Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 6

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 6
4 VALSBLAÐIÐ Aftari röð f. v.: Geir Guðmundsson, Hrólfur Benediktsson, Sigurður Ólafsson, Albert Guðmundsson, Sveinn Helgason, Ólafur Jensen, Frímann Helgason. — Fremri röð f. v.: Ellert Sölvason, Magnús Bergsteinsson, Hermann Hermansson, Snorri Jónsson, Björgúlfur Baldursson. gæfilega, „stúderaði“ mótherjana, leikaðferð þeirra og knattmeðferð og bjó sig síðan undir að mæta þeim. Skipulagning, einbeitni og úthald voru einkenni lians í leik og í lífi, en samfara þessu var hressileg keppnis- og vinnugleði, sem gerði Frímanni auðvelt að hrífa menn með sér til dáða. Hann fór ekki úr jafnvægi, þótt syrti í álinn, reyndi lieldur ótrauður markvíst að bæta uppbyggingu leiks og athafna og krafðist þá jafnframt meiri liraða I þeim, oft með góðum árangri. Frímann gerði miklar — og mest- ar — kröfur til sjálfs sín, m. a. um bindindi, reglusemi og ástundun, en hann gerði einnig kröfur til annarra. Þeim var yfirleitt vel tekið, en ekki ætíð, og þá gat komið til átaka, samt aldrei alvarlegra. Enn fremur kom fyrir að Frímanni skjátlaðist, eins og öðrum mannlegum verum, en hann var þá fús til að játa mistök sín og vann síðan heilsliugar að málefnun- um með þeim mönnum, sem liann hafði áður deilt við. Á f jórða tug aldarinnar liafði smám saman myndast harðsnúinn kjarni fé- lagsmanna, sem fórnuðu s. a. s. hverri frístund sinni félaginu, og eru sumir þeirra starfandi enn þann dag í dag. Uppbyggingarstarfi þessara manna er það fyrst og fremst að þakka, að Val- ur hefur undanfarna áratugi staðið í fremstu röð íþróttafélaga landsins. Einn þessara manna var Frímann Helgason. Hann studdi við bakið á yngri fé- lagsmönnum, sem iðka vildu hand- knattleik í félaginu og var með í meistaraliði Vals fyrstu árin, sem hann tók þátt í íslandsmótum í þess- ari grein, 1940 til 1944, og varð á þeim árum fjórum sinnum Islands- meistari. Þessi íþróttagrein átti síðar eftir að auka mjög á hróður Vals, innan lands og utan, ekki sízt fyrir afrek Valskyrjanna frægu. í hand- knattleiknum nutu sín vel þeir eig- inleikar Frímanns, sem aið framan var lýst, og þó var þeirra ekki síður þörf í sjálfu félagsstarfinu, svo umfangs- mikið sem starf hans var á þeim vett- vangi. Hann þjálfaði ýmsa unglingaflokka Vals í nokkur ár og gerði það af mik- illi natni og skyldurækni, eins og öll önnur störf, og þjálfaði einnig ungl- ingalið í fleiri félögum. Æskulýðsstarf var honum mjög hugleikið og það var líf og kraftur í livatningaræðum þeim, sem hann sí og æ hélt yfir ungling- unum. Einn þeirra segir m. a. í minn- ingargrein: „Frímann varð örlaga- valdur margra ungra manna og ævin- lega kom hann einliverju góðu til Ieið- ar“.i 1 Jón Birgir Péturss., Vísir, 8. 12. ’72. Honum var vel ljóst mikilvægi sam- vista, samheldni og vináttu félags- manna, ekki aðeins fyrir árangur í leik og keppni, heldur einnig fyrir einstaklinginn, ánægju hans af og áhuga fyrir félagsstarfinu. Frímann var líka að finna í þeim hópi vaskra Valsunga, sem reistu skíðaskála Vals í Kolviðarhólslandi, þar sem ótal fé- lagar hafa átt margar sameiginlegar ánægjustundir á milli fjalla. Þá lagði Frímann og fram ótalin dagsverk við byggingu félagsheimilisins að Hlíðar- enda ásamt mörgum öðrum góðum Valsmönnum. - Og félagsstarfið hélt áfram að vaxa og vaxa, eignir að aukast og reksturskostnaður með, en öll stjórn og ábyrgð ávallt í höndum áhugamanna. Árið 1945 var að tillögu Frímanns stofnað fulltrúaráð Vals, en það er ráð reyndra manna í starfi félagsins og áhugasamra um hag þess, félags- stjórninni til ráðuneytis. Er ráðinu ætlað að tryggja svo sem verða má jafnvægi og öryggi í starfsemi félags- ins, og hefur það reynzt stjórnum félagsins góður styrkur. Lengst af gegndi Frímann formannsstörfum fulltrúaráðsins. Frá 1957 átti Frímann sæti í rit- stjórn Valsblaðsins og var í mörg undanfarin ár aðalritstjóri þess. Blað- ið hefur stækkað og jafnframt vaxið að vinsældum með liverju ári, ekki sízt fyrir viðtöl Frímanns við aldna og unga, við fyrrverandi og núver- andi keppendur og samstarfsmenn og við fjölskyldur þeirra. Blaðið, sem er stórt og glæsilegt og ríkulega prýtt myndum, eykur samlieldni félags- manna og tengir þá Val sterkari bönd- um. Það liefur því geysimikla félags- lega þýðingu. Á bak við það liggur óhemju mikil vinna, viljakraftur og snerpa. Hér var ekki frekar en á öðr- um sviðum gefizt upp, lieldur haldið áfram og bætt við. Frímann var mikill aðdáandi séra Friðriks Friðrikssonar og gerði mik- ið til, einkum með skrifum sínum og ritstjórn á Valsblaðinu, að áhrifa séra Friðriks gætti sem lengst í félaginu. Frímann vildi af einlægni, að Valur gerði að einkunnarorðum sínum þau orð séra Friðriks, sem letruð eru á styttu lians á Valsvellinum: Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði. Frímann sýndi vilja sinn í þessu, í leik, í starfi og í skrifum sínum um íþróttir. Knattspyrnan er ekki aðeins mikilvæg líkamsrækt, heklur einnig tæki til sjálfsögunar, tæki til skiln- ings á gildi samvinnu og til þjálfunar í tillitssemi við aðra. Af framan sögðu má sjá, að Frí- mann hafði miklu forystuhlutverki að gegna í Val, enda vel til forystu fallinn. Ekki hafði liann verið nema tvö ár í félaginu, er liann var kosinn í stjórn þess. Á tímabilinu 1931 til 1942 sat hann 9 ár í stjórn Vals, þar af 6 ár sem formaður, árin 1934—38 og 1941—43. En Frímann starfaði einnig að íþróttamálum utan Vals. Hann átti sæti í stjórn Í.S.I. í 15 ár, þar sem mikið starf liggur eftir hann, eink- um á sviði skipulagsmála íþrótta- hreyfingarinnar. Þá var liann og for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.