon, Hafsteinn Hafsteinsson. Jóhannes Magnússon, Gunnar Svanlaugsson, Már Helgason form. körfuknattleiksdeildar.
Fremri röð: Jón I Iíagnarsson fyrirliði, Viðar Pétursson, Jón B. Sigtryggsson, Gísli Guðmundsson, Kristinn Valtýsson, Sigurður
I. Geirsson.